Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 07:21 Travis Kelce fagnar sigri Kansas City Chiefs í nótt með kærustu sinni Taylor Swift. Getty/Jamie Squire Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár en liðin unnu úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs á því möguleika á að vinna NFL titilinn þriðja árið í röð, fyrst allra liða í sögunni. Það var mikill munur á leikjunum í nótt. Chiefs vann 32-29 sigur á Buffalo Bills í mjög spennandi úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hafði Philadelphia Eagles mikla yfirburði og vann 55-23 sigur á Washington Commanders. Chiefs hefur unnuð síðustu tvo Super Bowl leiki en þetta er í fyrsta sinn sem lið vinnur tvö ár í röð og kemst í úrslitaleikinn árið eftir. Buffalo Bulls hefur aftur á móti núna tapað fjórum sinnum fyrir Chiefs í úrslitakeppninni frá árinu 2021. Grátleg niðurstaða fyrir Josh Allen og félaga. Þetta þýðir auðvitað að tónlistarkonan Taylor Swift verður á staðnum eftir tvær vikur þegar Super Bowl fer fram í New Orleans. Swift var á leiknum í gær og kyssti kærasta sinn Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs, fyrir framan myndavélarnar í leikslok. Svo stoltur „Ég er svo stoltur af liðsfélögum mínum að ég á erfitt með að finna réttu orðin. Þetta snýst ekki um einn leikmann eða nokkra leikmenn þetta snýst um allt liðið. Þetta er liðsleikur,“ sagði Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, eftir leikinn. Patrick Mahomes var enn á ný frábær með liði Kansas City Chiefs þegar allt var undir í úrslitakeppninni.Getty/Brooke Sutton Hann átti frábæran leik. Skoraði tvisvar sjálfur snertimark með því að hlaupa með boltann í markið en átti einnig eina snertimarkssendingu. Enn á ný stýrir hann liðinu frábærlega á úrslitastund. „Það er bara svo erfitt að komast í Super Bowl leikinn og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Að takast það aftur á Arrowhead leikvanginum var mjög sérstakt. Þú færð að taka við bikarnum [Fyrir sigur í Ameríkudeildinni] og horfir í kringum þig og það er ekki eitt laust sæti á vellinum,“ sagði Mahomes. Hlauparinn Saquon Barkley hefur átt magnað tímabil á sínu fyrsta ári með Philadelphia Eagles og er nú kominn alla leið í Super Bowl í fyrsta sinn á ferlinum.Getty/Sarah Stier Endurtekning á úrslitaleiknum 2023 Philadelphia Eagles tapaði fyrir Chiefs í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en fær nú tækifæri til að hefna. Ernirnir höfðu mikla yfirburði á móti Washington Commanders sem hafði óvænt komust svo langt. Hlauparinn Saquon Barkley átti enn einn stórleikinn og skoraði þrjú snertimörk í leiknum. Leikstjórnandinn Jalen Hurts var maðurinn á bak við fjögur snertimörk, sendi einu sinni á liðsfélaga sinn en hljóp líka þrisvar með boltann yfir línuna. NFL Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira
Það var mikill munur á leikjunum í nótt. Chiefs vann 32-29 sigur á Buffalo Bills í mjög spennandi úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hafði Philadelphia Eagles mikla yfirburði og vann 55-23 sigur á Washington Commanders. Chiefs hefur unnuð síðustu tvo Super Bowl leiki en þetta er í fyrsta sinn sem lið vinnur tvö ár í röð og kemst í úrslitaleikinn árið eftir. Buffalo Bulls hefur aftur á móti núna tapað fjórum sinnum fyrir Chiefs í úrslitakeppninni frá árinu 2021. Grátleg niðurstaða fyrir Josh Allen og félaga. Þetta þýðir auðvitað að tónlistarkonan Taylor Swift verður á staðnum eftir tvær vikur þegar Super Bowl fer fram í New Orleans. Swift var á leiknum í gær og kyssti kærasta sinn Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs, fyrir framan myndavélarnar í leikslok. Svo stoltur „Ég er svo stoltur af liðsfélögum mínum að ég á erfitt með að finna réttu orðin. Þetta snýst ekki um einn leikmann eða nokkra leikmenn þetta snýst um allt liðið. Þetta er liðsleikur,“ sagði Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, eftir leikinn. Patrick Mahomes var enn á ný frábær með liði Kansas City Chiefs þegar allt var undir í úrslitakeppninni.Getty/Brooke Sutton Hann átti frábæran leik. Skoraði tvisvar sjálfur snertimark með því að hlaupa með boltann í markið en átti einnig eina snertimarkssendingu. Enn á ný stýrir hann liðinu frábærlega á úrslitastund. „Það er bara svo erfitt að komast í Super Bowl leikinn og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Að takast það aftur á Arrowhead leikvanginum var mjög sérstakt. Þú færð að taka við bikarnum [Fyrir sigur í Ameríkudeildinni] og horfir í kringum þig og það er ekki eitt laust sæti á vellinum,“ sagði Mahomes. Hlauparinn Saquon Barkley hefur átt magnað tímabil á sínu fyrsta ári með Philadelphia Eagles og er nú kominn alla leið í Super Bowl í fyrsta sinn á ferlinum.Getty/Sarah Stier Endurtekning á úrslitaleiknum 2023 Philadelphia Eagles tapaði fyrir Chiefs í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en fær nú tækifæri til að hefna. Ernirnir höfðu mikla yfirburði á móti Washington Commanders sem hafði óvænt komust svo langt. Hlauparinn Saquon Barkley átti enn einn stórleikinn og skoraði þrjú snertimörk í leiknum. Leikstjórnandinn Jalen Hurts var maðurinn á bak við fjögur snertimörk, sendi einu sinni á liðsfélaga sinn en hljóp líka þrisvar með boltann yfir línuna.
NFL Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira