Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar 27. janúar 2025 14:31 Á Íslandi er haldið úti gífurlega stórum og valdamiklum sérhagsmunaiðnaði sem valdhafar þurfa að taka tillit til, en jafnframt gæta sín á. Og almenningur átta sig á. Það er í engu óeðlilegt að atvinnurekendur í hinu ýmsu geirum bindist samtökum til að gæta að sérhagsmunum sínum. Sveinn Ásgeirsson, fyrsti formaður Neytendasamtakanna, komst þannig að orði í útvarpserindi árið 1952: „Það er auðveldara að stofna félag pylsugerðarmanna en félag manna sem eta pylsur. Það er fljótlegra að hóa þeim saman en hinum síðarnefndu. Mönnum finnst að sjálfsögðu eðlilegra, að þeir sem hafi pylsugerð að atvinnu myndi með sér samtök, þar sem gera megi aftur á móti ráð fyrir að hinir hafi það ekki að atvinnu að eta pylsur. En það eru ekki sams konar störf út af fyrir sig, sem skipa mönnum saman, heldur fyrst og fremst sameiginlegir hagsmunir.“ Hagsmunir hverra? Togstreita sérhagsmuna og almannahagsmuna er ekki óeðlileg, og hugsanlega nauðsynleg fyrir heilbrigt lýðræðislegt samfélag. En, það er mikilvægt að tryggja að almannahagsmunir fái nægilegt vægi til að stuðla að velferð allra, ekki aðeins fárra; að jafnvel smávægilegir hagsmunir mikils fjölda fólks séu ekki fótum troðnir af mjög ríkum sérhagsmunum fárra. Þannig þarf almenningur sanngjarna umgjörð laga og reglna. Við viljum að vörur standist kröfur og séu öruggar, við viljum fá réttar upplýsingar og að fyrirtæki beri ábyrgð á vörum sínum og þjónustu. Sem dæmi um togstreitu, eða jafnvel átök sér- og almannahagsmuna, má nefna hagsmunabaráttu tóbaksiðnaðarins, sem leyndi upplýsingum um skaðsemi reykinga í áratugi. Annað dæmi er barátta efnaiðnaðarins sem í áratugi fékk að setja ný efni á markað án þess að áhrif þeirra á heilsu og lífríki lægi fyrir. Í dag mætti taka til samfélagsmiðlafyrirtækin sem hafa á undanförnum árum verð dæmd í tugmilljarðasektir fyrir misnotkun á persónuupplýsingum. Sterkir almannahagmunaverðir sem starfa óskiptir að hagsmunum allra neytenda eru eitt öflugasta baráttutæki fyrir auknu jafnræði, raunverulegri frjálsri samkeppni, heilbrigðum viðskiptaháttum og nýtni í ríkisrekstri. En það hallar á þá hvort sem litið er til fjölda eða fjárstyrks. Hagsmunaverðir Á vef Stjórnarráðs Íslands er að finna lista yfir hagsmunaverði, 27 félagasamtök sem leitast við að hafa áhrif á störf stjórnvalda í atvinnuskyni. Yfirgnæfandi meirihluti eða 21 gæta sérhagsmuna fyrirtækja og atvinnugreina, fjögur félög gæta hagsmuna skilgreindra notenda heilbrigðiskerfisins og ungmenna. Aðeins tveir hagsmunaverðir gæta hagsmuna alls almennings: Hagsmunasamtök heimilanna, sem gæta einkum hagsmuna neytenda á fjármálamarkaði og Neytendasamtökin sem standa vörð um réttindi allra neytenda og efla hag þeirra á öllum sviðum. Með einföldun má segja að 21 hagsmunaverðir standi vörð um sérhagsmuni fyrirtækja og tveir verðir séu fyrir á breiðu sviði almannahagsmuna. Afl sérhagsmuna Sérhagsmunaiðnaðurinn eru félagasamtök fyrirtækja og þurfa því ekki að opinbera reikninga sína. En samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa sérhagsmunaöflin yfir að ráða 188 manns í vinnu, en samanborið telur launaskrá almannahagsmunavarðanna tveggja 7,5 starfsmann. Sérhagsmunaöflin greiddu starfsfólki sínu yfir 2,2 milljarða í laun í fyrra, en almannafélögin tvö innan við 75 milljónir. Leiða má líkum að velta sérhagsmunaaflanna með launatengdum gjöldum, leigu og aðkeyptri þjónustu nemi fast að fimm milljörðum. Þannig eru sérhagsmunaverðir um tólf sinnum fleiri en almannahagsmunaverðirnir og fá 29 sinnum meira í laun. Neytendur borga svo rekstrarkostnað sérhagsmunaiðnaðarins á endanum í hærra verði vöru og þjónustu. Afl og áhrif sérhagsmunaiðnaðarins eru mikið, og þau hafa sumir sérhagsmunaverðir gortað sig af því að stjórnvöld samþykktu nær allar tillögur sínar. Nýlega hafa þau verið staðin að því að umskrifa frumvörp til laga á Alþingi, jafnvel svo að dómstólar hafi gert þau afturreka. Þegar svo er komið má velta fyrir sér hvort sérhagsmunaaðilar taki ákvarðanir í stað stjórnvalda, sem aftur komi í veg fyrir lýðræðislega umræðu um efnið. Það væri varhugavert bergmál frá því fyrir um 20 árum. Gætum jafnræðis og jafnvægis Stjórnvöld þurfa að gæta jafnræðis þegar kemur að vörðum sérhagsmuna og almannahagsmuna. Þó sérhagsmunaöflin hafi úr mun meiru að spila og það kunni að heyrast hærra í þeim, þá þarf að hlúa að og hlusta þeim mun betur eftir almannahagsmunaöflunum. Frjáls félagasamtök svo sem umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og samtök neytenda eru ómissandi til að sporna við þrýstingi sérhagsmunaaflanna og veita þeim og stjórnvöldum aðhald. Sérhagsmunir og almannahagsmunir eru ólíkir pólar sem togast á. Finna þarf leiðir til að tryggja jafnvægi milli þeirra svo almannahagsmunir fái nægilegt vægi til að stuðla að velferð allra, ekki aðeins fárra. Öll, hvort sem við tilheyrum hópi pulsugerðarmanna eða þeirra sem þær eta, erum við munstruð um borð í sömu þjóðarskútuna og fleira sem við eigum sameiginlegt, en skilur okkur að. Því er mikilvægt að lyfta röddum almannahagsmuna upp svo þær heyrist og gæta þess að hlusta á þær, í það minnsta til jafns við raddir sérhagsmuna. Þannig leiðréttum við hagsmunahallann. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er haldið úti gífurlega stórum og valdamiklum sérhagsmunaiðnaði sem valdhafar þurfa að taka tillit til, en jafnframt gæta sín á. Og almenningur átta sig á. Það er í engu óeðlilegt að atvinnurekendur í hinu ýmsu geirum bindist samtökum til að gæta að sérhagsmunum sínum. Sveinn Ásgeirsson, fyrsti formaður Neytendasamtakanna, komst þannig að orði í útvarpserindi árið 1952: „Það er auðveldara að stofna félag pylsugerðarmanna en félag manna sem eta pylsur. Það er fljótlegra að hóa þeim saman en hinum síðarnefndu. Mönnum finnst að sjálfsögðu eðlilegra, að þeir sem hafi pylsugerð að atvinnu myndi með sér samtök, þar sem gera megi aftur á móti ráð fyrir að hinir hafi það ekki að atvinnu að eta pylsur. En það eru ekki sams konar störf út af fyrir sig, sem skipa mönnum saman, heldur fyrst og fremst sameiginlegir hagsmunir.“ Hagsmunir hverra? Togstreita sérhagsmuna og almannahagsmuna er ekki óeðlileg, og hugsanlega nauðsynleg fyrir heilbrigt lýðræðislegt samfélag. En, það er mikilvægt að tryggja að almannahagsmunir fái nægilegt vægi til að stuðla að velferð allra, ekki aðeins fárra; að jafnvel smávægilegir hagsmunir mikils fjölda fólks séu ekki fótum troðnir af mjög ríkum sérhagsmunum fárra. Þannig þarf almenningur sanngjarna umgjörð laga og reglna. Við viljum að vörur standist kröfur og séu öruggar, við viljum fá réttar upplýsingar og að fyrirtæki beri ábyrgð á vörum sínum og þjónustu. Sem dæmi um togstreitu, eða jafnvel átök sér- og almannahagsmuna, má nefna hagsmunabaráttu tóbaksiðnaðarins, sem leyndi upplýsingum um skaðsemi reykinga í áratugi. Annað dæmi er barátta efnaiðnaðarins sem í áratugi fékk að setja ný efni á markað án þess að áhrif þeirra á heilsu og lífríki lægi fyrir. Í dag mætti taka til samfélagsmiðlafyrirtækin sem hafa á undanförnum árum verð dæmd í tugmilljarðasektir fyrir misnotkun á persónuupplýsingum. Sterkir almannahagmunaverðir sem starfa óskiptir að hagsmunum allra neytenda eru eitt öflugasta baráttutæki fyrir auknu jafnræði, raunverulegri frjálsri samkeppni, heilbrigðum viðskiptaháttum og nýtni í ríkisrekstri. En það hallar á þá hvort sem litið er til fjölda eða fjárstyrks. Hagsmunaverðir Á vef Stjórnarráðs Íslands er að finna lista yfir hagsmunaverði, 27 félagasamtök sem leitast við að hafa áhrif á störf stjórnvalda í atvinnuskyni. Yfirgnæfandi meirihluti eða 21 gæta sérhagsmuna fyrirtækja og atvinnugreina, fjögur félög gæta hagsmuna skilgreindra notenda heilbrigðiskerfisins og ungmenna. Aðeins tveir hagsmunaverðir gæta hagsmuna alls almennings: Hagsmunasamtök heimilanna, sem gæta einkum hagsmuna neytenda á fjármálamarkaði og Neytendasamtökin sem standa vörð um réttindi allra neytenda og efla hag þeirra á öllum sviðum. Með einföldun má segja að 21 hagsmunaverðir standi vörð um sérhagsmuni fyrirtækja og tveir verðir séu fyrir á breiðu sviði almannahagsmuna. Afl sérhagsmuna Sérhagsmunaiðnaðurinn eru félagasamtök fyrirtækja og þurfa því ekki að opinbera reikninga sína. En samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa sérhagsmunaöflin yfir að ráða 188 manns í vinnu, en samanborið telur launaskrá almannahagsmunavarðanna tveggja 7,5 starfsmann. Sérhagsmunaöflin greiddu starfsfólki sínu yfir 2,2 milljarða í laun í fyrra, en almannafélögin tvö innan við 75 milljónir. Leiða má líkum að velta sérhagsmunaaflanna með launatengdum gjöldum, leigu og aðkeyptri þjónustu nemi fast að fimm milljörðum. Þannig eru sérhagsmunaverðir um tólf sinnum fleiri en almannahagsmunaverðirnir og fá 29 sinnum meira í laun. Neytendur borga svo rekstrarkostnað sérhagsmunaiðnaðarins á endanum í hærra verði vöru og þjónustu. Afl og áhrif sérhagsmunaiðnaðarins eru mikið, og þau hafa sumir sérhagsmunaverðir gortað sig af því að stjórnvöld samþykktu nær allar tillögur sínar. Nýlega hafa þau verið staðin að því að umskrifa frumvörp til laga á Alþingi, jafnvel svo að dómstólar hafi gert þau afturreka. Þegar svo er komið má velta fyrir sér hvort sérhagsmunaaðilar taki ákvarðanir í stað stjórnvalda, sem aftur komi í veg fyrir lýðræðislega umræðu um efnið. Það væri varhugavert bergmál frá því fyrir um 20 árum. Gætum jafnræðis og jafnvægis Stjórnvöld þurfa að gæta jafnræðis þegar kemur að vörðum sérhagsmuna og almannahagsmuna. Þó sérhagsmunaöflin hafi úr mun meiru að spila og það kunni að heyrast hærra í þeim, þá þarf að hlúa að og hlusta þeim mun betur eftir almannahagsmunaöflunum. Frjáls félagasamtök svo sem umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og samtök neytenda eru ómissandi til að sporna við þrýstingi sérhagsmunaaflanna og veita þeim og stjórnvöldum aðhald. Sérhagsmunir og almannahagsmunir eru ólíkir pólar sem togast á. Finna þarf leiðir til að tryggja jafnvægi milli þeirra svo almannahagsmunir fái nægilegt vægi til að stuðla að velferð allra, ekki aðeins fárra. Öll, hvort sem við tilheyrum hópi pulsugerðarmanna eða þeirra sem þær eta, erum við munstruð um borð í sömu þjóðarskútuna og fleira sem við eigum sameiginlegt, en skilur okkur að. Því er mikilvægt að lyfta röddum almannahagsmuna upp svo þær heyrist og gæta þess að hlusta á þær, í það minnsta til jafns við raddir sérhagsmuna. Þannig leiðréttum við hagsmunahallann. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun