„Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2025 21:03 Dagbjört Harðardóttir er sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili- og skóla. vísir/einar Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Undanfarið hefur verið fjallað um hóp ungmenna sem stundar það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Á föstudag var til dæmis greint frá árás sem átti sér stað á Akranesi í desember þar sem hópur ungmenna réðst á karlmann sem er sagður hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Árásin, sem tekin var upp á myndskeið, er sögð hafa verið hrottaleg og hafa nokkrir verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili- og skóla segir tilgang árásanna að einhverju leyti snúa að því að búa til efni til birtingar á samfélagsmiðlum. „Við erum að sjá þetta úti um allan heim. Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki þar sem krakkar eða ungmenni vilja koma alls konar á netið,“ segir Dagbjört Harðardóttir, sérfræðingur hjá Heimili- og skóla. Opinskátt samtal Mikilvægt sé að foreldrar setjist niður með börnum sínum og ræði opinskátt við þau um afleiðingar ofbeldis. Undirstrika þurfi að um lögbrot sé að ræða. „Og nýta þessa hversdagslegu hluti í samtöl. Þetta kemur í fréttunum, þetta er á miðlunum. Að taka þá umræðuna, hvort sem það er við matarborðið eða annars staðar.“ Hún segir að mögulega haldi ungmenni sem taki þátt í ofbeldi tengdu tálbeituaðferðum að þau séu að gera eitthvað jákvætt, afstýra mögulegum glæp. „Sem bara er alls ekki raunin. Þetta er mjög hættulegt og þetta er lögbrot líka og það á ekki að gera neitt annað, ef maður fréttir af einhverju svona, en að hafa samband við lögregluna.“ Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 24. janúar 2025 12:02 Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. 17. janúar 2025 19:07 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um hóp ungmenna sem stundar það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Á föstudag var til dæmis greint frá árás sem átti sér stað á Akranesi í desember þar sem hópur ungmenna réðst á karlmann sem er sagður hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Árásin, sem tekin var upp á myndskeið, er sögð hafa verið hrottaleg og hafa nokkrir verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili- og skóla segir tilgang árásanna að einhverju leyti snúa að því að búa til efni til birtingar á samfélagsmiðlum. „Við erum að sjá þetta úti um allan heim. Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki þar sem krakkar eða ungmenni vilja koma alls konar á netið,“ segir Dagbjört Harðardóttir, sérfræðingur hjá Heimili- og skóla. Opinskátt samtal Mikilvægt sé að foreldrar setjist niður með börnum sínum og ræði opinskátt við þau um afleiðingar ofbeldis. Undirstrika þurfi að um lögbrot sé að ræða. „Og nýta þessa hversdagslegu hluti í samtöl. Þetta kemur í fréttunum, þetta er á miðlunum. Að taka þá umræðuna, hvort sem það er við matarborðið eða annars staðar.“ Hún segir að mögulega haldi ungmenni sem taki þátt í ofbeldi tengdu tálbeituaðferðum að þau séu að gera eitthvað jákvætt, afstýra mögulegum glæp. „Sem bara er alls ekki raunin. Þetta er mjög hættulegt og þetta er lögbrot líka og það á ekki að gera neitt annað, ef maður fréttir af einhverju svona, en að hafa samband við lögregluna.“
Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 24. janúar 2025 12:02 Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. 17. janúar 2025 19:07 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 24. janúar 2025 12:02
Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. 17. janúar 2025 19:07