Mikilvægi þess að eiga hetjur Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 29. janúar 2025 07:01 Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar. Hápunktur kvöldsins var þegar Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi með glæsilegu hlaupi, aðeins átta dögum eftir að hann setti nýtt met í 3.000 metra hlaupi. Þetta var ekki bara stór stund fyrir Baldvin heldur fyrir hreyfinguna alla. Á meðan á hlaupinu stóð mátti sjá hvernig gamlar frjálsíþróttakempur lifðu sig inn í augnablikið og strax eftir hlaupið flykktust ungir iðkendur að hetjunni sinni til að fá myndir og eiginhandaáritanir. Afrek sem þessi í glæsilegri umgjörð á Íslandi gefur allri íþróttahreyfingunni kraft og hvatningu til að halda áfram því óeigingjarna eldhugastarfi sem hreyfingin á Íslandi byggir á. Afreksstarf og grasrótarstarf ganga hönd í hönd þar sem stuðningur við grasrótina og barna- og unglingastarf skapar grunninn fyrir afreksmenn framtíðarinnar sem verða fyrirmyndir fyrir fjöldann. Við viljum öll að börnin okkar nái árangri í lífinu, hreyfi sig, stundi útivist og séu virk félagslega. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf snýst ekki bara um að efla líkamlegt heilbrigði heldur stuðlar þátttaka í íþróttastarfi einnig að sterkari sjálfsmynd, betri námsárangri og heilsu og hefur mikið forvarnagildi. Til að stuðla að þátttöku og jákvæðum áhrifum íþrótta á börnin okkar er mikilvægt að þau eigi góðar fyrirmyndir í öflugu afreksfólki, þjálfurum og okkur foreldrunum. Það er því til mikils að vinna að stjórnvöld stuðli að öflugri umgjörð fyrir íþróttahreyfinguna út um allt land. Öflug aðstaða og fagleg þjálfun skipta höfuðmáli þegar kemur að því að virkja börn og ungmenni til þátttöku eins lengi og hægt er á sama tíma og afreksfólkið okkar fær tækifæri til að ná eins langt og hægt er. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Íþróttir barna Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar. Hápunktur kvöldsins var þegar Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi með glæsilegu hlaupi, aðeins átta dögum eftir að hann setti nýtt met í 3.000 metra hlaupi. Þetta var ekki bara stór stund fyrir Baldvin heldur fyrir hreyfinguna alla. Á meðan á hlaupinu stóð mátti sjá hvernig gamlar frjálsíþróttakempur lifðu sig inn í augnablikið og strax eftir hlaupið flykktust ungir iðkendur að hetjunni sinni til að fá myndir og eiginhandaáritanir. Afrek sem þessi í glæsilegri umgjörð á Íslandi gefur allri íþróttahreyfingunni kraft og hvatningu til að halda áfram því óeigingjarna eldhugastarfi sem hreyfingin á Íslandi byggir á. Afreksstarf og grasrótarstarf ganga hönd í hönd þar sem stuðningur við grasrótina og barna- og unglingastarf skapar grunninn fyrir afreksmenn framtíðarinnar sem verða fyrirmyndir fyrir fjöldann. Við viljum öll að börnin okkar nái árangri í lífinu, hreyfi sig, stundi útivist og séu virk félagslega. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf snýst ekki bara um að efla líkamlegt heilbrigði heldur stuðlar þátttaka í íþróttastarfi einnig að sterkari sjálfsmynd, betri námsárangri og heilsu og hefur mikið forvarnagildi. Til að stuðla að þátttöku og jákvæðum áhrifum íþrótta á börnin okkar er mikilvægt að þau eigi góðar fyrirmyndir í öflugu afreksfólki, þjálfurum og okkur foreldrunum. Það er því til mikils að vinna að stjórnvöld stuðli að öflugri umgjörð fyrir íþróttahreyfinguna út um allt land. Öflug aðstaða og fagleg þjálfun skipta höfuðmáli þegar kemur að því að virkja börn og ungmenni til þátttöku eins lengi og hægt er á sama tíma og afreksfólkið okkar fær tækifæri til að ná eins langt og hægt er. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun