Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2025 10:48 Sævar Þór Jónsson er lögmaður ungmennis sem er í svokölluðum tálbeituhóp. Vísir/Vilhelm Sævar Þór Jónsson, lögmaður ungmennis sem er meðlimur úr eins konar tálbeituhóp, segir að lögreglan verði að taka gögn sem hópurinn hafi afhent lögreglu alvarlega. Undanfarið hefur mikið farið fyrir tálbeituaðgerðum í umræðunni. Greint hefur verið frá því að myndbönd af ungmennum að ganga í skrokk á meintum barnaníðingum gagni manna á milli á samfélagmiðlum. Sævar segist hafa vitneskju um að meðlimir hópsins hafi afhent lögreglu lista yfir einstaklinga sem þá grunar um græsku í þessum málum. Það hefur komið fram að lögregla sé með til skoðunar hvort hún geti notað umrædd gögn. Það er mat Sævars að gögnin sé hægt að nota með þeim hætti að þau geti verið tilefni til frekari rannsóknar. „Það er þannig í okkar lögum að það er brot ef maður setur sig í samband við barn undir lögaldri, með kynferðislegum samskiptum. Það er alveg augljóst að mínu mati, miðað við það sem ég hef séð, að það hefur átt sér stað brot,“ sagði Sævar Þór í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það sem hefur slegið mig kannski í þessu er að ég áttaði mig ekki sjálfur á því að það er fjöldinn allur af eldri einstaklingum, mönnum og líka konum, sem eru að setja sig í samband við börn. Það er mjög stór fjöldi á hverjum degi virðist vera.“ Hvað erum við að tala um, í fjölda? „Þetta eru sirka tuttugu einstaklingar kannski á dag sem þessir hópar hafa verið í samskiptum við. Það er svolítið mikið magn finnst mér“ Sævar Þór segir að þó að lögreglan sé undirmönnuð sé mikilvægt að hún setji þessi mál í forgang þar sem þau varði börn. Hann veltir upp þeirri hugmynd um hvort tími sé kominn á að lögreglan fari sjálf í einhverskonar tálbeituaðgerðir. Slíkt hefur ekki viðgengist hér á landi, en þekkist einhvers staðar erlendis. Útfærsla á því þyrfti skýran lagaramma, en Sævar telur núverandi lagagrundvöll ekki nægjanlega skýrann. „Þó að þetta séu ungmenni þá eru þetta samt einstaklingar sem eru að benda á staðreyndir. Það er ekki hægt að segja að þessi gögn séu einhver tilbúningur. Það þarf að rannsaka þau. Það eru samskipti við einstaklinga sem augljóslega benda til þess að þeir viti við hvern þau séu að tala, þau eru að tala við börn.“ Þá segist hann hafa séð samskipti sem bendi til þess að menn reyni að koma sér í samband við börn, og reyni að greiða þeim með fíkniefnum. „Það sem er enn þá verra er það virðist vera, miðað við samskiptin sem ég hef séð, að það séu einstaklingar að nota börn í þeim tilgangi að koma þeim í samskipti við menn sem hafa áhuga á slíku gegn þá greiðslu með fíkniefnum og fleira. Þetta er mjög víðtækt á mörgum sviðum.“ Sævar segir að það gangi síðan ekki upp að þessir tálbeituhópar taki lögin í sínar eigin hendur. „Það er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að horfa til, að þegar að einstaklingar, við erum ekki bara að tala um einn hóp heldur fleiri hópa, telja sig knúna til að taka lögin í sínar hendur. Þá er eitthvað mikið að.“ Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Ofbeldi barna Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Bítið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Undanfarið hefur mikið farið fyrir tálbeituaðgerðum í umræðunni. Greint hefur verið frá því að myndbönd af ungmennum að ganga í skrokk á meintum barnaníðingum gagni manna á milli á samfélagmiðlum. Sævar segist hafa vitneskju um að meðlimir hópsins hafi afhent lögreglu lista yfir einstaklinga sem þá grunar um græsku í þessum málum. Það hefur komið fram að lögregla sé með til skoðunar hvort hún geti notað umrædd gögn. Það er mat Sævars að gögnin sé hægt að nota með þeim hætti að þau geti verið tilefni til frekari rannsóknar. „Það er þannig í okkar lögum að það er brot ef maður setur sig í samband við barn undir lögaldri, með kynferðislegum samskiptum. Það er alveg augljóst að mínu mati, miðað við það sem ég hef séð, að það hefur átt sér stað brot,“ sagði Sævar Þór í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það sem hefur slegið mig kannski í þessu er að ég áttaði mig ekki sjálfur á því að það er fjöldinn allur af eldri einstaklingum, mönnum og líka konum, sem eru að setja sig í samband við börn. Það er mjög stór fjöldi á hverjum degi virðist vera.“ Hvað erum við að tala um, í fjölda? „Þetta eru sirka tuttugu einstaklingar kannski á dag sem þessir hópar hafa verið í samskiptum við. Það er svolítið mikið magn finnst mér“ Sævar Þór segir að þó að lögreglan sé undirmönnuð sé mikilvægt að hún setji þessi mál í forgang þar sem þau varði börn. Hann veltir upp þeirri hugmynd um hvort tími sé kominn á að lögreglan fari sjálf í einhverskonar tálbeituaðgerðir. Slíkt hefur ekki viðgengist hér á landi, en þekkist einhvers staðar erlendis. Útfærsla á því þyrfti skýran lagaramma, en Sævar telur núverandi lagagrundvöll ekki nægjanlega skýrann. „Þó að þetta séu ungmenni þá eru þetta samt einstaklingar sem eru að benda á staðreyndir. Það er ekki hægt að segja að þessi gögn séu einhver tilbúningur. Það þarf að rannsaka þau. Það eru samskipti við einstaklinga sem augljóslega benda til þess að þeir viti við hvern þau séu að tala, þau eru að tala við börn.“ Þá segist hann hafa séð samskipti sem bendi til þess að menn reyni að koma sér í samband við börn, og reyni að greiða þeim með fíkniefnum. „Það sem er enn þá verra er það virðist vera, miðað við samskiptin sem ég hef séð, að það séu einstaklingar að nota börn í þeim tilgangi að koma þeim í samskipti við menn sem hafa áhuga á slíku gegn þá greiðslu með fíkniefnum og fleira. Þetta er mjög víðtækt á mörgum sviðum.“ Sævar segir að það gangi síðan ekki upp að þessir tálbeituhópar taki lögin í sínar eigin hendur. „Það er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að horfa til, að þegar að einstaklingar, við erum ekki bara að tala um einn hóp heldur fleiri hópa, telja sig knúna til að taka lögin í sínar hendur. Þá er eitthvað mikið að.“
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Ofbeldi barna Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Bítið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira