Um er að ræða nýuppgerða 176 fermetra þakíbúð í húsi sem var byggt árið 1983. Eignin er í svokölluðum New York Loft - stíl þar sem gróft viðarparket á gólfi kallast á við fallega múrsteinsveggi, mikla lofthæð og stóra formfagra glugga.
Eldhús, stofa og borðstofa renna saman í opnu og björtu rými, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir með útsýni yfir borgina.
Í eldhúsinu er svartar sprautulakkaðar innréttingar með góðu skápaplássi og eyju. Á borðum eru steyptar borðplötur sem gefa rýminu einstakan karakter og hrátt yfirbragð.
Úr alrýminu er gengið inn á svefnherbergisgang þar sem þakgluggi nær yfir allan ganginn sem hleypir dagsbirtu inn.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






