Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 10:29 Elliði Snær Viðarsson ræðir við Blaz Janc, fyrirliða Slóveníu. VÍSIR/VILHELM Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að Slóvenar mæti í sinn síðasta leik á HM í handbolta í kvöld án þess að leggja allt í sölurnar til þess að vinna nágranna sína í Króatíu. Þetta segir Blaz Janc, fyrirliði Slóvena og leikmaður Evrópumeistaraliðs Barcelona, og fleiri í slóvenska liðinu. Íslendingar og Slóvenar í Zagreb munu eflaust leggjast á eitt um að styðja Slóveníu til sigurs gegn Króatíu. Veðbankar telja Króata mun sigurstranglegri, eftir að þeir fóru illa með Ísland á föstudagskvöld og unnu 32-26 sigur, en Slóvenar, sem urðu í 6. sæti á EM fyrir ári síðan og komust í undanúrslit ÓL í París í fyrra, eru ekki hættir. Slóvenía á ekki lengur von um sæti í 8-liða úrslitum en ef liðið nær í stig gegn Króatíu í kvöld þá dugar Íslandi sigur gegn Argentínu í fyrsta leik dagsins, til að fylgja Egyptum í 8-liða úrslitin. Von Slóveníu um að komast í 8-liða úrslit hvarf með eins marks tapinu gegn Egyptalandi á föstudag, þar sem lokamark Slóvena fékk ekki að standa. „Það verður svo sannarlega erfitt að jafna sig á þessu tapi en við eigum El Clásico Balkanskagans fyrir höndum. Þó að þessi leikur geti ekki lengur tryggt okkur áfram í 8-liða úrslitin þá held ég að við þráum það allir að geta kvatt þetta mót með góðri frammistöðu,“ sagði Janc við Siol.net. „Við munum algjörlega leggja allt í sölurnar og ég get alveg lofað því að við munum berjast allt til enda. Það er ekkert sem toppar það að spila fyrir framan 15.000 áhorfendur við nágranna okkar í Króatíu, og við lofum að gefa okkur alla í þetta og halda fullkominni einbeitingu,“ sagði Janc. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands er þó ekki bjartsýnn á að fá hjálp. Ef að Ísland vinnur Argentínu, klukkan 14:30 í dag, kemst liðið í 8-liða úrslit ef annað hvort Grænhöfðaeyjar ná í stig gegn Egyptalandi eða Slóvenía í stig gegn Króatíu í seinni leikjum dagsins. Von Íslands ætti því að geta lifað fram á kvöld. „Gerum allt til að eyðileggja partýið“ Uros Zorman, þjálfari Slóvena, segir alla pressuna vera á Króötum. „Við búumst við fullri höll. Króatarnir verða undir pressu því þeir verða að vinna til að komast í 8-liða úrslitin. Við spilum upp á heiðurinn í þessum síðasta leik okkar á mótinu. Besta leiðin til að kveðja mót er að vinna, og ég er viss um að mínir menn gefa allt í þennan grannaslag sem er aldrei einhver venjulegur leikur,“ sagði Zorman. Miha Zarabec tók í sama streng: „Það vilja allir svona leiki og við gerum allt til að eyðileggja partýið hjá Króötum. Það er best að spila án pressu. Við verðum að njóta leiksins og hafa í huga að ef við eigum ekki skilið að spila í 8-liða úrslitum þá eigi þeir það ekki skilið heldur. Við hugsum bara um eitt, að skemma fyrir þeim eins og við getum,“ sagði Zarabec. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gengst við því að hafa gert mistök „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. 25. janúar 2025 13:13 HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Það voru þyngsli í HM í dag eftir slaka frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu sem fer að líkindum langt með að senda þá heim. 25. janúar 2025 11:03 Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Sjá meira
Þetta segir Blaz Janc, fyrirliði Slóvena og leikmaður Evrópumeistaraliðs Barcelona, og fleiri í slóvenska liðinu. Íslendingar og Slóvenar í Zagreb munu eflaust leggjast á eitt um að styðja Slóveníu til sigurs gegn Króatíu. Veðbankar telja Króata mun sigurstranglegri, eftir að þeir fóru illa með Ísland á föstudagskvöld og unnu 32-26 sigur, en Slóvenar, sem urðu í 6. sæti á EM fyrir ári síðan og komust í undanúrslit ÓL í París í fyrra, eru ekki hættir. Slóvenía á ekki lengur von um sæti í 8-liða úrslitum en ef liðið nær í stig gegn Króatíu í kvöld þá dugar Íslandi sigur gegn Argentínu í fyrsta leik dagsins, til að fylgja Egyptum í 8-liða úrslitin. Von Slóveníu um að komast í 8-liða úrslit hvarf með eins marks tapinu gegn Egyptalandi á föstudag, þar sem lokamark Slóvena fékk ekki að standa. „Það verður svo sannarlega erfitt að jafna sig á þessu tapi en við eigum El Clásico Balkanskagans fyrir höndum. Þó að þessi leikur geti ekki lengur tryggt okkur áfram í 8-liða úrslitin þá held ég að við þráum það allir að geta kvatt þetta mót með góðri frammistöðu,“ sagði Janc við Siol.net. „Við munum algjörlega leggja allt í sölurnar og ég get alveg lofað því að við munum berjast allt til enda. Það er ekkert sem toppar það að spila fyrir framan 15.000 áhorfendur við nágranna okkar í Króatíu, og við lofum að gefa okkur alla í þetta og halda fullkominni einbeitingu,“ sagði Janc. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands er þó ekki bjartsýnn á að fá hjálp. Ef að Ísland vinnur Argentínu, klukkan 14:30 í dag, kemst liðið í 8-liða úrslit ef annað hvort Grænhöfðaeyjar ná í stig gegn Egyptalandi eða Slóvenía í stig gegn Króatíu í seinni leikjum dagsins. Von Íslands ætti því að geta lifað fram á kvöld. „Gerum allt til að eyðileggja partýið“ Uros Zorman, þjálfari Slóvena, segir alla pressuna vera á Króötum. „Við búumst við fullri höll. Króatarnir verða undir pressu því þeir verða að vinna til að komast í 8-liða úrslitin. Við spilum upp á heiðurinn í þessum síðasta leik okkar á mótinu. Besta leiðin til að kveðja mót er að vinna, og ég er viss um að mínir menn gefa allt í þennan grannaslag sem er aldrei einhver venjulegur leikur,“ sagði Zorman. Miha Zarabec tók í sama streng: „Það vilja allir svona leiki og við gerum allt til að eyðileggja partýið hjá Króötum. Það er best að spila án pressu. Við verðum að njóta leiksins og hafa í huga að ef við eigum ekki skilið að spila í 8-liða úrslitum þá eigi þeir það ekki skilið heldur. Við hugsum bara um eitt, að skemma fyrir þeim eins og við getum,“ sagði Zarabec.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gengst við því að hafa gert mistök „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. 25. janúar 2025 13:13 HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Það voru þyngsli í HM í dag eftir slaka frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu sem fer að líkindum langt með að senda þá heim. 25. janúar 2025 11:03 Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Sjá meira
Gengst við því að hafa gert mistök „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. 25. janúar 2025 13:13
HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Það voru þyngsli í HM í dag eftir slaka frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu sem fer að líkindum langt með að senda þá heim. 25. janúar 2025 11:03
Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06
Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16