Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 09:31 Þarf íslenska liðið að spila hraðari bolta? Tölfræðin sýnir að Ísland var í hópi þeirra þjóða sem náðu fæstum sóknum að meðaltali í leik. Vísir/Vlhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta sat eftir í milliriðlum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir fimm sigra í sex leikjum. Nú leita margir skýringa og tölfræðin gefur vissulega ákveðna mynd. Það er þó sérstaklega einn tölfræðilisti sem er meira sláandi en hinir. Alþjóða handboltasambandið tekur saman ítarlega tölfræði á mótinu og meðal annars eru taldar sóknir allra liðanna. Þar kemur íslenska liðið ekki vel út þegar litið er á fjölda sókna. Í tölfræði IHF eru aðeins tvær þjóðir sem hafa spilað hægari bolta til þessa í mótinu, það er eru með færri sóknir að meðaltali í leik. Íslenska landsliðið er nefnilega í 30. sæti af 32 liðum yfir flestar sóknir að meðaltali í leik. Íslenska liðið spilaði 318 sóknir í leikjunum sex eða 53 að meðaltali í leik. Austurríkismenn spiluðu 51,3 sóknir í leik og neðstir eru Tékkar með 50,5 sóknir að meðaltali í leik. Það var vissulega spilað frekar hægt í riðli Íslands því Króatar eru í 26. sæti, Slóvenar í 28. sæti og Egyptar eru í sæti á undan Íslandi, í 29. sætinu. Íslenska liðið spilaði samt hægast af þeim öllum. Gínea er í efsta sætinu með 60,3 sóknir í leik en af þeim þjóðum sem voru í keppni um sæti í átta liða úrslitunum eru Portúgalar efstir með 58,7 sóknir í leik. Á eftir þeim komu síðan Svíar, Frakkar og Danir. Aðalástæðan fyrir því hversu sláandi þessi tölfræði er má rekja til hvernig þjálfari Snorri Steinn Guðjónsson var með Val. Valslðið keyrði nefnilega upp hraðann í sínum leikjum eins og enginn væri morgundagurinn. Það breyttist heldur ekki þegar liðið mætti á stóra sviðið í Evrópudeildinni. Hann hélt áfram að keyra á mótherjana. Þegar Snorri tók við íslenska landsliðinu þá talaði hann líka um að losa handbremsuna. Íslenska liðið spilaði hraðan handbolta í fyrstu leikjunum undir hans stjórn en síðan er eins og það hafi smá saman hægt og hægst á liðinu. Hvort þetta sé komið til að vera verður að koma í ljós en það vantaði bara svo ofboðslega lítið upp á að íslenska liðið færi lengra í keppninni. Hér fyrir neðan má sjá allan listann hjá IHF. IHF HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Alþjóða handboltasambandið tekur saman ítarlega tölfræði á mótinu og meðal annars eru taldar sóknir allra liðanna. Þar kemur íslenska liðið ekki vel út þegar litið er á fjölda sókna. Í tölfræði IHF eru aðeins tvær þjóðir sem hafa spilað hægari bolta til þessa í mótinu, það er eru með færri sóknir að meðaltali í leik. Íslenska landsliðið er nefnilega í 30. sæti af 32 liðum yfir flestar sóknir að meðaltali í leik. Íslenska liðið spilaði 318 sóknir í leikjunum sex eða 53 að meðaltali í leik. Austurríkismenn spiluðu 51,3 sóknir í leik og neðstir eru Tékkar með 50,5 sóknir að meðaltali í leik. Það var vissulega spilað frekar hægt í riðli Íslands því Króatar eru í 26. sæti, Slóvenar í 28. sæti og Egyptar eru í sæti á undan Íslandi, í 29. sætinu. Íslenska liðið spilaði samt hægast af þeim öllum. Gínea er í efsta sætinu með 60,3 sóknir í leik en af þeim þjóðum sem voru í keppni um sæti í átta liða úrslitunum eru Portúgalar efstir með 58,7 sóknir í leik. Á eftir þeim komu síðan Svíar, Frakkar og Danir. Aðalástæðan fyrir því hversu sláandi þessi tölfræði er má rekja til hvernig þjálfari Snorri Steinn Guðjónsson var með Val. Valslðið keyrði nefnilega upp hraðann í sínum leikjum eins og enginn væri morgundagurinn. Það breyttist heldur ekki þegar liðið mætti á stóra sviðið í Evrópudeildinni. Hann hélt áfram að keyra á mótherjana. Þegar Snorri tók við íslenska landsliðinu þá talaði hann líka um að losa handbremsuna. Íslenska liðið spilaði hraðan handbolta í fyrstu leikjunum undir hans stjórn en síðan er eins og það hafi smá saman hægt og hægst á liðinu. Hvort þetta sé komið til að vera verður að koma í ljós en það vantaði bara svo ofboðslega lítið upp á að íslenska liðið færi lengra í keppninni. Hér fyrir neðan má sjá allan listann hjá IHF. IHF
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira