Leverkusen byrjaði vel og Patrik Schick kom þeim yfir eftir átján mínútur. Þegar 36 mínútur voru liðnar tvöfaldaði Aleix Garcia forystu gestanna. Florian Wirts var arkitektinn bakvið bæði mörkin.
Heimamenn í RB Leipzig létu þetta ekki slá sig út af laginu og minnkaði David Raum muninn áður en fyrri hálfleik var lokið. Staðan 1-2 þegar gengið var til búningsherbergja.
Heimamenn voru mikið meira með boltann í síðari hálfleik en það virtist sem gestirnir ætluðu að halda út. Allt kom þó fyrir ekki og þegar fimm mínútur voru eftir varð Edmond Tapsoba fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur.
We share the points in Leipzig.
— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) January 25, 2025
90+5' | 2-2 | #RBLB04 pic.twitter.com/emNixN81I6
Hvað Bayern varðar þá kom Harry Kane þeim yfir eftir undirbúning Eric Dier þegar stundarfjórðungur var liðin. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari tvöfaldaði Kim Min-Jae forystuna eftir sendingu Joshua Kimmich áður en Matthias Ginter minnkaði muninn. Nær komust heimamenn í Freiburg ekki og lauk leiknum með 2-1 útisigri Bayern.
➕3️⃣ Wir gewinnen gegen Freiburg! 👊 Wichtig!
— FC Bayern München (@FCBayern) January 25, 2025
🔴 #SCFFCB | 1-2 | 90' pic.twitter.com/glyRyK8vET
Bayern er á toppi deildarinnar með 48 stig að loknum 19 leikjum á meðan Leverkusen er með 42 stig í öðru sætinu eftir jafn marga leiki.