Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2025 12:32 Martim Costa fagnar eftir leikinn gegn Þýskalandi. getty/Mateusz Slodkowski Sérfræðingar TV 2 í Danmörku segja að sigurmark Portúgals gegn Þýskalandi í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta karla hafi verið ólöglegt. Martim Costa skoraði sigurmark Portúgala í þann mund sem leiktíminn í framlengingunni rann út. Portúgal vann leikinn, 31-30, og komst þar með í undanúrslit stórmóts í fyrsta sinn. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Sérfræðingar TV 2 vildu meina að mark Costas hefði ekki átt að standa þar sem hann hafi tekið of mörg skref. „Það er óumdeilt að þetta voru skref á Costa. Svona lagað getur gerst en það er pirrandi fyrir norsku dómarana að þeir geti ekki skoðað þetta á myndbandi. Ég skil það ekki,“ sagði Claus Møller Jakobsen. Svakaleg dramatík þegar Portúgal komst í undanúrslit eftir framlengdan leik gegn Þjóðverjum og Alfeð er úr leik. pic.twitter.com/Io6IFmDM5L— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2025 „Þegar það kemur upp svona staða á síðustu þrjátíu sekúndunum sem hefur úrslitaáhrif á leikinn skil ég ekki að dómararnir fari ekki og skoði hvort allt hafi verið með felldu. Að mínu mati eru þetta stór dómaramistök. Markið hefði ekki átt að standa.“ Rasmus Boysen segist á X hafa talið skrefin hjá Costa og að þau hafi verið fimm talsins. 5 steps on the Portuguese game-winner🤷♂️#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2025 Costa skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal í leiknum í gær en markahæstur hjá liðinu var bróðir hans, Francisco, með átta mörk. Portúgal mætir Danmörku í seinni undanúrslitaleiknum annað kvöld. Í kvöld eigast Króatía og Frakkland við í fyrri undanúrslitaleiknum. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Martim Costa skoraði sigurmark Portúgala í þann mund sem leiktíminn í framlengingunni rann út. Portúgal vann leikinn, 31-30, og komst þar með í undanúrslit stórmóts í fyrsta sinn. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Sérfræðingar TV 2 vildu meina að mark Costas hefði ekki átt að standa þar sem hann hafi tekið of mörg skref. „Það er óumdeilt að þetta voru skref á Costa. Svona lagað getur gerst en það er pirrandi fyrir norsku dómarana að þeir geti ekki skoðað þetta á myndbandi. Ég skil það ekki,“ sagði Claus Møller Jakobsen. Svakaleg dramatík þegar Portúgal komst í undanúrslit eftir framlengdan leik gegn Þjóðverjum og Alfeð er úr leik. pic.twitter.com/Io6IFmDM5L— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2025 „Þegar það kemur upp svona staða á síðustu þrjátíu sekúndunum sem hefur úrslitaáhrif á leikinn skil ég ekki að dómararnir fari ekki og skoði hvort allt hafi verið með felldu. Að mínu mati eru þetta stór dómaramistök. Markið hefði ekki átt að standa.“ Rasmus Boysen segist á X hafa talið skrefin hjá Costa og að þau hafi verið fimm talsins. 5 steps on the Portuguese game-winner🤷♂️#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2025 Costa skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal í leiknum í gær en markahæstur hjá liðinu var bróðir hans, Francisco, með átta mörk. Portúgal mætir Danmörku í seinni undanúrslitaleiknum annað kvöld. Í kvöld eigast Króatía og Frakkland við í fyrri undanúrslitaleiknum.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira