„Kannski er ég orðinn frekur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2025 21:20 Snorri Steinn Guðjónsson fylgist einbeittur með. VÍSIR/VILHELM „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. Ísland er enn með fullt hús stiga á mótinu og komið í afar góða stöðu upp á að komast í 8-liða úrslit mótsins, en þangað fara tvö efstu lið milliriðilsins. Snorri hefði þó alveg þegið enn stærri sigur, með það í huga að innbyrðis markatala gæti ráðið úrslitum ef Ísland tapar gegn Króatíu á föstudag. Íslenska liðið passaði að hleypa Egyptalandi aldrei of nálægt sér í kvöld, og hélt „þægilegri“ 3-5 marka forystu mestan hluta leiksins: „Mér fannst hún ekki vera þægileg. Ég hefði viljað vinna stærra, með 5-6 mörkum. Það getur orðið mikilvægt. En kannski er ég orðinn frekur. Ég er fyrst og fremst gríðarlega ánægður með hugarfarið og einbeitinguna í strákunum. Að fara ekki of hátt eftir góðan leik, ná sér niður og gíra sig svona vel inn í þetta. Frábær frammistaða,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn á Egyptum Eru það þroskamerki á liðinu að hleypa leiknum aldrei í meiri spennu? „Gæðamerki. Við erum að spila á móti góðu liði sem við berum mikla virðingu fyrir. Það eru alls konar þroskamerki og eitthvað sem við gerðum betur en í síðasta leik. En eflaust eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Snorri. En er eitthvað sem angrar hann eftir svona leik? „Að hafa ekki unnið stærra,“ sagði Snorri sem er ekki að fara fram úr sjálfum sér frekar en fyrri daginn: „Ég held við þurfum fleiri stig og því fleiri sem við fáum, og því fyrr, því betra. Það er ekkert í hendi og við eigum gríðarlega erfiðan leik fram undan við Króata á heimavelli.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Ísland er enn með fullt hús stiga á mótinu og komið í afar góða stöðu upp á að komast í 8-liða úrslit mótsins, en þangað fara tvö efstu lið milliriðilsins. Snorri hefði þó alveg þegið enn stærri sigur, með það í huga að innbyrðis markatala gæti ráðið úrslitum ef Ísland tapar gegn Króatíu á föstudag. Íslenska liðið passaði að hleypa Egyptalandi aldrei of nálægt sér í kvöld, og hélt „þægilegri“ 3-5 marka forystu mestan hluta leiksins: „Mér fannst hún ekki vera þægileg. Ég hefði viljað vinna stærra, með 5-6 mörkum. Það getur orðið mikilvægt. En kannski er ég orðinn frekur. Ég er fyrst og fremst gríðarlega ánægður með hugarfarið og einbeitinguna í strákunum. Að fara ekki of hátt eftir góðan leik, ná sér niður og gíra sig svona vel inn í þetta. Frábær frammistaða,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn á Egyptum Eru það þroskamerki á liðinu að hleypa leiknum aldrei í meiri spennu? „Gæðamerki. Við erum að spila á móti góðu liði sem við berum mikla virðingu fyrir. Það eru alls konar þroskamerki og eitthvað sem við gerðum betur en í síðasta leik. En eflaust eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Snorri. En er eitthvað sem angrar hann eftir svona leik? „Að hafa ekki unnið stærra,“ sagði Snorri sem er ekki að fara fram úr sjálfum sér frekar en fyrri daginn: „Ég held við þurfum fleiri stig og því fleiri sem við fáum, og því fyrr, því betra. Það er ekkert í hendi og við eigum gríðarlega erfiðan leik fram undan við Króata á heimavelli.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira