TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 10:42 Deshaun Watson gerði risasamning við Cleveland Browns en hefur ekki staðið undir honum. Hann er fyrir vikið mjög óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins. Getty/Nick Cammett Deshaun Watson á eftir tvö ár af risasamningi sínum við NFL liðið Cleveland Browns. Watson á að fá 92 milljónir dollara í laun fyrir þessu tvö ár en svo gæti farið að samfélagsmiðlafíkn hans og kærustunnar komi í veg fyrir að þessir þrettán milljarðar íslenskra króna endi inn á bankareikningi hans. Watson missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hann sleit hásin í október. Hann fór í framhaldinu í aðgerð og átti að ná sér góðum fyrir næsta tímabil. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að hann hafi slitið hásinina aftur aðeins þremur mánuðum eftir fyrra slitið. Watson þurfti því að leggjast aftur á skurðarborðið sem seinkar mikið endurkomu hans. Þar kemur til sögunnar Tik Tok myndband af honum að dansa við kærustu sína um jólin. Watson átti á þeim tíma að vera í gönguspelku til að verja hásinina sína en þessi spelka var hvergi sjáanleg í myndbandinu frá 26. desember. Kærustuparið ákvað að stöðva bílinn sinn við vegarkant, fara út og taka myndband af sér dansa saman. Þá sáu allir sem vildu að hann var ekki í gönguspelkunni. Watson tók mikla áhættu með því að dansa þarna um og stuttu síðar fréttist af því að hann væri aftur með slitna hásin. Það að Watson hafi hunsað skilyrði læknaliðs Browns gæti verið næg ástæða fyrir félagið til að komast hjá því að borga honum tvö síðustu ár samningsins. Nú er aðeins spurning um hvaða leið félagið ætlar að fara og hversu harkalega þeir taka á þessu ábyrgðarleysi leikmannsins. Það má hið minnsta búast við því að Watson þurfi að berjast fyrir öllum þessum milljörðum í dómsal. Þetta er auðvitað líka tryggingamál vegna meiðslanna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible) NFL TikTok Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Sjá meira
Watson missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hann sleit hásin í október. Hann fór í framhaldinu í aðgerð og átti að ná sér góðum fyrir næsta tímabil. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að hann hafi slitið hásinina aftur aðeins þremur mánuðum eftir fyrra slitið. Watson þurfti því að leggjast aftur á skurðarborðið sem seinkar mikið endurkomu hans. Þar kemur til sögunnar Tik Tok myndband af honum að dansa við kærustu sína um jólin. Watson átti á þeim tíma að vera í gönguspelku til að verja hásinina sína en þessi spelka var hvergi sjáanleg í myndbandinu frá 26. desember. Kærustuparið ákvað að stöðva bílinn sinn við vegarkant, fara út og taka myndband af sér dansa saman. Þá sáu allir sem vildu að hann var ekki í gönguspelkunni. Watson tók mikla áhættu með því að dansa þarna um og stuttu síðar fréttist af því að hann væri aftur með slitna hásin. Það að Watson hafi hunsað skilyrði læknaliðs Browns gæti verið næg ástæða fyrir félagið til að komast hjá því að borga honum tvö síðustu ár samningsins. Nú er aðeins spurning um hvaða leið félagið ætlar að fara og hversu harkalega þeir taka á þessu ábyrgðarleysi leikmannsins. Það má hið minnsta búast við því að Watson þurfi að berjast fyrir öllum þessum milljörðum í dómsal. Þetta er auðvitað líka tryggingamál vegna meiðslanna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible)
NFL TikTok Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Sjá meira