Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2025 07:00 Filip Glavas og Ivan Martinovic fögnuðu gríðarlega eins og aðrir Króatar eftir sigurmarkið í blálok leiksins við Ungverja í gær. Getty/Sanjin Strukic Darko Milinovic, bæjarstjóra Gospic í Króatíu, var ekki skemmt yfir þeirri ákvörðun alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að gefa Króötum ekki seinni leik kvöldsins á HM í handbolta í gær, þrátt fyrir að þeir væru gestgjafar. Hann ákvað að gefa bæjarbúum frí til að mæta á leikinn. Króatískir stuðningsmenn gætu hafa gert gæfumuninn í gær í ævintýralegri endurkomu Króata sem unnu Ungverja, 31-30, með marki á lokasekúndunni. Í 8-liða úrslitunum á HM eru spilaðir tveir leikir á dag og hófst leikur Króatíu og Ungverjalands klukkan 18 að staðartíma í Zagreb í gærkvöld. Frakkland og Egyptaland spiluðu svo seinni leikinn, sem hófst klukkan 21 að staðartíma, sem bæði er betri sjónvarpstími og hentar jafnan betur fyrir vinnandi fólk, sérstaklega þá sem búa ekki í króatísku höfuðborginni. Peningar réðu því að gestgjafarnir áttu ekki seinni leikinn, samkvæmt frétt 24 Sata í Króatíu, þar sem segir að franska sjónvarpið geti vegna sérsamninga við Sportfive, sem heldur utan um sýningarrétt frá mótinu, ráðið því hvenær Frakkar spili. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fagna.Getty/Sanjin Strukic Mæta þjóðinni sem réði leiktímanum Milinovic vildi ekki láta þessa ákvörðun spilla gleðinni og gerði sitt til þess að það yrði fullt hús á leiknum dramatíska við Ungverja. „Þeir breyttu tímasetningu leiksins við Ungverja frá 9 til 6. Það er talið að þeir sem ætli á leikinn muni eiga erfitt með að vera mættir klukkan sex og þurfi að hætta fyrr í vinnu. Bæjarstjórinn í Gospic vill senda skilaboð til IHF og Frakka sem settu fram þessar kröfur: Allir íbúar Gospic sem ætla á leikinn, og vinna hjá bænum eða fyrirtækjum hans, fá frídag á launum. Áfram Króatía!“ skrifaði Milinovic á Facebook. Nú er svo orðið ljóst að Frakkland og Króatía mætast í undanúrslitum annað kvöld, í lokaleiknum í Zagreb en hinn undanúrslitaleikurinn á mótinu, sem og leikirnir um gull og brons, fara fram í Bærum í Noregi. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Króatískir stuðningsmenn gætu hafa gert gæfumuninn í gær í ævintýralegri endurkomu Króata sem unnu Ungverja, 31-30, með marki á lokasekúndunni. Í 8-liða úrslitunum á HM eru spilaðir tveir leikir á dag og hófst leikur Króatíu og Ungverjalands klukkan 18 að staðartíma í Zagreb í gærkvöld. Frakkland og Egyptaland spiluðu svo seinni leikinn, sem hófst klukkan 21 að staðartíma, sem bæði er betri sjónvarpstími og hentar jafnan betur fyrir vinnandi fólk, sérstaklega þá sem búa ekki í króatísku höfuðborginni. Peningar réðu því að gestgjafarnir áttu ekki seinni leikinn, samkvæmt frétt 24 Sata í Króatíu, þar sem segir að franska sjónvarpið geti vegna sérsamninga við Sportfive, sem heldur utan um sýningarrétt frá mótinu, ráðið því hvenær Frakkar spili. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fagna.Getty/Sanjin Strukic Mæta þjóðinni sem réði leiktímanum Milinovic vildi ekki láta þessa ákvörðun spilla gleðinni og gerði sitt til þess að það yrði fullt hús á leiknum dramatíska við Ungverja. „Þeir breyttu tímasetningu leiksins við Ungverja frá 9 til 6. Það er talið að þeir sem ætli á leikinn muni eiga erfitt með að vera mættir klukkan sex og þurfi að hætta fyrr í vinnu. Bæjarstjórinn í Gospic vill senda skilaboð til IHF og Frakka sem settu fram þessar kröfur: Allir íbúar Gospic sem ætla á leikinn, og vinna hjá bænum eða fyrirtækjum hans, fá frídag á launum. Áfram Króatía!“ skrifaði Milinovic á Facebook. Nú er svo orðið ljóst að Frakkland og Króatía mætast í undanúrslitum annað kvöld, í lokaleiknum í Zagreb en hinn undanúrslitaleikurinn á mótinu, sem og leikirnir um gull og brons, fara fram í Bærum í Noregi.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34