„Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. janúar 2025 10:02 Viktor Gísli og Roland Eradze. Vísir/Vilhelm Roland Valur Eradze varð markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta í aðdraganda HM. Hann hrósar Viktori Gísla Hallgrímssyni fyrir frammistöðu sína en þeir hafa þekkst um hríð. Roland tók við starfinu í aðdraganda móts en Ísland hefur ekki verið með eiginlegan sérhæfðan markvarðaþjálfara síðustu mót. Roland segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um. „Hann (Snorri Steinn, landsliðsþjálfari) hafði samband fyrir Svíþjóðarleikina og spurði um aðstoð með markvörðunum. Ég þekkti Viktor, og þjálfaði hann hjá Fram, og má segja að hann hafi vaxið í mínum höndum. Það er gaman að vera hér og ég vonast til að vera lengi í þessu áfram,“ segir Roland sem lék með landsliðinu um nokkurra ára skeið, og var áður markvarðaþjálfari í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig gríðarvel á mótinu og var valinn maður leiksins eftir magnaðan leik við Slóveníu. Hann sagði Roland eiga töluvert í því. Roland Valur Eradze.Vísir/Vilhelm „Hann þekkir mig vel og veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang. Gerir þetta einfalt fyrir mig og ég á honum mikið að þakka,“ sagði Viktor Gísli um Roland eftir sigur Íslands á Slóveníu fyrir fjórum dögum síðan. Þeir hafa þekkst um hríð en Roland þjálfaði Viktor sem ungan mann hjá Fram. Þrátt fyrir að Viktor væri á barnsaldri sá Roland að þarna væri mikill efniviður. „Að sjálfsögðu sá ég það. Ég var í Fram að þjálfa yngri flokka. Hann var í fjórða flokki og ég tók hann beint upp í annan flokk vegna þess að hann var hæfileikaríkur strákur. Þú sérð núna, hann er einn besti markvörðurinn á þessu móti,“ segir Roland. „Það er kominn tími til að hann verði sá besti í heimi. Mér sýnist vera góðar aðstæður til þess núna. Ég vona að hann haldi áfram að spila vel á þessu móti,“ segir Roland enn fremur. Klippa: Segir Viktor Gísla eiga að verða þann besta í heimi Fleira kemur fram í viðtalinu við Roland sem má sjá, á ensku, í heild sinni í spilaranum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Roland tók við starfinu í aðdraganda móts en Ísland hefur ekki verið með eiginlegan sérhæfðan markvarðaþjálfara síðustu mót. Roland segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um. „Hann (Snorri Steinn, landsliðsþjálfari) hafði samband fyrir Svíþjóðarleikina og spurði um aðstoð með markvörðunum. Ég þekkti Viktor, og þjálfaði hann hjá Fram, og má segja að hann hafi vaxið í mínum höndum. Það er gaman að vera hér og ég vonast til að vera lengi í þessu áfram,“ segir Roland sem lék með landsliðinu um nokkurra ára skeið, og var áður markvarðaþjálfari í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig gríðarvel á mótinu og var valinn maður leiksins eftir magnaðan leik við Slóveníu. Hann sagði Roland eiga töluvert í því. Roland Valur Eradze.Vísir/Vilhelm „Hann þekkir mig vel og veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang. Gerir þetta einfalt fyrir mig og ég á honum mikið að þakka,“ sagði Viktor Gísli um Roland eftir sigur Íslands á Slóveníu fyrir fjórum dögum síðan. Þeir hafa þekkst um hríð en Roland þjálfaði Viktor sem ungan mann hjá Fram. Þrátt fyrir að Viktor væri á barnsaldri sá Roland að þarna væri mikill efniviður. „Að sjálfsögðu sá ég það. Ég var í Fram að þjálfa yngri flokka. Hann var í fjórða flokki og ég tók hann beint upp í annan flokk vegna þess að hann var hæfileikaríkur strákur. Þú sérð núna, hann er einn besti markvörðurinn á þessu móti,“ segir Roland. „Það er kominn tími til að hann verði sá besti í heimi. Mér sýnist vera góðar aðstæður til þess núna. Ég vona að hann haldi áfram að spila vel á þessu móti,“ segir Roland enn fremur. Klippa: Segir Viktor Gísla eiga að verða þann besta í heimi Fleira kemur fram í viðtalinu við Roland sem má sjá, á ensku, í heild sinni í spilaranum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira