Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 26. janúar 2025 20:05 Fátækt er eins og ryksuga sem fer um lífið þitt og sogar upp allan peninginn þinn, frítímann, sjálfstraustið og valfrelsið; getuna til að velja hvernig þú lifir lífinu. Þau sem hafa efni á því að kaupa margar íbúðir geta leyft sér að leigja þær út á hvaða verði sem þeim sýnist. Ef þú hefur ekki sömu eignastöðu, þá býrðu við minna húsnæðisöryggi, getur ekki búið í því hverfi eða á þeim stað sem þú myndir helst vilja búa og ert líklegri til að lifa í þröngbýli. Misskipting og ójöfnuður er það sem gefur fátæktarryksugunni kraft, kveikir á henni og knýr hana áfram til að fara inn í líf þeirra sem lítið eiga og soga það upp til handa þeim sem eiga mest. Því meiri misskipting, því hærri kraftur sem sogar upp áttatíu, jafnvel nítíu prósent af þinni mánaðarlegu innkomu í húsnæðiskostnað. Það er aldrei að vita hvar þetta endar, sogkrafturinn gæti tekið allar þínar tekjur á einu augabragði. Fátækt er eins og snjöll ryksuga sem kann að fara inn í alla króka og kima og finna leiðir til að sjúga meira úr þér þó ekkert sé eftir til að taka. Það gerir hún með álögum á fátæka; gjaldtöku fyrir það að búa við skort. Því það kostar nefnilega að fá aðgang að pening þegar þú átt engan, það kostar sitt að nota netgíró úti í búð, það kostar sitt að taka smálán og vextir af yfirdráttarheimildinni eru glæpsamlegir. Fátæktarryksugunni er alveg sama, tekur allt sem hægt er að taka, spýtir út úr sér innheimtubréfum og sogar á endanum til sín lánstraustinu og skellir þér á vanskilaskrá. Næringarríkur matur, menningarviðburðir, félagslíf og frítími er það sem sogast frá lífi þeirra sem búa við fátækt. Mantran um að við höfum öll sömu tuttugu og fjóra tímana til að gera það besta úr deginum á ekki við um þau sem þurfa að reiða sig á óáreiðanlegar, tímafrekar og vanfjármagnaðar almenningssamgöngur. Kvöldin sem tími slökunar og endurrnæringar eru það svo sannarlega hjá þeim sem greiða öðrum fyrir heimilisþrifin en það á ekki við um þau sem verja kvöldunum í þrifin í leit að aukatekjum. Sjálfstraustspeppandi er fátæktin ekki, sérstaklega þegar skilaboð samfélagsins eru þau að þú getir sjálfri þér um kennt fyrir þína örbirgð, hljótir að geta fundið fleiri tekjumöguleika, nú eða þrifið fleiri hús. Skömm er tilfinning sem fylgir gjarnan fátækt, að skammast sín fyrir þá stöðu að geta ekki gert eðlilega hluti. Líkt og þegar börn hika við að bjóða vinum í heimsókn vegna þröngbýlis og lélegra húsakynna. Slökkvum á þessari ömurlegu vél misskiptingar sem dregur lífsgæði og hamingju frá fólki. Ný ríkisstjórn ætlar að „stíga stór skref til að uppræta fátækt“ líkt og fjallað er um í stefnuyfirlýsingu Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ég bíð spennt eftir því að sjá slíkt verða að veruleika en á þó í erfiðleikum með að sjá hvernig slíkt gerist án þess að ætla að breyta kerfi sem gerir misskiptingu kleift að viðgangast; skattkerfi sem hyglir hátekjufólki en ræðst á lágtekjufólk, skattkerfi sem neitar að taka útsvar af fjármagnseigendum en skattleggur þá sem eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Ráðast þarf að rótum vandans til að uppræta fátækt og þar eru húsnæðismálin stór þáttur. Byggja þarf upp þannig að það verði frávik frekar en norm að fjárfestar og hagnaðardrifnir leigusalar safni til sín íbúðum og leigi út á okurverði. Höfundur er formaður kosningastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Fátækt er eins og ryksuga sem fer um lífið þitt og sogar upp allan peninginn þinn, frítímann, sjálfstraustið og valfrelsið; getuna til að velja hvernig þú lifir lífinu. Þau sem hafa efni á því að kaupa margar íbúðir geta leyft sér að leigja þær út á hvaða verði sem þeim sýnist. Ef þú hefur ekki sömu eignastöðu, þá býrðu við minna húsnæðisöryggi, getur ekki búið í því hverfi eða á þeim stað sem þú myndir helst vilja búa og ert líklegri til að lifa í þröngbýli. Misskipting og ójöfnuður er það sem gefur fátæktarryksugunni kraft, kveikir á henni og knýr hana áfram til að fara inn í líf þeirra sem lítið eiga og soga það upp til handa þeim sem eiga mest. Því meiri misskipting, því hærri kraftur sem sogar upp áttatíu, jafnvel nítíu prósent af þinni mánaðarlegu innkomu í húsnæðiskostnað. Það er aldrei að vita hvar þetta endar, sogkrafturinn gæti tekið allar þínar tekjur á einu augabragði. Fátækt er eins og snjöll ryksuga sem kann að fara inn í alla króka og kima og finna leiðir til að sjúga meira úr þér þó ekkert sé eftir til að taka. Það gerir hún með álögum á fátæka; gjaldtöku fyrir það að búa við skort. Því það kostar nefnilega að fá aðgang að pening þegar þú átt engan, það kostar sitt að nota netgíró úti í búð, það kostar sitt að taka smálán og vextir af yfirdráttarheimildinni eru glæpsamlegir. Fátæktarryksugunni er alveg sama, tekur allt sem hægt er að taka, spýtir út úr sér innheimtubréfum og sogar á endanum til sín lánstraustinu og skellir þér á vanskilaskrá. Næringarríkur matur, menningarviðburðir, félagslíf og frítími er það sem sogast frá lífi þeirra sem búa við fátækt. Mantran um að við höfum öll sömu tuttugu og fjóra tímana til að gera það besta úr deginum á ekki við um þau sem þurfa að reiða sig á óáreiðanlegar, tímafrekar og vanfjármagnaðar almenningssamgöngur. Kvöldin sem tími slökunar og endurrnæringar eru það svo sannarlega hjá þeim sem greiða öðrum fyrir heimilisþrifin en það á ekki við um þau sem verja kvöldunum í þrifin í leit að aukatekjum. Sjálfstraustspeppandi er fátæktin ekki, sérstaklega þegar skilaboð samfélagsins eru þau að þú getir sjálfri þér um kennt fyrir þína örbirgð, hljótir að geta fundið fleiri tekjumöguleika, nú eða þrifið fleiri hús. Skömm er tilfinning sem fylgir gjarnan fátækt, að skammast sín fyrir þá stöðu að geta ekki gert eðlilega hluti. Líkt og þegar börn hika við að bjóða vinum í heimsókn vegna þröngbýlis og lélegra húsakynna. Slökkvum á þessari ömurlegu vél misskiptingar sem dregur lífsgæði og hamingju frá fólki. Ný ríkisstjórn ætlar að „stíga stór skref til að uppræta fátækt“ líkt og fjallað er um í stefnuyfirlýsingu Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ég bíð spennt eftir því að sjá slíkt verða að veruleika en á þó í erfiðleikum með að sjá hvernig slíkt gerist án þess að ætla að breyta kerfi sem gerir misskiptingu kleift að viðgangast; skattkerfi sem hyglir hátekjufólki en ræðst á lágtekjufólk, skattkerfi sem neitar að taka útsvar af fjármagnseigendum en skattleggur þá sem eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Ráðast þarf að rótum vandans til að uppræta fátækt og þar eru húsnæðismálin stór þáttur. Byggja þarf upp þannig að það verði frávik frekar en norm að fjárfestar og hagnaðardrifnir leigusalar safni til sín íbúðum og leigi út á okurverði. Höfundur er formaður kosningastjórnar Sósíalistaflokksins.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun