Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2025 11:37 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Sparnaðartillögur FA eru grjótharðar en þeir þar telja rekstur hins opinbera vera við að sporðreisast. vísir/vilhelm Félag atvinnurekenda er meðal þeirra fjögurra þúsunda sem sent hafa inn í samráðsgátt vel útfærð en róttæk sparnaðarráð. Þar er meðal annars lögð til fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu. Javier Milei, Donald Trump, einhver? Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hlær við spurningunni. En sá hlátur er hás því undir er sótsvartur veruleikinn – rekstur hins opinbera er við að sporðreisast. Telur Ólafur að tillögur FA muni einhvern tíma verða að veruleika? „Ef stjórnvöldum er alvara með að vilja spara og hagræða í ríkisrekstrinum verða þau að taka mark á tillögum sem búa til sparnað til lengri tíma, til dæmis um að auka sveigjanleika í ríkisrekstrinum með breytingum á starfsmannalögunum og að létta og einfalda opinbert eftirlit. Eftirlitið er ekki bara að sliga fyrirtækin, heldur ríkið líka,“ segir Ólafur. Þurfi einfaldlega að hætta þessari skammarlegri spillingu Óhætt er að segja að fólk hafi tekið við sér þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra auglýsti eftir sparnaðarráðum fyrir ríkið. Þarna var greinilega þörf og það er fullyrt hér að viðbrögðin hafi komið forsætisráðherra í opna skjöldu. Í gær var lokað fyrir gáttina og niðurstaðan er 3.974 ráð, misvel útfærð en víst er að flestum sem sendu inn hugmyndir er full alvara. Eins og Vísir greindi frá í gær er búið að skipa fjögurra manna starfshóp sem ætlað er að vinna úr tillögunum. Í tillögu FA er til að mynda vitnað til skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon, sem unninn var fyrir FA 2023 sem sýnir að opinberum starfsmönnum hafi á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega tuttugu prósent á sama tíma og fólki á vinnumarkaði fjölgaði um þrjú prósent. Umfang hins opinbera á vinnumarkaði er með því mesta sem þekkist innan OECD og fjölgunin mest í opinberri stjórnsýslu eða 60 prósent á sex árum. Þá kemur fram að launamunur milli hins opinbera og vinnumarkaðar er horfinn. Á sama tíma njóti opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram almennt launafólk svo sem styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært til lengdar og algerlega firrt? Ólafur tekur undir það: „Það þarf einfaldlega að stinga á kýlum og hætta skammarlegri spillingu eins og að ríkisstarfsmenn geti notað flugvildarpunkta í eigin þágu. Og að „smekklegum“ ríkisforstjórum verði gert skiljanlegt að þeir geti ekki mublerað stofnanirnar sínar í dýrustu hönnunarbúðum landsins,“ segir Ólafur. Kerfið sjálft sé vandinn í hnotskurn Eins og áður sagði eru tillögur FA viðamiklar. Þar er til að mynda fjallað um verðstefnu í lyfjamálum. Árum saman hefur FA bent heilbrigðisráðuneytinu á að sú stefna sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu sem er að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðist við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum við meðalverð á Norðurlöndum, nema veltuminnstu lyfjum. „Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða,“ segir í tillögunum. Og þar er haldið áfram því loks bætist við kostnaður vegna „krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslensku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði,“ segir í tillögunum svo dæmi sé tekið. Tillögur FA eru ágætt dæmi um að það verður í nógu að snúast fyrir nýjan starfshóp, að vinna úr tillögunum. Þær má finna í heild í meðfylgjandi skjali að neðan. Tengd skjöl Sparnaðartillögur_í_samráðsgátt_(1)PDF253KBSækja skjal Rekstur hins opinbera Félagasamtök Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Javier Milei, Donald Trump, einhver? Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hlær við spurningunni. En sá hlátur er hás því undir er sótsvartur veruleikinn – rekstur hins opinbera er við að sporðreisast. Telur Ólafur að tillögur FA muni einhvern tíma verða að veruleika? „Ef stjórnvöldum er alvara með að vilja spara og hagræða í ríkisrekstrinum verða þau að taka mark á tillögum sem búa til sparnað til lengri tíma, til dæmis um að auka sveigjanleika í ríkisrekstrinum með breytingum á starfsmannalögunum og að létta og einfalda opinbert eftirlit. Eftirlitið er ekki bara að sliga fyrirtækin, heldur ríkið líka,“ segir Ólafur. Þurfi einfaldlega að hætta þessari skammarlegri spillingu Óhætt er að segja að fólk hafi tekið við sér þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra auglýsti eftir sparnaðarráðum fyrir ríkið. Þarna var greinilega þörf og það er fullyrt hér að viðbrögðin hafi komið forsætisráðherra í opna skjöldu. Í gær var lokað fyrir gáttina og niðurstaðan er 3.974 ráð, misvel útfærð en víst er að flestum sem sendu inn hugmyndir er full alvara. Eins og Vísir greindi frá í gær er búið að skipa fjögurra manna starfshóp sem ætlað er að vinna úr tillögunum. Í tillögu FA er til að mynda vitnað til skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon, sem unninn var fyrir FA 2023 sem sýnir að opinberum starfsmönnum hafi á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega tuttugu prósent á sama tíma og fólki á vinnumarkaði fjölgaði um þrjú prósent. Umfang hins opinbera á vinnumarkaði er með því mesta sem þekkist innan OECD og fjölgunin mest í opinberri stjórnsýslu eða 60 prósent á sex árum. Þá kemur fram að launamunur milli hins opinbera og vinnumarkaðar er horfinn. Á sama tíma njóti opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram almennt launafólk svo sem styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært til lengdar og algerlega firrt? Ólafur tekur undir það: „Það þarf einfaldlega að stinga á kýlum og hætta skammarlegri spillingu eins og að ríkisstarfsmenn geti notað flugvildarpunkta í eigin þágu. Og að „smekklegum“ ríkisforstjórum verði gert skiljanlegt að þeir geti ekki mublerað stofnanirnar sínar í dýrustu hönnunarbúðum landsins,“ segir Ólafur. Kerfið sjálft sé vandinn í hnotskurn Eins og áður sagði eru tillögur FA viðamiklar. Þar er til að mynda fjallað um verðstefnu í lyfjamálum. Árum saman hefur FA bent heilbrigðisráðuneytinu á að sú stefna sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu sem er að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðist við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum við meðalverð á Norðurlöndum, nema veltuminnstu lyfjum. „Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða,“ segir í tillögunum. Og þar er haldið áfram því loks bætist við kostnaður vegna „krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslensku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði,“ segir í tillögunum svo dæmi sé tekið. Tillögur FA eru ágætt dæmi um að það verður í nógu að snúast fyrir nýjan starfshóp, að vinna úr tillögunum. Þær má finna í heild í meðfylgjandi skjali að neðan. Tengd skjöl Sparnaðartillögur_í_samráðsgátt_(1)PDF253KBSækja skjal
Rekstur hins opinbera Félagasamtök Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira