Innlent

Vesturbæjarlaug lokað tíma­bundið vegna netbilunar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Pottarnir í Vesturbæjarlauginni eru sígildir.
Pottarnir í Vesturbæjarlauginni eru sígildir. Reykjavíkurborg

Vesturbæjarlaug hefur verið lokað tímabundið þar sem öryggisbúnaður virkar ekki vegna netbilunar. Ekki liggur fyrir hvenær laugin verður opnuð á ný.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar.

„Því miður þurfum við að loka lauginni tímabundið! Ekki er hægt að tryggja öryggi gesta þar sem öryggismyndavélar og annar búnaður virkar ekki vegna netbilunar,“segir í færslunni.

„Munum setja inn tilkynningu hér um leið og þetta kemst í lag og við getum opnað aftur,“ segir einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×