Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. janúar 2025 10:01 Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum. Inga brást þá við að mér fannst af full miklum sjálfbirgingshætti. Sagði, að flokkurinn væri þá bara gjaldþrota. Eins og það væri ekkert mál. Gjaldþrot stjórnmálaflokks, stjórnarflokks, er auðvitað stórmál. Væri skandall. Það er mál til komið, að Inga fari að gæta síns tungutaks. Derringur er sjaldnast af hinu góða, og, þegar fólk er komið í háa valdastöðu, spilar verulega rullu í þjóðfélaginu, verður það að reyna að halda sér á mottunni. Það, sem er efnislega rétt í þessu máli, og það, sem Inga hefði átt að segja, er, að auðvitað sé Flokkur fólksins stjórnmálaflokkur, hvernig gæti hann verið á þingi með 10 þingmenn og með 3 ráðherra, ef hann væri ekki stjórnmálaflokkur, og, að þessir ríkisstyrkir væru einmitt ætlaðir stjórnmálaflokkum. Þetta væri því í grunninn allt rétt. Það eina, sem vantaði upp á þennan styrkjafrágang, væri smávægilegt leiðrétting á formi skráningar. Hún hefði líka getað bætt því við, að auðvitað hefði fjármálaráðuneytið (sem verið hefði í höndum andstæðra flokka) ekki borgað út styrkina, hvorki til Flokks fólgsins né annarra flokka, nema þeir uppfylltu í eðli sínu grunnskilyrði um að vera stjórnmálaflokkar. Þar með hefði þetta mál verið frá. Inga okkar blessunin, með sitt stóra hjarta fyrir menn og málleysingja - hún er líka klár á margan hátt, væri varla þar, sem hún er, ella - verður, alla vega svo lengi sem hún er ráðherra, að temja sér hófstillingu í tali og framkomu og alveg sérstaklega það, að hugsa vel áður en hún talar og/eða framkvæmir. Óvarlegt tal og framkoma, svo að ekki sé talað um derring, líka á öðrum og persónulegri nótum, gætu ekki aðeins komið Ingu og Flokki fólksins, heldur líka báðum hinum ríkisstjórnarflokkunum, stjórn landsins, í bobba, jafnvel allsherjar þrot. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum. Inga brást þá við að mér fannst af full miklum sjálfbirgingshætti. Sagði, að flokkurinn væri þá bara gjaldþrota. Eins og það væri ekkert mál. Gjaldþrot stjórnmálaflokks, stjórnarflokks, er auðvitað stórmál. Væri skandall. Það er mál til komið, að Inga fari að gæta síns tungutaks. Derringur er sjaldnast af hinu góða, og, þegar fólk er komið í háa valdastöðu, spilar verulega rullu í þjóðfélaginu, verður það að reyna að halda sér á mottunni. Það, sem er efnislega rétt í þessu máli, og það, sem Inga hefði átt að segja, er, að auðvitað sé Flokkur fólksins stjórnmálaflokkur, hvernig gæti hann verið á þingi með 10 þingmenn og með 3 ráðherra, ef hann væri ekki stjórnmálaflokkur, og, að þessir ríkisstyrkir væru einmitt ætlaðir stjórnmálaflokkum. Þetta væri því í grunninn allt rétt. Það eina, sem vantaði upp á þennan styrkjafrágang, væri smávægilegt leiðrétting á formi skráningar. Hún hefði líka getað bætt því við, að auðvitað hefði fjármálaráðuneytið (sem verið hefði í höndum andstæðra flokka) ekki borgað út styrkina, hvorki til Flokks fólgsins né annarra flokka, nema þeir uppfylltu í eðli sínu grunnskilyrði um að vera stjórnmálaflokkar. Þar með hefði þetta mál verið frá. Inga okkar blessunin, með sitt stóra hjarta fyrir menn og málleysingja - hún er líka klár á margan hátt, væri varla þar, sem hún er, ella - verður, alla vega svo lengi sem hún er ráðherra, að temja sér hófstillingu í tali og framkomu og alveg sérstaklega það, að hugsa vel áður en hún talar og/eða framkvæmir. Óvarlegt tal og framkoma, svo að ekki sé talað um derring, líka á öðrum og persónulegri nótum, gætu ekki aðeins komið Ingu og Flokki fólksins, heldur líka báðum hinum ríkisstjórnarflokkunum, stjórn landsins, í bobba, jafnvel allsherjar þrot. Höfundur er samfélagsrýnir.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun