Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 25. janúar 2025 00:01 Við erum flest sammála um að börn og velferð þeirra sé aðalatriði í samfélaginu. Skólakerfið á að sinna börnum vel, styðja við þroska þeirra og farsæld og færa þeim góða og gilda menntun í grunnfögum ásamt menntun í takt við grunnstoðir námskráa. Fyrir þá sem ekki vita eru grunnþættir námskráa skólakerfisins sex: Læsi, Jafnrétti, Heilbrigði og velferð, Lýðræði og Mannréttindi, Sköpun og Sjálfbærni. Börn eru alls konar, dásamleg og mismunandi og hafa alls konar eiginleika og kosti. Þau glíma líka mörg við margskonar vanda og áskoranir. Það er ljóst að í almennu skólakerfið í dag, skóla án aðgreiningar, eru kennarar að fást við fjölbreyttari áskoranir en kollegar þeirra 1980 eða 1950. Samt hefur bekkjarstærðin haldist óbreytt í allan þennan tíma. Er það eðlilegt og gagnlegt? Ef við værum með einhverja starfskrafta sem framleiddu ákveðna vöru 1980 og ættu að framleiða eða skera út 20 stykki á klukkutíma en árið 2020 þyrftu þeir líka að mála vöruna, pakka henni og fylgja henni eftir í sölu og enn væri ætlast til 20 á klukkutíma? Hvaða rugl er í gangi? Hvaða starfsstétt myndi sætta sig við að tvöfalda kröfurnar varðandi verkefnin en enn yrðu sömu kröfur um fjölda á klukkutíma? Kannski er þetta léleg samlíking og ég vil alls ekki líta á börn sem vörur þó svo að kapítalisminn og viðskiptaráð reyni að þröngva skólakerfinu inn í það box ítrekað. Og auðvitað þróast framleiðslutæknin og fjöldaframleiðsla vara eykst með aukinni tækni. Þannig virka hins vegar ekki manneskjur og við getum ekki sinnt tvöfalt fleiri verkefnum varðandi börn með sama fjölda nemenda og áður. Þetta eru kennarar hins vegar að kljást við og þeim gert að hlaupa tvöfalt hraðar fyrir sömu laun .Léleg laun miðað við annað fólk með sömu menntun sem vinnur á almennum markaði. Þetta hljómar ekkert mjög sexí. Fólk með mastersgráðu veltir fyrir sér hvort það eigi að fara út í kennslu og sætta sig við ómannúðlegar kröfur fyrir helmingi lægri laun en þau gætu aflað í annarri almennri vinnu með sömu menntun. Erum við að fá bestu kennarana þannig? Erum við kannski að missa af fullt af menntuðu og góðu fólki með ástríðu fyrir farsæld barna út í önnur störf vegna launa? Já, það erum við. Viljum við þannig samfélag? Viljum við að skólakerfið sé fullt af ómenntuðu fólki sem mögulega sættir sig við léleg laun í örfá ár en hverfa svo til annarra starfa? Ekki það að ómenntað fólk sé eitthvað lélegar manneskjur sem vilja börnum illt. Þau kannski eru samt ekkert endilega með ástríðu fyrir þessu starfi þó svo að mörg þeirra séu það auðvitað. En við þurfum frekar að bæta við menntun kennara. Bæta við nám um þroskafrávik, farsæld, geðheilsu, siðfræði ofl. Auðvitað viljum við bestu mögulega starfskrafta til að sinna menntun og þroska barna okkar. Þá þurfum við einfaldlega að borga þeim sambærileg laun og eru í öðrum störfum með sams konar menntun. Þannig fáum við besta fólkið. Ef þú vilt fá bestu mögulegu kennara fyrir barnið þitt þá gerir þú kröfur til stjórnvalda að þau borgi þeim sambærileg laun og gerast á almennum markaði. Ef samfélagið hefur kerfisbundið vanmetið starf kennara og þeir sem sinna barninu þínu búa við ómannúðlegar kröfur ættir þú að huga að því að stefna stjórnvöldum og krefja þau um annað gildismat. Þú ættir hins vegar ekki að stefna þeim sem vilja barninu þínu allt það besta og velja að mennta sig og starfa til að sinna því og mennta eftir bestu getu. Kennarar eru ekki ofurmannlegir og geta ekki sinnt starfi sálfræðings, þroskaþjálfa, talmeinafræðings og félagsráðgjafa með 25 nemendur í bekk. Við erum að gera kröfur um að skólakerfið verði líka heilbrigðiskerfi og að kennarar sinni miklu flóknari verkefnum á skítalaunum. Og ykkur dettur í hug að stefna þeim? Hvað er að frétta? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Við erum flest sammála um að börn og velferð þeirra sé aðalatriði í samfélaginu. Skólakerfið á að sinna börnum vel, styðja við þroska þeirra og farsæld og færa þeim góða og gilda menntun í grunnfögum ásamt menntun í takt við grunnstoðir námskráa. Fyrir þá sem ekki vita eru grunnþættir námskráa skólakerfisins sex: Læsi, Jafnrétti, Heilbrigði og velferð, Lýðræði og Mannréttindi, Sköpun og Sjálfbærni. Börn eru alls konar, dásamleg og mismunandi og hafa alls konar eiginleika og kosti. Þau glíma líka mörg við margskonar vanda og áskoranir. Það er ljóst að í almennu skólakerfið í dag, skóla án aðgreiningar, eru kennarar að fást við fjölbreyttari áskoranir en kollegar þeirra 1980 eða 1950. Samt hefur bekkjarstærðin haldist óbreytt í allan þennan tíma. Er það eðlilegt og gagnlegt? Ef við værum með einhverja starfskrafta sem framleiddu ákveðna vöru 1980 og ættu að framleiða eða skera út 20 stykki á klukkutíma en árið 2020 þyrftu þeir líka að mála vöruna, pakka henni og fylgja henni eftir í sölu og enn væri ætlast til 20 á klukkutíma? Hvaða rugl er í gangi? Hvaða starfsstétt myndi sætta sig við að tvöfalda kröfurnar varðandi verkefnin en enn yrðu sömu kröfur um fjölda á klukkutíma? Kannski er þetta léleg samlíking og ég vil alls ekki líta á börn sem vörur þó svo að kapítalisminn og viðskiptaráð reyni að þröngva skólakerfinu inn í það box ítrekað. Og auðvitað þróast framleiðslutæknin og fjöldaframleiðsla vara eykst með aukinni tækni. Þannig virka hins vegar ekki manneskjur og við getum ekki sinnt tvöfalt fleiri verkefnum varðandi börn með sama fjölda nemenda og áður. Þetta eru kennarar hins vegar að kljást við og þeim gert að hlaupa tvöfalt hraðar fyrir sömu laun .Léleg laun miðað við annað fólk með sömu menntun sem vinnur á almennum markaði. Þetta hljómar ekkert mjög sexí. Fólk með mastersgráðu veltir fyrir sér hvort það eigi að fara út í kennslu og sætta sig við ómannúðlegar kröfur fyrir helmingi lægri laun en þau gætu aflað í annarri almennri vinnu með sömu menntun. Erum við að fá bestu kennarana þannig? Erum við kannski að missa af fullt af menntuðu og góðu fólki með ástríðu fyrir farsæld barna út í önnur störf vegna launa? Já, það erum við. Viljum við þannig samfélag? Viljum við að skólakerfið sé fullt af ómenntuðu fólki sem mögulega sættir sig við léleg laun í örfá ár en hverfa svo til annarra starfa? Ekki það að ómenntað fólk sé eitthvað lélegar manneskjur sem vilja börnum illt. Þau kannski eru samt ekkert endilega með ástríðu fyrir þessu starfi þó svo að mörg þeirra séu það auðvitað. En við þurfum frekar að bæta við menntun kennara. Bæta við nám um þroskafrávik, farsæld, geðheilsu, siðfræði ofl. Auðvitað viljum við bestu mögulega starfskrafta til að sinna menntun og þroska barna okkar. Þá þurfum við einfaldlega að borga þeim sambærileg laun og eru í öðrum störfum með sams konar menntun. Þannig fáum við besta fólkið. Ef þú vilt fá bestu mögulegu kennara fyrir barnið þitt þá gerir þú kröfur til stjórnvalda að þau borgi þeim sambærileg laun og gerast á almennum markaði. Ef samfélagið hefur kerfisbundið vanmetið starf kennara og þeir sem sinna barninu þínu búa við ómannúðlegar kröfur ættir þú að huga að því að stefna stjórnvöldum og krefja þau um annað gildismat. Þú ættir hins vegar ekki að stefna þeim sem vilja barninu þínu allt það besta og velja að mennta sig og starfa til að sinna því og mennta eftir bestu getu. Kennarar eru ekki ofurmannlegir og geta ekki sinnt starfi sálfræðings, þroskaþjálfa, talmeinafræðings og félagsráðgjafa með 25 nemendur í bekk. Við erum að gera kröfur um að skólakerfið verði líka heilbrigðiskerfi og að kennarar sinni miklu flóknari verkefnum á skítalaunum. Og ykkur dettur í hug að stefna þeim? Hvað er að frétta? Höfundur er framhaldsskólakennari.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun