Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 11:00 Sophia Smith sækir hér á móti Glódís Perlu Viggósdóttur í leik Íslands og Bandaríkjanna á síðasta ári. Getty/John Wilkinson Sophia Smith hefur heldur betur skapað sér nafn sem lykilmaður í Ólympíumeistaraliði Bandaríkjanna. Nú hefur hún skipt um nafn. Sú breyting kemur þó af góðu. Sophia Smith og NFL leikmaðurinn Michael Wilson sögðu frá því að samfélagsmiðlum að þau væru búin að gifta sig. Sophia átti mjög gott ár í fyrra en hún varð fjórða í kjörinu um Gullknöttinn, Ballon d'Or Féminin, bestu knattspyrnukonu heims. Hún varð þar efst meðal bandarískra kvenna. Sophia og Michael hafa verið par lengi en þau kynntust þegar þau voru bæði við nám við Stanford háskóla. Sophia var valin í NWSL deildina árið 2020 en Michael var valinn í NFL deildina 2023. Þau eru bæði 24 ára. Sophia skrifaði undir brúðkaupsmyndina „The Wilsons“ og breytti einnig nafni sínu á samfélagsmiðlum sínum í Sophia Wilson. Sophia hefur skorað 24 mörk í 58 landsleikjum fyrir Bandaríkin og skoraði áður 21 mark í 25 leikjum fyrir tuttugu ára landsliðið. Hún hefur spilað allan atvinnumannaferil sinn með Portland Thorns og var með 12 mörk í 19 leikjum á síðasta tímabili. Hún var bandarískur meistari með liðinu 2022 og hafði einnig orðið háskólameistari með Stanford árið 2019. 24. og síðasta mark hennar kom einmitt á móti Íslandi í leik þjóðanna 24. október síðastliðinn. Það var væntanlega síðasta landsliðsmark hennar sem Sophia Smith því hér eftir verður hún Sophia Wilson. View this post on Instagram A post shared by Sophia Wilson (@sophsssmith) Bandaríski fótboltinn NFL Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Sú breyting kemur þó af góðu. Sophia Smith og NFL leikmaðurinn Michael Wilson sögðu frá því að samfélagsmiðlum að þau væru búin að gifta sig. Sophia átti mjög gott ár í fyrra en hún varð fjórða í kjörinu um Gullknöttinn, Ballon d'Or Féminin, bestu knattspyrnukonu heims. Hún varð þar efst meðal bandarískra kvenna. Sophia og Michael hafa verið par lengi en þau kynntust þegar þau voru bæði við nám við Stanford háskóla. Sophia var valin í NWSL deildina árið 2020 en Michael var valinn í NFL deildina 2023. Þau eru bæði 24 ára. Sophia skrifaði undir brúðkaupsmyndina „The Wilsons“ og breytti einnig nafni sínu á samfélagsmiðlum sínum í Sophia Wilson. Sophia hefur skorað 24 mörk í 58 landsleikjum fyrir Bandaríkin og skoraði áður 21 mark í 25 leikjum fyrir tuttugu ára landsliðið. Hún hefur spilað allan atvinnumannaferil sinn með Portland Thorns og var með 12 mörk í 19 leikjum á síðasta tímabili. Hún var bandarískur meistari með liðinu 2022 og hafði einnig orðið háskólameistari með Stanford árið 2019. 24. og síðasta mark hennar kom einmitt á móti Íslandi í leik þjóðanna 24. október síðastliðinn. Það var væntanlega síðasta landsliðsmark hennar sem Sophia Smith því hér eftir verður hún Sophia Wilson. View this post on Instagram A post shared by Sophia Wilson (@sophsssmith)
Bandaríski fótboltinn NFL Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira