Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 12:03 Viktor Gísli Hallgrímsson átti magnað heimsmeistaramót og er án vafa í hópi bestu markvarða mótsins. Vísir/Vilhelm Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. Íslenska liðið datt úr leik í gærkvöldi eftir að Króatar unnu Slóvena í lokaleik milliriðilsins. Íslenska liðið vann fimm af sex leikjum sínum en eina tapið kostaði liðið sæti í átta liða úrslitum. Vísir var með einkunnagjöf eftir alla sex leiki íslenska liðsins á mótinu og við höfum nú tekið saman meðaleinkunn okkar leikmanna á HM 2025. Við áttum einn leikmann í heimsklassa á mótinu. Á því er enginn vafi. Viktor Gísli Hallgrímsson endaði heimsmeistaramótið á einn einum stórleiknum og varð með hæstu meðaleinkunnina af strákunum okkar. Það sorglega við annars stöðuga frammistöðu Viktors Gísla voru þessar tíu hræðilegu mínútur í fyrri hálfleik á móti Króötum þar sem hann snerti ekki bolta. Króatar skorðu úr öllum sjö skotunum á hann og Snorri Steinn Guðjónsson setti hann á bekkinn. Það má deila um hvort hann hafi látið hann hvíla of lengi en Viktor kom mjög sterkur inn í seinni hálfleik. Það er ekki mikið hægt að finna að frammistöðu hans í hinum ellefu hálfleikjum mótsins. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson varð næsthæstur í einkunnargjöfinni en hann átti mjög flotta innkomu í þetta mót. Það sáu allir, og hann viðurkenndi það líka sjálfur, að hann hafi komið með öðru hugarfari inn í þetta mót. Hann skilaði leiðtogahlutverki sínu frábærlega á þeim mínútum sem hann spilaði. Góð mörk og fallegar stoðsendingar voru íslenska sóknarleiknum afar dýrmætar. Aron sýndi líka að að ef áhuginn er staðar hjá honum þá er þetta hlutverk sem hann getur skilað með glans næstu árin. Það var líka gaman að sjá frammistöðu hins unga Orra Freys Þorkelssonar í vinstra horninu á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en hann var þriðji hæstur í einkunnagjöfinni. Orri Freyr kláraði sín færi vel í næstum því öllum leikjunum og frammistaða hans skar sig úr meðal annarra hornamanna íslenska liðsins sem náðu sér ekki á strik. Í næstu sætum voru síðan menn sem voru með mikla ábyrgð á sínum herðum. Viggó Kristjánsson er þar fremstur en hann lék vel á báðum endum vallarins. Varnarmennirnir Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason deildu síðan fimmta sætinu en vörnin stóð oftast og féll með frammistöðu og samvinnu þeirra. Hér fyrir neðan má sjá meðaleinkunn þeirra nítján leikmanna sem spiluðu í búningi Íslands á heimsmeistaramótinu. Meðaleinkunn íslensku strákanna í leikjunum sex: 1. Viktor Gísli Hallgrímsson 4,67 2. Aron Pálmarsson 4,20 3. Orri Freyr Þorkelsson 4,17 4. Viggó Kristjánsson 4,00 5. Elvar Örn Jónsson 3,83 5. Ýmir Örn Gíslason 3,83 7. Janus Daði Smárason 3,67 8. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3,50 8. Einar Þorsteinn Ólafsson 3,50 10. Óðinn Þór Ríkharðsson 3,00 10. Bjarki Már Elísson 3,00 10. Elliði Snær Viðarsson 3,00 10. Stiven Tobar Valencia 3,00 14. Sigvaldi Guðjónsson 2,75 15. Þorsteinn Leó Gunnarsson 2,67 15. Haukur Þrastarson 2,67 17. Sveinn Jóhannsson 2,50 18. Teitur Örn Einarsson 2,33 19. Björgvin Páll Gústavsson 2,00 HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Ísland vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í lokaleik sínum í milliriðli 4 á HM í handbolta. Margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í leiknum. 26. janúar 2025 16:41 Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á HM á íslenska karlalandsliðið í handbolta allt í einu litla möguleika á að komast í átta liða úrslit eftir stórt tap fyrir Króatíu, 32-26, í Arena Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:55 Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Íslendingar stigu stórt skref í átt að átta liða úrslitunum á HM í handbolta karla með sigri á Egyptum, 24-27, í milliriðli 4. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu stórvel í kvöld og nokkrir voru í heimklassa. 22. janúar 2025 22:03 Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. 20. janúar 2025 21:59 Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42 Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Íslenska liðið datt úr leik í gærkvöldi eftir að Króatar unnu Slóvena í lokaleik milliriðilsins. Íslenska liðið vann fimm af sex leikjum sínum en eina tapið kostaði liðið sæti í átta liða úrslitum. Vísir var með einkunnagjöf eftir alla sex leiki íslenska liðsins á mótinu og við höfum nú tekið saman meðaleinkunn okkar leikmanna á HM 2025. Við áttum einn leikmann í heimsklassa á mótinu. Á því er enginn vafi. Viktor Gísli Hallgrímsson endaði heimsmeistaramótið á einn einum stórleiknum og varð með hæstu meðaleinkunnina af strákunum okkar. Það sorglega við annars stöðuga frammistöðu Viktors Gísla voru þessar tíu hræðilegu mínútur í fyrri hálfleik á móti Króötum þar sem hann snerti ekki bolta. Króatar skorðu úr öllum sjö skotunum á hann og Snorri Steinn Guðjónsson setti hann á bekkinn. Það má deila um hvort hann hafi látið hann hvíla of lengi en Viktor kom mjög sterkur inn í seinni hálfleik. Það er ekki mikið hægt að finna að frammistöðu hans í hinum ellefu hálfleikjum mótsins. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson varð næsthæstur í einkunnargjöfinni en hann átti mjög flotta innkomu í þetta mót. Það sáu allir, og hann viðurkenndi það líka sjálfur, að hann hafi komið með öðru hugarfari inn í þetta mót. Hann skilaði leiðtogahlutverki sínu frábærlega á þeim mínútum sem hann spilaði. Góð mörk og fallegar stoðsendingar voru íslenska sóknarleiknum afar dýrmætar. Aron sýndi líka að að ef áhuginn er staðar hjá honum þá er þetta hlutverk sem hann getur skilað með glans næstu árin. Það var líka gaman að sjá frammistöðu hins unga Orra Freys Þorkelssonar í vinstra horninu á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en hann var þriðji hæstur í einkunnagjöfinni. Orri Freyr kláraði sín færi vel í næstum því öllum leikjunum og frammistaða hans skar sig úr meðal annarra hornamanna íslenska liðsins sem náðu sér ekki á strik. Í næstu sætum voru síðan menn sem voru með mikla ábyrgð á sínum herðum. Viggó Kristjánsson er þar fremstur en hann lék vel á báðum endum vallarins. Varnarmennirnir Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason deildu síðan fimmta sætinu en vörnin stóð oftast og féll með frammistöðu og samvinnu þeirra. Hér fyrir neðan má sjá meðaleinkunn þeirra nítján leikmanna sem spiluðu í búningi Íslands á heimsmeistaramótinu. Meðaleinkunn íslensku strákanna í leikjunum sex: 1. Viktor Gísli Hallgrímsson 4,67 2. Aron Pálmarsson 4,20 3. Orri Freyr Þorkelsson 4,17 4. Viggó Kristjánsson 4,00 5. Elvar Örn Jónsson 3,83 5. Ýmir Örn Gíslason 3,83 7. Janus Daði Smárason 3,67 8. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3,50 8. Einar Þorsteinn Ólafsson 3,50 10. Óðinn Þór Ríkharðsson 3,00 10. Bjarki Már Elísson 3,00 10. Elliði Snær Viðarsson 3,00 10. Stiven Tobar Valencia 3,00 14. Sigvaldi Guðjónsson 2,75 15. Þorsteinn Leó Gunnarsson 2,67 15. Haukur Þrastarson 2,67 17. Sveinn Jóhannsson 2,50 18. Teitur Örn Einarsson 2,33 19. Björgvin Páll Gústavsson 2,00
Meðaleinkunn íslensku strákanna í leikjunum sex: 1. Viktor Gísli Hallgrímsson 4,67 2. Aron Pálmarsson 4,20 3. Orri Freyr Þorkelsson 4,17 4. Viggó Kristjánsson 4,00 5. Elvar Örn Jónsson 3,83 5. Ýmir Örn Gíslason 3,83 7. Janus Daði Smárason 3,67 8. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3,50 8. Einar Þorsteinn Ólafsson 3,50 10. Óðinn Þór Ríkharðsson 3,00 10. Bjarki Már Elísson 3,00 10. Elliði Snær Viðarsson 3,00 10. Stiven Tobar Valencia 3,00 14. Sigvaldi Guðjónsson 2,75 15. Þorsteinn Leó Gunnarsson 2,67 15. Haukur Þrastarson 2,67 17. Sveinn Jóhannsson 2,50 18. Teitur Örn Einarsson 2,33 19. Björgvin Páll Gústavsson 2,00
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Ísland vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í lokaleik sínum í milliriðli 4 á HM í handbolta. Margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í leiknum. 26. janúar 2025 16:41 Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á HM á íslenska karlalandsliðið í handbolta allt í einu litla möguleika á að komast í átta liða úrslit eftir stórt tap fyrir Króatíu, 32-26, í Arena Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:55 Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Íslendingar stigu stórt skref í átt að átta liða úrslitunum á HM í handbolta karla með sigri á Egyptum, 24-27, í milliriðli 4. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu stórvel í kvöld og nokkrir voru í heimklassa. 22. janúar 2025 22:03 Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. 20. janúar 2025 21:59 Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42 Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Ísland vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í lokaleik sínum í milliriðli 4 á HM í handbolta. Margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í leiknum. 26. janúar 2025 16:41
Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á HM á íslenska karlalandsliðið í handbolta allt í einu litla möguleika á að komast í átta liða úrslit eftir stórt tap fyrir Króatíu, 32-26, í Arena Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:55
Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Íslendingar stigu stórt skref í átt að átta liða úrslitunum á HM í handbolta karla með sigri á Egyptum, 24-27, í milliriðli 4. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu stórvel í kvöld og nokkrir voru í heimklassa. 22. janúar 2025 22:03
Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. 20. janúar 2025 21:59
Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42
Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46