Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. janúar 2025 09:33 Snorri Steinn Guðjónsson segir íslenska liðið þurfa að gleyma Slóvenaleiknum en byggja á frammistöðuna gegn Egyptum. Vísir/Vilhelm „Það versta sem við gerum er að staldra við þennan leik og fara að hrósa okkur of mikið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, og á þar við sigur Íslands á Slóveníu í fyrrakvöld. Öll einbeiting er á Egyptum sem strákarnir mæta í kvöld. „Þú getur ekki verið uppi í hæstu hæðum. Þetta var nú bara riðillinn sko, það er nóg eftir og ekkert búið að gerast nema að við erum með fjögur stig. Mikið fram undan og erfiðir leikir,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Búast má við töluvert frábrugðnum leik en þeim sem strákarnir spiluðu við Slóvena. Egyptar eru allt öðruvísi lið, en að sama skapi vill Snorri halda í einkenni íslenska liðsins. „Auðvitað þurfum við að hafa okkar identity á hreinu en við þurfum líka að geta aðlagað það að öðrum. Það er alveg rétt að þetta er öðruvísi lið. Töluvert frábrugðið því sem Slóvenar gera. Það er gríðarleg vigt í þessu, þeir eru þungir, stórir og sterkir. Þeir geta skotið fyrir utan og eru með frábæran línumann sem er mjög erfitt að eiga við,“ segir Snorri og bætir við: „Við þurfum að fara yfir eitt og annað og vera tilbúnir í það. En á sama tíma, það sem þarf að vera eins, er að við þurfum að spila okkar varnarleik, helst, á okkar forsendum. Að við séum að sækja hlutina frekar en að vera að bíða eftir því sem Egyptarnir ætli að gera,“ segir Snorri Steinn. Líkt og greint var frá á Vísi í fyrradag gáfu Egyptar það út að stórskyttan Dodo yrði ekki með í milliriðlinum. Það munar um minna en þegar eru tveir í hans stöðu frá. Snorri segir þó geta verið að Egyptar séu að setja upp leikþátt og geti verið að Dodo verði klár í slaginn. „Alveg örugglega. Þetta er frábær leikmaður og einn af þeirra lykilmönnum. Það hefur eflaust einhver áhrif. Kannski er þetta einhver póker, ég veit það ekki, við þurfum líka að gera ráð fyrir honum. Þetta er bæði gott og slæmt hvað undirbúninginn varðar. En þeir eru með fullt af leikmönnum, sem kannski ekki allir þekkja,“ segir Snorri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Það er leikdagur á HM í Zagreb og ýmislegt sem þurfti að fara yfir í HM í dag. 22. janúar 2025 11:03 „Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00 „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32 Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Óhapp varð á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb nú síðdegis. 21. janúar 2025 16:47 Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
„Þú getur ekki verið uppi í hæstu hæðum. Þetta var nú bara riðillinn sko, það er nóg eftir og ekkert búið að gerast nema að við erum með fjögur stig. Mikið fram undan og erfiðir leikir,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Búast má við töluvert frábrugðnum leik en þeim sem strákarnir spiluðu við Slóvena. Egyptar eru allt öðruvísi lið, en að sama skapi vill Snorri halda í einkenni íslenska liðsins. „Auðvitað þurfum við að hafa okkar identity á hreinu en við þurfum líka að geta aðlagað það að öðrum. Það er alveg rétt að þetta er öðruvísi lið. Töluvert frábrugðið því sem Slóvenar gera. Það er gríðarleg vigt í þessu, þeir eru þungir, stórir og sterkir. Þeir geta skotið fyrir utan og eru með frábæran línumann sem er mjög erfitt að eiga við,“ segir Snorri og bætir við: „Við þurfum að fara yfir eitt og annað og vera tilbúnir í það. En á sama tíma, það sem þarf að vera eins, er að við þurfum að spila okkar varnarleik, helst, á okkar forsendum. Að við séum að sækja hlutina frekar en að vera að bíða eftir því sem Egyptarnir ætli að gera,“ segir Snorri Steinn. Líkt og greint var frá á Vísi í fyrradag gáfu Egyptar það út að stórskyttan Dodo yrði ekki með í milliriðlinum. Það munar um minna en þegar eru tveir í hans stöðu frá. Snorri segir þó geta verið að Egyptar séu að setja upp leikþátt og geti verið að Dodo verði klár í slaginn. „Alveg örugglega. Þetta er frábær leikmaður og einn af þeirra lykilmönnum. Það hefur eflaust einhver áhrif. Kannski er þetta einhver póker, ég veit það ekki, við þurfum líka að gera ráð fyrir honum. Þetta er bæði gott og slæmt hvað undirbúninginn varðar. En þeir eru með fullt af leikmönnum, sem kannski ekki allir þekkja,“ segir Snorri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Það er leikdagur á HM í Zagreb og ýmislegt sem þurfti að fara yfir í HM í dag. 22. janúar 2025 11:03 „Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00 „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32 Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Óhapp varð á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb nú síðdegis. 21. janúar 2025 16:47 Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Það er leikdagur á HM í Zagreb og ýmislegt sem þurfti að fara yfir í HM í dag. 22. janúar 2025 11:03
„Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00
„Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32
Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Óhapp varð á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb nú síðdegis. 21. janúar 2025 16:47