„Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. janúar 2025 14:41 Donald Trump hefur boðað það að aðeins karl- og kvenkyn sé viðurkennt af alríkinu og fólk skuli vera skráð það líffræðilega kyn sem það var við getnað. Getty/Roberto Machado Noa Formaður Samtakanna 78 skorar á íslensk stjórnvöld að fordæma tilskipanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem skerða réttindi trans fólks. Hún segir stöðuna í Bandaríkjunum hræðilega og öryggi hinsegin fólks sé beinlínis ógnað. Allir starfsmenn alríkisins, sem hafa unnið að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi fara í leyfi fyrir lok dagsins í dag og fólkinu verður sagt upp um mánaðamót. Stofnunum hefur einnig verið gert að fara yfir vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu þessara þátta. „Ég held að það sé engin leið til að ímynda sér hvernig næstu fjögur ár verða. Svo virðist sem allt það sem við töldum ómögulegt sé að raungerast. Ég held að það sé full ástæða til að óttast. Við verðum að vera á varðbergi og því held ég að sé mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld fordæmi þessa tilskipun Trumps,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Fjölmörg af fyrstu embættisverkum Trumps snúa að því að vinda ofan af því sem hann og hans stuðningsmenn kalla woke-væðingu. Nú viðurkennir alríkið til að mynda aðeins tvö líffræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn, sem ákveðin eru við getnað og ýmsar reglur sem vernda trans fólk verið afturkallaðar - nú þarf trans kona til að mynda að fara í karlafangelsi. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna ´78 segist uggandi yfir söðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump settist aftur í forsetastól.Samtökin ´78 „Við erum uggandi yfir stöðunni í Bandaríkjunum. Við erum uggandi fyrir hinsegin systkini okkar sem eru þar, fyrir trans fólki sem þar er. Það er lítið annað hægt að segja en þetta er hræðilegt,“ segir Bjarndís. Þetta hefur jafnframt áhrif á útgefin skilríki. Búið er að uppfæra heimasíðu innanríkisráðuneytisins og er nú aðeins hægt að velja um karl- og kvenkyn, ekki annað eða óskilgreint kyn. „Trans fólk hættir ekki að vera til þó það komi tilskipun eins og þessi frá Trump. Þau áhrif sem þetta hefur hins vegar er að trans fólk er beinlínis í hættu.“ Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22. janúar 2025 07:47 Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Allir starfsmenn alríkisins, sem hafa unnið að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi fara í leyfi fyrir lok dagsins í dag og fólkinu verður sagt upp um mánaðamót. Stofnunum hefur einnig verið gert að fara yfir vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu þessara þátta. „Ég held að það sé engin leið til að ímynda sér hvernig næstu fjögur ár verða. Svo virðist sem allt það sem við töldum ómögulegt sé að raungerast. Ég held að það sé full ástæða til að óttast. Við verðum að vera á varðbergi og því held ég að sé mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld fordæmi þessa tilskipun Trumps,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Fjölmörg af fyrstu embættisverkum Trumps snúa að því að vinda ofan af því sem hann og hans stuðningsmenn kalla woke-væðingu. Nú viðurkennir alríkið til að mynda aðeins tvö líffræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn, sem ákveðin eru við getnað og ýmsar reglur sem vernda trans fólk verið afturkallaðar - nú þarf trans kona til að mynda að fara í karlafangelsi. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna ´78 segist uggandi yfir söðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump settist aftur í forsetastól.Samtökin ´78 „Við erum uggandi yfir stöðunni í Bandaríkjunum. Við erum uggandi fyrir hinsegin systkini okkar sem eru þar, fyrir trans fólki sem þar er. Það er lítið annað hægt að segja en þetta er hræðilegt,“ segir Bjarndís. Þetta hefur jafnframt áhrif á útgefin skilríki. Búið er að uppfæra heimasíðu innanríkisráðuneytisins og er nú aðeins hægt að velja um karl- og kvenkyn, ekki annað eða óskilgreint kyn. „Trans fólk hættir ekki að vera til þó það komi tilskipun eins og þessi frá Trump. Þau áhrif sem þetta hefur hins vegar er að trans fólk er beinlínis í hættu.“
Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22. janúar 2025 07:47 Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22. janúar 2025 07:47
Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06
Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59