Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 09:31 Aron Pálmarsson hughreystir hér Viktor Gísla Hallgrímsson eftir leikinn í gær. Viktor Gísli var frábær á þessu móti. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? Níunda sætið er niðurstaðan eftir grátlegan endir þar sem einn skelfilegur hálfleikur á móti Króatíu réði öðru fremur örlögum íslenska liðsins. Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita hver sé framtíðarsýn sérfræðinganna Einars Jónssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar varðandi íslenska landsliðið. Þeir nefndu líka nokkra leikmenn sem eru að banka á landsliðsdyrnar. „Hvernig leggst framtíðin í ykkur strákar? Það má alveg gera ráð fyrir því að Aron Pálmarsson verði áfram með okkur. Það er spurning með Björgvin Pál og hvort hann sé áfram í landsliðinu. Aðrir verða bara. Þeir eru á þeim aldri að þeir verða bara áfram,“ sagði Stefán Árni. Þriðji marvörður „Framtíðin leggst mjög vel í mig. Við þurfum að taka inn þriðja markmann. Það má vel vera að Bjöggi verði bara áfram þarna og hann er næstbesti markvörðurinn okkar í dag. Ég held að við þurfum að huga að því að finna einhvern sem getur tekið við þessu hlutverki,“ sagði Einar. „Ég vil sjá smá breytingar. Bara aðeins að poppa þetta upp. Fá ný andlit inn í þetta og aðeins að þrýsta á menn. Þessi kjarni sem er þarna og þeir sem hafa verið að spila vel verða þarna áfram. Bara flottir og allt það,“ sagði Einar. Vantar eitthvað krydd í þetta „Það vantar eitthvað krydd í þetta og þá fyrst og fremst sóknarlega. Þessir leikmenn eru búnir að fá þrjú, fjögur, fimm mót. Einhvern veginn stöndum við alltaf upp með það að Aron sé bestur,“ sagði Einar. „'Hvaða leikmenn eru að banka á dyrnar,“ spurði Stefán Árni. „Ég segi alltaf Reynir Stefánsson,“ sagði Einar en hann þjálfar þann efnilega strák hjá Fram. „Andri Már [Rúnarsson] í Leipzig gæti verið svona power-player sem við gætum notað,“ sagði Ásgeir Örn. „Andri, Reynir, Birgir Steinn [Jónsson í Aftureldingu] er ógeðslega flottur. Skarpi [Skarphéðinn Ívar Einarsson] er búinn að vera geggjaður hjá þér [Ásgeir þjálfar Hauka] fyrri hluta tímabilsins. Þetta eru strákar sem eru í 21 árs landsliðinu hjá okkur,“ sagði Einar. „Þetta eru svona leikmenn sem þú getur fengið tíu mörk frá. Einhver sem er með Aroni,“ sagði Einar. „Þetta eru líka leikmenn sem spila vörn líka,“ sagði Ásgeir. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar „Þeir geta allir spilað vörn og þetta eru gaurar sem geta lyft sér upp og skotið á markið. Þeir eru með góð gólfskot. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar. Við erum með nóg af leikmönnum sem geta fintað og eitthvað svona,“ sagði Einar. „Það má ekki misskilja mig. Mér finnst allir þessir strákar í þessu liði í dag góðir á sinn hátt. Þetta eru frábærir handboltamenn enda að spila í toppklassa liðum,“ sagði Einar. „Við þurfum að hugsa líka hvernig okkar blanda þarf að vera í landsliðinu,“ sagði Einar. Það má hlusta á þessar vangaveltur og fleiri í þættinum sem má finna allan hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Níunda sætið er niðurstaðan eftir grátlegan endir þar sem einn skelfilegur hálfleikur á móti Króatíu réði öðru fremur örlögum íslenska liðsins. Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita hver sé framtíðarsýn sérfræðinganna Einars Jónssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar varðandi íslenska landsliðið. Þeir nefndu líka nokkra leikmenn sem eru að banka á landsliðsdyrnar. „Hvernig leggst framtíðin í ykkur strákar? Það má alveg gera ráð fyrir því að Aron Pálmarsson verði áfram með okkur. Það er spurning með Björgvin Pál og hvort hann sé áfram í landsliðinu. Aðrir verða bara. Þeir eru á þeim aldri að þeir verða bara áfram,“ sagði Stefán Árni. Þriðji marvörður „Framtíðin leggst mjög vel í mig. Við þurfum að taka inn þriðja markmann. Það má vel vera að Bjöggi verði bara áfram þarna og hann er næstbesti markvörðurinn okkar í dag. Ég held að við þurfum að huga að því að finna einhvern sem getur tekið við þessu hlutverki,“ sagði Einar. „Ég vil sjá smá breytingar. Bara aðeins að poppa þetta upp. Fá ný andlit inn í þetta og aðeins að þrýsta á menn. Þessi kjarni sem er þarna og þeir sem hafa verið að spila vel verða þarna áfram. Bara flottir og allt það,“ sagði Einar. Vantar eitthvað krydd í þetta „Það vantar eitthvað krydd í þetta og þá fyrst og fremst sóknarlega. Þessir leikmenn eru búnir að fá þrjú, fjögur, fimm mót. Einhvern veginn stöndum við alltaf upp með það að Aron sé bestur,“ sagði Einar. „'Hvaða leikmenn eru að banka á dyrnar,“ spurði Stefán Árni. „Ég segi alltaf Reynir Stefánsson,“ sagði Einar en hann þjálfar þann efnilega strák hjá Fram. „Andri Már [Rúnarsson] í Leipzig gæti verið svona power-player sem við gætum notað,“ sagði Ásgeir Örn. „Andri, Reynir, Birgir Steinn [Jónsson í Aftureldingu] er ógeðslega flottur. Skarpi [Skarphéðinn Ívar Einarsson] er búinn að vera geggjaður hjá þér [Ásgeir þjálfar Hauka] fyrri hluta tímabilsins. Þetta eru strákar sem eru í 21 árs landsliðinu hjá okkur,“ sagði Einar. „Þetta eru svona leikmenn sem þú getur fengið tíu mörk frá. Einhver sem er með Aroni,“ sagði Einar. „Þetta eru líka leikmenn sem spila vörn líka,“ sagði Ásgeir. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar „Þeir geta allir spilað vörn og þetta eru gaurar sem geta lyft sér upp og skotið á markið. Þeir eru með góð gólfskot. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar. Við erum með nóg af leikmönnum sem geta fintað og eitthvað svona,“ sagði Einar. „Það má ekki misskilja mig. Mér finnst allir þessir strákar í þessu liði í dag góðir á sinn hátt. Þetta eru frábærir handboltamenn enda að spila í toppklassa liðum,“ sagði Einar. „Við þurfum að hugsa líka hvernig okkar blanda þarf að vera í landsliðinu,“ sagði Einar. Það má hlusta á þessar vangaveltur og fleiri í þættinum sem má finna allan hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira