„Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2025 21:03 Dagbjört Harðardóttir er sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili- og skóla. vísir/einar Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Undanfarið hefur verið fjallað um hóp ungmenna sem stundar það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Á föstudag var til dæmis greint frá árás sem átti sér stað á Akranesi í desember þar sem hópur ungmenna réðst á karlmann sem er sagður hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Árásin, sem tekin var upp á myndskeið, er sögð hafa verið hrottaleg og hafa nokkrir verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili- og skóla segir tilgang árásanna að einhverju leyti snúa að því að búa til efni til birtingar á samfélagsmiðlum. „Við erum að sjá þetta úti um allan heim. Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki þar sem krakkar eða ungmenni vilja koma alls konar á netið,“ segir Dagbjört Harðardóttir, sérfræðingur hjá Heimili- og skóla. Opinskátt samtal Mikilvægt sé að foreldrar setjist niður með börnum sínum og ræði opinskátt við þau um afleiðingar ofbeldis. Undirstrika þurfi að um lögbrot sé að ræða. „Og nýta þessa hversdagslegu hluti í samtöl. Þetta kemur í fréttunum, þetta er á miðlunum. Að taka þá umræðuna, hvort sem það er við matarborðið eða annars staðar.“ Hún segir að mögulega haldi ungmenni sem taki þátt í ofbeldi tengdu tálbeituaðferðum að þau séu að gera eitthvað jákvætt, afstýra mögulegum glæp. „Sem bara er alls ekki raunin. Þetta er mjög hættulegt og þetta er lögbrot líka og það á ekki að gera neitt annað, ef maður fréttir af einhverju svona, en að hafa samband við lögregluna.“ Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 24. janúar 2025 12:02 Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. 17. janúar 2025 19:07 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um hóp ungmenna sem stundar það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Á föstudag var til dæmis greint frá árás sem átti sér stað á Akranesi í desember þar sem hópur ungmenna réðst á karlmann sem er sagður hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Árásin, sem tekin var upp á myndskeið, er sögð hafa verið hrottaleg og hafa nokkrir verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili- og skóla segir tilgang árásanna að einhverju leyti snúa að því að búa til efni til birtingar á samfélagsmiðlum. „Við erum að sjá þetta úti um allan heim. Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki þar sem krakkar eða ungmenni vilja koma alls konar á netið,“ segir Dagbjört Harðardóttir, sérfræðingur hjá Heimili- og skóla. Opinskátt samtal Mikilvægt sé að foreldrar setjist niður með börnum sínum og ræði opinskátt við þau um afleiðingar ofbeldis. Undirstrika þurfi að um lögbrot sé að ræða. „Og nýta þessa hversdagslegu hluti í samtöl. Þetta kemur í fréttunum, þetta er á miðlunum. Að taka þá umræðuna, hvort sem það er við matarborðið eða annars staðar.“ Hún segir að mögulega haldi ungmenni sem taki þátt í ofbeldi tengdu tálbeituaðferðum að þau séu að gera eitthvað jákvætt, afstýra mögulegum glæp. „Sem bara er alls ekki raunin. Þetta er mjög hættulegt og þetta er lögbrot líka og það á ekki að gera neitt annað, ef maður fréttir af einhverju svona, en að hafa samband við lögregluna.“
Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 24. janúar 2025 12:02 Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. 17. janúar 2025 19:07 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 24. janúar 2025 12:02
Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. 17. janúar 2025 19:07