Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2025 22:31 Viktor Gísli var framúrskarandi á HM en því miður náði liðið ekki að nýta sér heimsklassaframmistöðu hans á mótinu. vísir/vilhelm Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. Þessi kjarni hefur nú verið lengi saman í liðinu og væntingarnar til þeirra undanfarin ár hafa verið miklar. Fyrir utan covid-mótið fáranlega árið 2022 þá hefur liðið ekki verið ofar en í ellefta sæti á stórmótum síðan 2020. Verkefnið að koma liðinu í hóp átta bestu liða heims gengur ekkert. Liðið klikkar á ögurstundu. Ítrekað! Hér í Zagreb var enn eitt dauðafærið að stimpla sig inn meðal þeirra bestu. Við vorum með besta markvörð mótsins, stórkostlega vörn, endurfæddan Aron Pálmarsson og endalausa hæfileika út um allt. Það dugði ekki til. Þegar á hólminn var komið höfðu menn ekki styrk til að klára verkefnið. Vandamálið er andlegt. Gæðin eru til staðar en hausinn fylgir ekki með. Þó svo liðið hafi spilað sex leiki á mótinu þá eru þetta í raun bara þrír alvöru leikir. Tveir þeirra unnust en þetta eina, vonda tap fellir liðið. Það er sárt. Upphafið að endanum kom í sigrinum gegn Egyptalandi. Þá héldu menn ekki haus í 60 mínútur og misstu forskotið niður í stað þess að vinna með 5-7 mörkum. Rándýrt! Króataleikurinn var svo auðvitað algjört gjaldþrot. Sóknarleikurinn hefur verið langt undir væntingum. Aron og Viggó flottir og Orri Freyr líka magnaður. Aðrir eiga inni. Sumir mjög mikið. Gísli Þorgeir er einn besti handboltamaður heims en var í miklu ströggli lungann af mótinu. Elvar Örn lofaði góðu í æfingaleikjunum en skilaði engu framlagi í sókninni á Zagreb. Janus Daði ætlar ekki að taka stóra skrefið með landsliðinu þrátt fyrir mikið traust og spiltíma. Hægri hornamennirnir áttu síðan algjört hauskúpumót og línumennirnir gripu á löngum köflum ekki bolta. Við höfum einfaldlega ekki efni á þessu. Fastlega var búist við því að Snorri Steinn myndi skipta mikið á mótinu. Nýta flesta menn en sú varð ekki raunin. Hann var íhaldssamur. Viggó spilaði allt of mikið því Snorri virðist ekki hafa neina trú á Teiti. Af hverju skipti hann honum þá bara ekki út? Það var mikið kallað eftir Hauki Þrastarsyni sem fékk ótrúlega fá tækifæri. Þegar tækifærið kom gegn Argentínu gat hann ekkert þannig að kannski var hann ekki eins tilbúinn og margir héldu. Þorsteinn Leó átti að vera leynivopnið okkar en fékk aldrei alvöru tækifæri. Hann átti ekki góðar mínútur gegn Argentínu en það hefði verið gaman að sjá hvort hann hefði til að mynda breytt einhverju gegn Króatíu? Það hefði í það minnsta mátt reyna á það. Snorri Steinn fær hrós fyrir að mæta mótlætinu af auðmýkt. Játa mistök og líta í eigin barm. Þannig ná menn framförum. Þó svo þetta hafi endað svona þá glitti í að liðið væri að fara að taka stóra skrefið. Svo sprakk allt í andlitið á þeim. Fyrir síðustu tvö mót á undan þessu voru væntingarnar miklar til liðsins. Þessar væntingar höndlaði liðið ekki. Væntingarnar hjá þjóðinni voru minni núna en um leið og liðið fór á flug hrapaði það með látum. Endurtekið efni. Liðið hjakkar í sama farinu og það má kannski fara að spyrja að því hvort liðið sé einfaldlega ekki betra en þetta? Frábærir einstaklingar en liðið er því miður ekki nógu gott. Það sáust þó framfarir á þessu móti en betur má ef duga skal. Niðurstaðan er gríðarleg vonbrigði eftir að liðið hafði komist í dauðafæri til þess að komast í átta liða úrslit. Þessir leikmenn eiga að gera betur en þetta. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Þessi kjarni hefur nú verið lengi saman í liðinu og væntingarnar til þeirra undanfarin ár hafa verið miklar. Fyrir utan covid-mótið fáranlega árið 2022 þá hefur liðið ekki verið ofar en í ellefta sæti á stórmótum síðan 2020. Verkefnið að koma liðinu í hóp átta bestu liða heims gengur ekkert. Liðið klikkar á ögurstundu. Ítrekað! Hér í Zagreb var enn eitt dauðafærið að stimpla sig inn meðal þeirra bestu. Við vorum með besta markvörð mótsins, stórkostlega vörn, endurfæddan Aron Pálmarsson og endalausa hæfileika út um allt. Það dugði ekki til. Þegar á hólminn var komið höfðu menn ekki styrk til að klára verkefnið. Vandamálið er andlegt. Gæðin eru til staðar en hausinn fylgir ekki með. Þó svo liðið hafi spilað sex leiki á mótinu þá eru þetta í raun bara þrír alvöru leikir. Tveir þeirra unnust en þetta eina, vonda tap fellir liðið. Það er sárt. Upphafið að endanum kom í sigrinum gegn Egyptalandi. Þá héldu menn ekki haus í 60 mínútur og misstu forskotið niður í stað þess að vinna með 5-7 mörkum. Rándýrt! Króataleikurinn var svo auðvitað algjört gjaldþrot. Sóknarleikurinn hefur verið langt undir væntingum. Aron og Viggó flottir og Orri Freyr líka magnaður. Aðrir eiga inni. Sumir mjög mikið. Gísli Þorgeir er einn besti handboltamaður heims en var í miklu ströggli lungann af mótinu. Elvar Örn lofaði góðu í æfingaleikjunum en skilaði engu framlagi í sókninni á Zagreb. Janus Daði ætlar ekki að taka stóra skrefið með landsliðinu þrátt fyrir mikið traust og spiltíma. Hægri hornamennirnir áttu síðan algjört hauskúpumót og línumennirnir gripu á löngum köflum ekki bolta. Við höfum einfaldlega ekki efni á þessu. Fastlega var búist við því að Snorri Steinn myndi skipta mikið á mótinu. Nýta flesta menn en sú varð ekki raunin. Hann var íhaldssamur. Viggó spilaði allt of mikið því Snorri virðist ekki hafa neina trú á Teiti. Af hverju skipti hann honum þá bara ekki út? Það var mikið kallað eftir Hauki Þrastarsyni sem fékk ótrúlega fá tækifæri. Þegar tækifærið kom gegn Argentínu gat hann ekkert þannig að kannski var hann ekki eins tilbúinn og margir héldu. Þorsteinn Leó átti að vera leynivopnið okkar en fékk aldrei alvöru tækifæri. Hann átti ekki góðar mínútur gegn Argentínu en það hefði verið gaman að sjá hvort hann hefði til að mynda breytt einhverju gegn Króatíu? Það hefði í það minnsta mátt reyna á það. Snorri Steinn fær hrós fyrir að mæta mótlætinu af auðmýkt. Játa mistök og líta í eigin barm. Þannig ná menn framförum. Þó svo þetta hafi endað svona þá glitti í að liðið væri að fara að taka stóra skrefið. Svo sprakk allt í andlitið á þeim. Fyrir síðustu tvö mót á undan þessu voru væntingarnar miklar til liðsins. Þessar væntingar höndlaði liðið ekki. Væntingarnar hjá þjóðinni voru minni núna en um leið og liðið fór á flug hrapaði það með látum. Endurtekið efni. Liðið hjakkar í sama farinu og það má kannski fara að spyrja að því hvort liðið sé einfaldlega ekki betra en þetta? Frábærir einstaklingar en liðið er því miður ekki nógu gott. Það sáust þó framfarir á þessu móti en betur má ef duga skal. Niðurstaðan er gríðarleg vonbrigði eftir að liðið hafði komist í dauðafæri til þess að komast í átta liða úrslit. Þessir leikmenn eiga að gera betur en þetta.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira