„Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. janúar 2025 14:32 Snorri Steinn er með báða fætur á jörðinni þó svo gengið hafi verið frábært á HM. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari er ekkert að fara fram úr sér þó svo það gangi vel á HM. Hann veit sem er að það er næg vinna fram undan. „Hluti af því er að halda mönnum á jörðinni. En við erum með reynslubolta í liðinu. Menn eiga að þekkja þetta og vita um hvað þetta snýst. Það er kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið. Það er langt frá því. Við þurfum meira,“ sagði Snorri ákveðinn. Það er óhætt að segja að liðið hafi tekið gríðarlegum framförum undir stjórn Snorra á einu ári. Hver er lykillinn að því að hans mati? „Það er eflaust eitt og annað. Ég hef lagt áherslu á það í langan tíma að vera ekki að bíða eftir því að hlutirnir gangi upp heldur að þeir láti þá ganga upp. Strákarnir hafa gert það. Hugarfarið er til algjörrar fyrirmyndar,“ segir þjálfarinn stoltur af sínum mönnum. Klippa: Snorri spenntur fyrir Króatíu Hann á líklega eitthvað í því að Aron Pálmarsson er byrjaður að blómstra á nýjan leik þó svo hann vilji nú ekki meina það. „Hugarfarið hjá honum er ástæðan. Hann á heiðurinn af þessu alveg sjálfur. Ég hef fundið það hjá honum síðan ég tók við landsliðinu að það væri mikill hugur og hungur hjá honum. Hann vill ná árangri.“ Viggó Kristjánsson hefur fengið afar takmarkaða hvíld á mótinu til þessa en Snorri óttast ekki að hann springi. „Nei, ekkert svakalega. Ég skil pælingarnar og vangavelturnar. Við verðum að hvíla hann samt meira og þetta gengur ekki endalaust.“ Sérstakara fyrir Dag en okkur Í kvöld mætast á hliðarlínunni tveir af dáðustu sonum Vals. Snorri og svo Dagur Sigurðsson sem þjálfar Króata. Snorri vill nú ekki gera mikið úr þeirra einvígi. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að mæta Íslendingi. Svo þegar leikur byrjar er maður ekkert að hugsa um það. Við erum bara að spila við Króatíu. Ætli það sé ekki aðeins sérstakara fyrir hann en okkur. Hann hefur gert það áður og ég held að hann kippi sér ekki upp við það,“ segir Snorri og bætir við að liðið þurfi að spila áfram af sama krafti til að vinna. „Mér finnst við eiga inni í sókninni. Þetta er þarna og það kemur. Það er jákvætt að eiga eitthvað inni eftir tvær góðar frammistöður.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
„Hluti af því er að halda mönnum á jörðinni. En við erum með reynslubolta í liðinu. Menn eiga að þekkja þetta og vita um hvað þetta snýst. Það er kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið. Það er langt frá því. Við þurfum meira,“ sagði Snorri ákveðinn. Það er óhætt að segja að liðið hafi tekið gríðarlegum framförum undir stjórn Snorra á einu ári. Hver er lykillinn að því að hans mati? „Það er eflaust eitt og annað. Ég hef lagt áherslu á það í langan tíma að vera ekki að bíða eftir því að hlutirnir gangi upp heldur að þeir láti þá ganga upp. Strákarnir hafa gert það. Hugarfarið er til algjörrar fyrirmyndar,“ segir þjálfarinn stoltur af sínum mönnum. Klippa: Snorri spenntur fyrir Króatíu Hann á líklega eitthvað í því að Aron Pálmarsson er byrjaður að blómstra á nýjan leik þó svo hann vilji nú ekki meina það. „Hugarfarið hjá honum er ástæðan. Hann á heiðurinn af þessu alveg sjálfur. Ég hef fundið það hjá honum síðan ég tók við landsliðinu að það væri mikill hugur og hungur hjá honum. Hann vill ná árangri.“ Viggó Kristjánsson hefur fengið afar takmarkaða hvíld á mótinu til þessa en Snorri óttast ekki að hann springi. „Nei, ekkert svakalega. Ég skil pælingarnar og vangavelturnar. Við verðum að hvíla hann samt meira og þetta gengur ekki endalaust.“ Sérstakara fyrir Dag en okkur Í kvöld mætast á hliðarlínunni tveir af dáðustu sonum Vals. Snorri og svo Dagur Sigurðsson sem þjálfar Króata. Snorri vill nú ekki gera mikið úr þeirra einvígi. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að mæta Íslendingi. Svo þegar leikur byrjar er maður ekkert að hugsa um það. Við erum bara að spila við Króatíu. Ætli það sé ekki aðeins sérstakara fyrir hann en okkur. Hann hefur gert það áður og ég held að hann kippi sér ekki upp við það,“ segir Snorri og bætir við að liðið þurfi að spila áfram af sama krafti til að vinna. „Mér finnst við eiga inni í sókninni. Þetta er þarna og það kemur. Það er jákvætt að eiga eitthvað inni eftir tvær góðar frammistöður.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira