Margir af bestu fótboltamönnum Íslands hafa stigið sín fyrstu skref á Norðurálsmótinu sem hefur verið haldið á hverju sumri síðan 1985.
Mótið er núna fyrir 7. og 8. flokk drengja og 7. flokk stúlkna. Metfjöldi tók þátt á mótinu í fyrra þegar um 2.500 fótboltastrákar og -stelpur kepptu sín á milli á Akranesi.
Norðurálsmótið í ár verður það stærsta frá upphafi en búist er við 2.800 þátttekendum á því.
Í tilefni af því gerði ÍA skemmtilegt myndband þar sem fótboltakrakkar leika listir sínar. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Eins og síðustu ár sýnir Stöð 2 Sport sérstakan þátt um Norðurálsmótið en hann er hluti af Sumarmótunum vinsælu.