Þá komu til Zagreb 500 treyjur og voru þær seldar á barnum Johan Frank þar sem stuðningsmenn Íslands voru að hita upp.
Biðin er búin að vera löng og fólk var heldur betur spennt að koma höndum sínum yfir nýju treyjuna. Um leið og treyjurnar komu í hús myndaðist löng röð af fólki sem vildi kaupa.
Miðað við áhugann þá seldust alveg örugglega allar 500 treyjurnar á mettíma.
Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 19.30. Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi.