Lífið

Er­lend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Norsku úlfarnir létu sjá sig á úrslitum Söngvakeppninnar árið 2023. Engin stjarna mætti í fyrra.
Norsku úlfarnir létu sjá sig á úrslitum Söngvakeppninnar árið 2023. Engin stjarna mætti í fyrra. Vísir/Hulda Margrét

Erlend Eurovision-stjarna sem Íslendingar þekkja mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Uppselt er á úrslitakvöldið sem fer fram þann 22. febrúar næstkomandi í Gufunesi en enn eru til miðar á hin úrslitin og á fjölskyldurennsli daginn fyrir úrslit. Þá hefur röð laganna verið ákveðin og þeim gefin kosninganúmer.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar segir að ekki verði upplýst um það hvaða stjarna stígur á svið í úrslitunum að svo stöddu. Upplýst verði um það og fleira til á næstu dögum. Síðustu ár hafa erlendar Eurovision stjörnur mætt á Söngvakeppnina, þó ekki í fyrra. Þar á meðal eru Tusse, Loreen og norsku gulu úlfarnir svo fáeinir séu nefndir.

Líkt og fram hefur komið taka tíu lög þátt í keppninni í ár. Hún hefst þann 8. febrúar með fyrri undanúrslitum en örfáir miðar eru enn lausir á það kvöld. Enn eru til miðar á seinni undanúrslitin sem fram fara 15. febrúar en í tilkynningu RÚV segir að öll umgjörð verði hin glæsilegasta.

Gunni og Felix munu hita áhorfendur í salnum upp fyrir keppni og verður boðið upp á hin ýmsu skemmtiatriði. Segir í tilkynningunni að á úrslitakvöldinu verði mikið um dýrðir, meðal annars erlenda Eurovision-stjarnan og fleira til.

Í ár verður í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið ekkert úrslitaeinvígi. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum sigra keppnina. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö erlendum aðilum, mun vega 50 prósent  á móti símakosningu almennings. Að lokum stendur stigahæsta lag kvöldins uppi sem sigurvegari. Nú hefur röð laganna í undanúrslitum verið ákveðin og öll lögin komin með sitt kosninganúmer.

Hér er röð laganna og kosninganúmer þeirra:

Fyrri undanúrslit 8. febrúar

Frelsið Mitt - Stebbi JAK: 900-9901

Ég flýg í storminn - BIRGO: 900-9902

Eins og þú - Ágúst: 900-9903

Norðurljós - BIA: 900-9904

RÓA - VÆB: 900-9905

Seinni undanúrslit 15. febrúar

Flugdrekar - Dagur Sig: 900-9901

Eldur - Júlí og Dísa: 900-9902

Rísum upp - Bára Katrín: 900-9903

Aðeins lengur - Bjarni Arason: 900-9904

Þrá - Tinna: 900-9905






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.