Útvarpsstöðvarnar Bylgjan og FM957 standa í sameiningu að verðlaununum sem verða haldin á Nasa að þessu sinni. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Í tilkynningu frá útvarpsstöðvunum segir að markmið verðlaunanna sé að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.
Von er á glæsilegri dagskrá með fjölmörgum tónlistaratriðum. Hægt verður að kaupa miða á viðburðinn á tix.is á næstu dögum.
Hægt er að sjá tilnefningarnar hér fyrir neðan og taka þátt í kosningunni neðst á síðunni.
Lag ársins
- Bad Bitch í RVK - ClubDub
- Elli Egils - Herra Hnetusmjör
- Farfuglar - Júlí Heiðar
- Fullkomið farartæki - Nýdönsk
- Gemmér Gemmér - IceGuys
- Háspenna - GDRN
- Monní - Aron Can
- Til í allt pt. III - Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör og Steindi Jr.
Plata ársins
- Þegar ég segi monní - Aron Can
- 1000 orð - Bríet og Birnir
- Risa tilkynning - ClubDub
- FLONI 3 - Floni
- Frá mér til þín - GDRN
- KBE kynnir: Legend í leiknum - Herra Hnetusmjör
- 1918 - IceGuys
- Sundurlaus samtöl - Una Torfa
Söngkona ársins
- Bríet
- Diljá
- Una Torfa
- Laufey Lín
- GDRN
- Jóhanna Guðrún
Söngvari ársins
- Aron Can
- Bubbi Morthens
- Friðrik Dór
- Herra Hnetusmjör
- Júlí Heiðar
- Patrik
Nýliði ársins
- Arnþór og Bjarki
- Ágúst
- Frumburður
- HúbbaBúbba
- Klara Einars
- NUSSUN
- Saint Pete
Flytjandi ársins
- ClubDub
- GDRN
- Helgi Björns
- Herra Hnetusmjör
- IceGuys
- Nýdönsk
- Una Torfa
Myndband ársins
Tilnefningar fyrir myndband ársins eru valdar úr tónlistarmyndböndum sem birtust á Vísi á síðasta ári.
Boy Bye - Sigga Ózk
Gemmér Gemmér - Iceguys
Í faðmi fjallanna - Helgi Björns
Myndi falla - Úlfur Úlfur
Töfrar - Jóhanna Guðrún
Sama um - Prettyboitjokkó og Daniil
Virðing á nafnið - Luigi
Þúsund orð - Bríet og Birnir
Kosningunni er lokið. Úrslitin verða tilkynnt 20. mars í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.