Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 08:33 Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik á HM 2025. En það tap reyndist rándýrt. vísir/vilhelm Ísland er eina liðið sem hefur setið eftir þrátt fyrir að hafa fengið átta stig í milliriðli eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp á HM í handbolta karla. Fá alþjóðasambönd í íþróttum virðast hafa meira yndi af því að hræra í mótafyrirkomulaginu á HM og IHF, Alþjóða handknattleikssambandið. Frá því liðum var fjölgað úr 24 í 32 á HM 2021 hefur mótafyrirkomulagið verið eins, það er á þremur mótum í röð; á HM 2021, 2023 og 2025 sem enn stendur yfir. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin fara áfram í milliriðla en liðin í 4. sæti riðlanna átta fara í Forsetabikarinn. Liðin sem komast upp úr riðlunum taka með sér stigin gegn liðunum sem fylgdu þeim áfram og spila svo þrjá leiki í milliriðli. Þeir eru fjórir talsins og tvö efstu liðin í þeim komast í átta liða úrslit. Hassan Moustafa og félagar hjá IHF eru ófeimnir við að krukka í fyrirkomulaginu á HM.getty/Jan Woitas Í þeim tólf milliriðlum sem hefur verið spilað í frá HM 2021 hafa átta stig alltaf dugað til að komast í átta liða úrslit, nema hjá Íslandi í ár. Sem kunnugt er enduðu Króatar, Egyptar og Íslendingar allir með átta stig í milliriðli 4. Íslenska liðið sat hins vegar eftir sökum lökustu markatölunnar í innbyrðis viðureignum. Sex marka tapið gegn Króatíu, sem var jafnframt eina tap Íslands á mótinu, reyndist rándýrt. Til að auka enn á svekkelsið hafa lið komist áfram með sjö og jafnvel sex stig síðan nýja fyrirkomulagið var tekið upp fyrir fjórum árum. Á HM 2023 komst Ungverjaland til að mynda áfram með sex stig. Ísland fékk einnig sex stig en Ungverjaland vann leik liðanna í riðlakeppninni og endaði þar af leiðandi ofar. Katar komst einnig áfram með sex stig á HM 2021 og Egyptaland með sjö stig á sama móti. Ungverjar nýta stigin sín vel á HM ef svo má segja.getty/Vjeran Zganec Rogulja Ungverjar komust einnig áfram í ár með sjö stig en þeir hefðu orðið mótherjar Íslendinga í átta liða úrslitum ef okkar menn hefðu fengið stig gegn Króötum eða tapað með minna en þriggja marka mun fyrir þeim. Eða ef Slóvenar hefðu krækt í stig gegn Króötum í gær og rétt Íslendingum þar með hjálparhönd. Ísland endaði í 9. sæti á HM. Liðið var til að mynda ofar en Noregur (10.), Slóvenía (13.), Svíþjóð (14.) og Spánn (18.). Íslendingar hafa ekki endað ofar á heimsmeistaramóti síðan 2011 þegar 6. sætið var niðurstaðan. Keppni í átta liða úrslitum á HM hefst í dag. Þá mætast Króatía og Ungverjaland annars vegar og Frakkland og Egyptaland hins vegar. Á morgun eigast svo heimsmeistarar Danmerkur og Brasilía við og Portúgal og Þýskaland. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. 27. janúar 2025 13:02 Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03 HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01 Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31 HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. 27. janúar 2025 08:03 Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Fá alþjóðasambönd í íþróttum virðast hafa meira yndi af því að hræra í mótafyrirkomulaginu á HM og IHF, Alþjóða handknattleikssambandið. Frá því liðum var fjölgað úr 24 í 32 á HM 2021 hefur mótafyrirkomulagið verið eins, það er á þremur mótum í röð; á HM 2021, 2023 og 2025 sem enn stendur yfir. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin fara áfram í milliriðla en liðin í 4. sæti riðlanna átta fara í Forsetabikarinn. Liðin sem komast upp úr riðlunum taka með sér stigin gegn liðunum sem fylgdu þeim áfram og spila svo þrjá leiki í milliriðli. Þeir eru fjórir talsins og tvö efstu liðin í þeim komast í átta liða úrslit. Hassan Moustafa og félagar hjá IHF eru ófeimnir við að krukka í fyrirkomulaginu á HM.getty/Jan Woitas Í þeim tólf milliriðlum sem hefur verið spilað í frá HM 2021 hafa átta stig alltaf dugað til að komast í átta liða úrslit, nema hjá Íslandi í ár. Sem kunnugt er enduðu Króatar, Egyptar og Íslendingar allir með átta stig í milliriðli 4. Íslenska liðið sat hins vegar eftir sökum lökustu markatölunnar í innbyrðis viðureignum. Sex marka tapið gegn Króatíu, sem var jafnframt eina tap Íslands á mótinu, reyndist rándýrt. Til að auka enn á svekkelsið hafa lið komist áfram með sjö og jafnvel sex stig síðan nýja fyrirkomulagið var tekið upp fyrir fjórum árum. Á HM 2023 komst Ungverjaland til að mynda áfram með sex stig. Ísland fékk einnig sex stig en Ungverjaland vann leik liðanna í riðlakeppninni og endaði þar af leiðandi ofar. Katar komst einnig áfram með sex stig á HM 2021 og Egyptaland með sjö stig á sama móti. Ungverjar nýta stigin sín vel á HM ef svo má segja.getty/Vjeran Zganec Rogulja Ungverjar komust einnig áfram í ár með sjö stig en þeir hefðu orðið mótherjar Íslendinga í átta liða úrslitum ef okkar menn hefðu fengið stig gegn Króötum eða tapað með minna en þriggja marka mun fyrir þeim. Eða ef Slóvenar hefðu krækt í stig gegn Króötum í gær og rétt Íslendingum þar með hjálparhönd. Ísland endaði í 9. sæti á HM. Liðið var til að mynda ofar en Noregur (10.), Slóvenía (13.), Svíþjóð (14.) og Spánn (18.). Íslendingar hafa ekki endað ofar á heimsmeistaramóti síðan 2011 þegar 6. sætið var niðurstaðan. Keppni í átta liða úrslitum á HM hefst í dag. Þá mætast Króatía og Ungverjaland annars vegar og Frakkland og Egyptaland hins vegar. Á morgun eigast svo heimsmeistarar Danmerkur og Brasilía við og Portúgal og Þýskaland.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. 27. janúar 2025 13:02 Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03 HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01 Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31 HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. 27. janúar 2025 08:03 Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. 27. janúar 2025 13:02
Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03
HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01
Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31
HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. 27. janúar 2025 08:03
Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17
Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31