Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar 24. janúar 2025 23:32 Ég var að fletta gegnum facebook í gær og rakst þá á eitt af fjölmörgum nafnlausum innleggjum í einum af þeim hópum sem ég er meðlimur í. Málshefjandi valdi nafnleysi þar sem umræðuefnið var að hennar mati viðkvæmt, líklegt til að valda deilum og hún jafnvel dæmd fyrir innleggið. Þetta viðkvæma málefni snerist um af hverju kennarar ættu að fá svona mikla launahækkun þegar væri fullt af öðrum stéttum með svipaða menntun og ábyrgð og ekki svona há laun. Í eitt augnablik íhugaði ég að svara þeim rangfærslum sem komu þarna fram (vísað í tölu sem hvergi hefur verið sagt að sé í kröfugerð kennara og fullyrt um vinnutíma sem er mjög auðvelt að sjá að stenst ekki skoðun hafi viðkomandi smá áhuga á að kynna sér málið). Ég valdi að fara ekki í það samtal en ákvað þó að kíkja á þær athugasemdir sem voru skrifaðar við færsluna. Það kom mér á óvart, á jákvæðan hátt, að nánast allar athugasemdirnar voru til að verja kennara og hvetja til þess að kjör þeirra yrðu bætt. Kona eftir konu skrifaði um mikilvægi þess að hafa færa fagmenntaða kennara í skólunum, ábyrgðina sem starfinu fylgir og launakjörin sem fæla réttindakennara frá starfinu. Þegar ég kom að síðustu athugasemdinni áttaði ég mig á að ég var með tár í augunum af gleði. Ég sem var svo viss um það fyrirfram að ég væri að fara að lesa eitthvað yfirdrull hef sjaldan verið jafn glöð að hafa rangt fyrir mér. Það er samt eitthvað skakkt við það að kennarar setji sig í varnarstöðu áður en lesnar eru umfjallanir um starfið því fólk er orðið svo vant því að fá einhvern skít og leiðindi yfir sig. Ég er ekki að segja að kennarar séu yfir gagnrýni hafnir, það má alltaf benda á það sem betur má fara. En það hlýtur að segja sig sjálft að ef vinnutíminn væri svona ótrúlega frábær (vinna hálfan daginn, frí hálft árið), launin væru svona ansi hreint passleg og starfið svona æðislega auðveld, þægileg og kósý innivinna þá stæðum við ekki frammi fyrir þeim skorti á fagmenntuðum kennurum sem er staðreynd núna og í nánustu framtíð. Nú á vorönn tók ég að mér að vera leiðsagnarkennari kennaranema á lokaári. Þegar ég sagði frá þessu í kringum mig stóð ekki á viðbrögðum: ͖Vill hún alveg verða kennari?” ͖Veit hún hvað hún er að fara út í?” og svo framvegis. Þegar ég svo sagði frá því að viðkomandi væri með nokkurra ára reynslu úr skólakerfinu þá breyttist tónninn aðeins: ͖Já, þannig að hún veit hvað hún er að fara út í, það hlaut að vera!” Eins og einungis þau sem vita nákvæmlega hvað þau eru að fara út í gætu mögulega hugsað sér að fara í háskólanám til að sinna þessu starfi. Ég er ennþá á þeim stað að mig langar að fara í vinnuna á morgnana, mér þykir óendanlega vænt um börnin sem ég kenni og fátt veitir mér meiri gleði en að sjá framfarir hjá nemendum. Eftir að hafa sinnt stjórnunarstöðum innan míns skóla í nokkur ár fór ég aftur í kennslu því þar liggur hjartað. Ég vona að mér takist að smita þann áhuga í kennaranemann minn á þessari vorönn því við þurfum fleira fagmenntað fólk sem brennur fyrir þessu starfi. Mér hafa verið boðin ýmis önnur störf gegnum árin en ekkert sem hefur heillað nóg til að ég vilji skipta. Það veit hamingjan að launin eru ekki það sem heldur mér á þeim stað heldur nemendurnir. Ég veit hvað starfið mitt er mikils virði, það væri stórkostlegt ef stjórnvöld sæju það líka áður en það verður of seint. Höfundur er kennslukona í grunnskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég var að fletta gegnum facebook í gær og rakst þá á eitt af fjölmörgum nafnlausum innleggjum í einum af þeim hópum sem ég er meðlimur í. Málshefjandi valdi nafnleysi þar sem umræðuefnið var að hennar mati viðkvæmt, líklegt til að valda deilum og hún jafnvel dæmd fyrir innleggið. Þetta viðkvæma málefni snerist um af hverju kennarar ættu að fá svona mikla launahækkun þegar væri fullt af öðrum stéttum með svipaða menntun og ábyrgð og ekki svona há laun. Í eitt augnablik íhugaði ég að svara þeim rangfærslum sem komu þarna fram (vísað í tölu sem hvergi hefur verið sagt að sé í kröfugerð kennara og fullyrt um vinnutíma sem er mjög auðvelt að sjá að stenst ekki skoðun hafi viðkomandi smá áhuga á að kynna sér málið). Ég valdi að fara ekki í það samtal en ákvað þó að kíkja á þær athugasemdir sem voru skrifaðar við færsluna. Það kom mér á óvart, á jákvæðan hátt, að nánast allar athugasemdirnar voru til að verja kennara og hvetja til þess að kjör þeirra yrðu bætt. Kona eftir konu skrifaði um mikilvægi þess að hafa færa fagmenntaða kennara í skólunum, ábyrgðina sem starfinu fylgir og launakjörin sem fæla réttindakennara frá starfinu. Þegar ég kom að síðustu athugasemdinni áttaði ég mig á að ég var með tár í augunum af gleði. Ég sem var svo viss um það fyrirfram að ég væri að fara að lesa eitthvað yfirdrull hef sjaldan verið jafn glöð að hafa rangt fyrir mér. Það er samt eitthvað skakkt við það að kennarar setji sig í varnarstöðu áður en lesnar eru umfjallanir um starfið því fólk er orðið svo vant því að fá einhvern skít og leiðindi yfir sig. Ég er ekki að segja að kennarar séu yfir gagnrýni hafnir, það má alltaf benda á það sem betur má fara. En það hlýtur að segja sig sjálft að ef vinnutíminn væri svona ótrúlega frábær (vinna hálfan daginn, frí hálft árið), launin væru svona ansi hreint passleg og starfið svona æðislega auðveld, þægileg og kósý innivinna þá stæðum við ekki frammi fyrir þeim skorti á fagmenntuðum kennurum sem er staðreynd núna og í nánustu framtíð. Nú á vorönn tók ég að mér að vera leiðsagnarkennari kennaranema á lokaári. Þegar ég sagði frá þessu í kringum mig stóð ekki á viðbrögðum: ͖Vill hún alveg verða kennari?” ͖Veit hún hvað hún er að fara út í?” og svo framvegis. Þegar ég svo sagði frá því að viðkomandi væri með nokkurra ára reynslu úr skólakerfinu þá breyttist tónninn aðeins: ͖Já, þannig að hún veit hvað hún er að fara út í, það hlaut að vera!” Eins og einungis þau sem vita nákvæmlega hvað þau eru að fara út í gætu mögulega hugsað sér að fara í háskólanám til að sinna þessu starfi. Ég er ennþá á þeim stað að mig langar að fara í vinnuna á morgnana, mér þykir óendanlega vænt um börnin sem ég kenni og fátt veitir mér meiri gleði en að sjá framfarir hjá nemendum. Eftir að hafa sinnt stjórnunarstöðum innan míns skóla í nokkur ár fór ég aftur í kennslu því þar liggur hjartað. Ég vona að mér takist að smita þann áhuga í kennaranemann minn á þessari vorönn því við þurfum fleira fagmenntað fólk sem brennur fyrir þessu starfi. Mér hafa verið boðin ýmis önnur störf gegnum árin en ekkert sem hefur heillað nóg til að ég vilji skipta. Það veit hamingjan að launin eru ekki það sem heldur mér á þeim stað heldur nemendurnir. Ég veit hvað starfið mitt er mikils virði, það væri stórkostlegt ef stjórnvöld sæju það líka áður en það verður of seint. Höfundur er kennslukona í grunnskóla
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun