Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar 27. janúar 2025 10:02 Félag atvinnurekenda (FA) hefur svarað ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunasamtökum um sparnað og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Félagið hefur lagt fram sextán sparnaðartillögur, en þar á meðal eru tillögur um lykilaðgerðir í starfsmannamálum ríkisins, sem eru forsenda langtímahagræðingar. Fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir FA 2023, sýndi að opinberum starfsmönnum hefði á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega 20%, á sama tíma og fólki á almennum vinnumarkaði fjölgaði um 3%. Fjölgunin var mest í opinberri stjórnsýslu, eða um 60% á sex árum. Umfang hins opinbera á vinnumarkaðnum er með því mesta sem gerist innan OECD. Að mati FA er full ástæða til að staldra við og setja stopp á nýráðningar innan stjórnsýslunnar nema í sérstökum undantekningartilvikum, því að fjölgunin virðist stjórnlaus. Það getur ekki talist eðlilegt að störfum á vegum hins opinbera fjölgi hraðar en á einkamarkaðnum. Kjör opinberra starfsmanna og samanburður við einkamarkaðinn Í ofangreindri skýrslu Intellecon var sýnt fram á að á undanförnum árum hefur launamunur milli opinberrar stjórnsýslu og einkamarkaðarins nánast horfið. Launakostnaður á hverja vinnustund í opinberri stjórnsýslu hefur farið mjög hækkandi, mun meira en á almenna markaðnum. Um leið njóta opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram starfsfólk á almennum vinnumarkaði, s.s. styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Ekki eingöngu eru þessi sérréttindi opinberra starfsmanna til kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur heldur gera þau einkafyrirtækjum torvelt fyrir að keppa við stjórnsýsluna um sérhæft starfsfólk, einkum sérfræðinga og stjórnendur. FA telur ótækt að hið opinbera leiði launa- og kjaraþróun í landinu, eins og gerðist með kjarasamningum árið 2014, þar sem samið var um langtum meiri hækkanir en á almennum markaði, og í samningunum 2019 þegar opinberir starfsmenn fengu miklu ríflegri styttingu vinnuviku en starfsfólk á almennum markaði, undir því falska flaggi að verið væri að gera sambærilegar breytingar og í lífskjarasamningunum á almenna markaðnum. Að mati FA er ekki hægt að láta undan kröfum samtaka opinberra starfsmanna um launahækkanir umfram það sem gerist á almenna markaðnum nema um leið séu sérréttindi þeirra leiðrétt. Breytingar á starfsmannalögum FA telur algjört lykilatriði, til þess að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu og sparnað í rekstri ríkisins verði að veruleika, að gerðar verði breytingar á lögunum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Afnema verður þau sérréttindi, sem þar eru lögfest, ekki síst uppsagnarverndina sem felst í því að opinberum starfsmanni verði ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu vegna slælegrar frammistöðu í starfi. Ítrekað hefur komið fram í könnunum á meðal forstöðumanna ríkisstofnana að þeir telja starfsmannalögin standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Í ljósi þess að kjör starfsmanna ríkisins eru orðin sambærileg eða betri en á einkamarkaði og lífeyrisréttindi samræmd til framtíðar er fullkomin tímaskekkja að viðhalda tvískiptum vinnumarkaði að þessu leyti. Jafnframt er ástæða til að skoða hvort það fyrirkomulag eigi áfram að gilda að ákvarðanir um ráðningar og starfslok hjá ríkinu séu stjórnvaldsákvarðanir og falli þannig undir stjórnsýslulög, eða hvort almenna vinnumarkaðslöggjöfin skuli gilda. Ef ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að breyta starfsmannalögunum og afnema sérréttindi opinberra starfsmanna verður lítið úr hagræðingaráformum hennar. Sameining og fækkun stofnana FA fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og fækkun stofnana. Félagið leggur til að því vinnulagi verði breytt að stofnanir séu sameinaðar án þess að störfum og stöðugildum sé fækkað, nema þá helst í yfirstjórn. Það á ekki að vera markmið við sameiningu stofnana að vernda störf ríkisstarfsmanna, heldur þvert á móti að með fækkun og sameiningu stofnana verði hægt að vinna verkefnin með minni mannskap. FA varar við flutningi stofnana á milli landshluta án þess að fyrir liggi faglegt og óháð mat á kostnaði og ávinningi. Sporin hræða í því efni, til dæmis hreppaflutningar Fiskistofu. Kostnaðar- og ábatamat ætti jafnframt að framkvæma á því fyrirkomulagi að reka stofnanir á mörgum stöðum í þágu byggðastefnu. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur svarað ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunasamtökum um sparnað og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Félagið hefur lagt fram sextán sparnaðartillögur, en þar á meðal eru tillögur um lykilaðgerðir í starfsmannamálum ríkisins, sem eru forsenda langtímahagræðingar. Fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir FA 2023, sýndi að opinberum starfsmönnum hefði á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega 20%, á sama tíma og fólki á almennum vinnumarkaði fjölgaði um 3%. Fjölgunin var mest í opinberri stjórnsýslu, eða um 60% á sex árum. Umfang hins opinbera á vinnumarkaðnum er með því mesta sem gerist innan OECD. Að mati FA er full ástæða til að staldra við og setja stopp á nýráðningar innan stjórnsýslunnar nema í sérstökum undantekningartilvikum, því að fjölgunin virðist stjórnlaus. Það getur ekki talist eðlilegt að störfum á vegum hins opinbera fjölgi hraðar en á einkamarkaðnum. Kjör opinberra starfsmanna og samanburður við einkamarkaðinn Í ofangreindri skýrslu Intellecon var sýnt fram á að á undanförnum árum hefur launamunur milli opinberrar stjórnsýslu og einkamarkaðarins nánast horfið. Launakostnaður á hverja vinnustund í opinberri stjórnsýslu hefur farið mjög hækkandi, mun meira en á almenna markaðnum. Um leið njóta opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram starfsfólk á almennum vinnumarkaði, s.s. styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Ekki eingöngu eru þessi sérréttindi opinberra starfsmanna til kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur heldur gera þau einkafyrirtækjum torvelt fyrir að keppa við stjórnsýsluna um sérhæft starfsfólk, einkum sérfræðinga og stjórnendur. FA telur ótækt að hið opinbera leiði launa- og kjaraþróun í landinu, eins og gerðist með kjarasamningum árið 2014, þar sem samið var um langtum meiri hækkanir en á almennum markaði, og í samningunum 2019 þegar opinberir starfsmenn fengu miklu ríflegri styttingu vinnuviku en starfsfólk á almennum markaði, undir því falska flaggi að verið væri að gera sambærilegar breytingar og í lífskjarasamningunum á almenna markaðnum. Að mati FA er ekki hægt að láta undan kröfum samtaka opinberra starfsmanna um launahækkanir umfram það sem gerist á almenna markaðnum nema um leið séu sérréttindi þeirra leiðrétt. Breytingar á starfsmannalögum FA telur algjört lykilatriði, til þess að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu og sparnað í rekstri ríkisins verði að veruleika, að gerðar verði breytingar á lögunum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Afnema verður þau sérréttindi, sem þar eru lögfest, ekki síst uppsagnarverndina sem felst í því að opinberum starfsmanni verði ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu vegna slælegrar frammistöðu í starfi. Ítrekað hefur komið fram í könnunum á meðal forstöðumanna ríkisstofnana að þeir telja starfsmannalögin standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Í ljósi þess að kjör starfsmanna ríkisins eru orðin sambærileg eða betri en á einkamarkaði og lífeyrisréttindi samræmd til framtíðar er fullkomin tímaskekkja að viðhalda tvískiptum vinnumarkaði að þessu leyti. Jafnframt er ástæða til að skoða hvort það fyrirkomulag eigi áfram að gilda að ákvarðanir um ráðningar og starfslok hjá ríkinu séu stjórnvaldsákvarðanir og falli þannig undir stjórnsýslulög, eða hvort almenna vinnumarkaðslöggjöfin skuli gilda. Ef ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að breyta starfsmannalögunum og afnema sérréttindi opinberra starfsmanna verður lítið úr hagræðingaráformum hennar. Sameining og fækkun stofnana FA fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og fækkun stofnana. Félagið leggur til að því vinnulagi verði breytt að stofnanir séu sameinaðar án þess að störfum og stöðugildum sé fækkað, nema þá helst í yfirstjórn. Það á ekki að vera markmið við sameiningu stofnana að vernda störf ríkisstarfsmanna, heldur þvert á móti að með fækkun og sameiningu stofnana verði hægt að vinna verkefnin með minni mannskap. FA varar við flutningi stofnana á milli landshluta án þess að fyrir liggi faglegt og óháð mat á kostnaði og ávinningi. Sporin hræða í því efni, til dæmis hreppaflutningar Fiskistofu. Kostnaðar- og ábatamat ætti jafnframt að framkvæma á því fyrirkomulagi að reka stofnanir á mörgum stöðum í þágu byggðastefnu. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun