Veður

Gular við­varanir vegna snjó­komu á sunnan­verðu landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Uppsöfnuð snjókoma á viðvörunartímabilinu gæti verið á bilinu 15 til 30 sentimetrar á dýpt.
Uppsöfnuð snjókoma á viðvörunartímabilinu gæti verið á bilinu 15 til 30 sentimetrar á dýpt. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna talsverðrar eða mikillar snjókomu á Suður- og Suðausturlandi. Viðvaranirnar taka gildi klukkan 14 á Suðurlandi og klukkan 15 á Suðausturlandi og verða í gildi fram á nótt.

Á vef Veðurstofunnar segir að búist sé við að talsverð eða mikil snjókoma falli í fremur hægum vindi.

„Uppsöfnuð snjókoma á viðvörunartímabilinu gæti verið á bilinu 15 til 30 sentimetrar á dýpt, mest úrkoma í uppsveitum og austantil á svæðinu. Líkur eru á að snjókoma valdi erfiðum akstursskilyrðum og færð gæti spillst,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir í tilkynningu að síðdegis og í kvöld sé útlit fyrir talsverða snjókomu, en í hægum vind sunnan- og suðvestanlands. Einkum í uppsveitum Suðurlands, í Mýrdal og þaðan austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. Allt að 20 til 30 sm á nokkrum klukkustundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×