Handbolti

HM í dag: Sér­stakur gestur og sögu­legar sættir

Valur Páll Eiríksson skrifar
Handboltahetjan Ólafur Björn Lárusson var sérstakur gestur í sólgleraugnaveðri í HM í dag.
Handboltahetjan Ólafur Björn Lárusson var sérstakur gestur í sólgleraugnaveðri í HM í dag. Vísir/Sigurður

Brugðið var út af vananum í þætti dagsins af HM í dag í Zagreb. Sérlega góður gestur lét sjá sig og þá urðu sögulegar sættir.

Ólafur Björn Lárusson, handboltaþjálfari til áratuga, var gestur Henrys Birgis og Vals Páls í þætti dagsins og fór yfir sviðið. Hann hefur verið tíður gestur á stórmótum undanfarin ár og hefur skemmt þeim sem hann hafa hitt, enda mikill skemmtikraftur sem og viskubrunnur hvað handboltaíþróttina varðar.

Sögulegar sættir urðu þá í fjölmiðlahópnum í Zagreb er Einar Örn Jónsson veitti TV2 frá Danmörku viðtal, en miðillinn hafði fyrr í ferðinni eignað honum gagnrýni nafna hans Einars Jónssonar, þjálfara Fram, í garð Elliða Snæs Viðarssonar.

Þáttinn má sjá í heild í spilaranum.

Klippa: HM í dag #9 - Sérstakur gestur og sögulegar sættir

Tengdar fréttir

Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, þurfti að leiðrétta fréttir danska miðilsins TV2 þegar honum voru eignuð orð sem hann lét aldrei falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×