Handbolti

Sveinn meiddist á æfingu lands­liðsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sveinn svekktur eftir að hafa snúið sig á æfingunni.
Sveinn svekktur eftir að hafa snúið sig á æfingunni. vísir/vilhelm

Óhapp varð á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb nú síðdegis.

Það var lítið búið af æfingunni þegar Sveinn Jóhannsson meiddist. Liðið var þá í sínum hefðbundna fótbolta. Sveinn var að ná í boltann og þurfti að hoppa yfir auglýsingaskilti á vellinum. Hann hefur þá væntanlega lent illa og snúið sig.

Læknir og sjúkraþjálfari voru fljótir til en sjá mátti að Sveinn var draghaltur. Vonandi er þetta þó ekki alvarlegt hjá Sveini.

Hann kom við sögu í fyrstu leikjum Íslands á mótinu en var utan hóps í leiknum gegn Slóveníu.

Sveinn sat sárþjáður í stúkunni í nokkurn tíma.vísir/vilhelm

Sveinn staðinn upp. Hann haltraði síðan að bekknum.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×