Innlent

Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum

Árni Sæberg skrifar
Móðir Yms var búsett í Breiðholti í Reykjavík.
Móðir Yms var búsett í Breiðholti í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Ymur Art Runólfsson, sem hét áður Sigtryggur Máni, hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að myrða móður sína á heimili hennar í Breiðholti í október síðastliðnum.

Í ákæru á hendur Ym, sem var þingfest í dag, segir að hann hafi veist að móður sinni og banað henni með því að stinga hana í það minnsta 22 sinnum með hnífi í brjóstsvæði, handleggi og hendur. Hnífstungurnar hafi meðal annars gengið inn í hægra lunga, sem hafi leitt til dauða hennar.

Þess er krafist að Ymur verði dæmdur refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur hafi verið lagðar fram af fjórum einstaklingum, sem krefjist sex milljóna króna, hver fyrir sig.

Við þingfestingu málsins kom fram að Ymur tæki ekki afstöðu til sakargifta fyrr en niðurstaða geðmats liggur fyrir.


Tengdar fréttir

Ákærður fyrir að drepa móður sína

Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur manni sem grunaður er um að hafa banað móður sinni í október á síðasta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson við mbl.is í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×