Handbolti

„Það er ein­hver ára yfir liðinu“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það liggur vel á Aroni Pálmarssyni í Zagreb.
Það liggur vel á Aroni Pálmarssyni í Zagreb. vísir/vilhelm

Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær.

„Skrokkurinn er góður. Ég finn ekkert fyrir meiðslunum. Þetta var tognun og maður spilar ekki í gegnum það. Ég er búinn að vera verkjalaus núna í nokkra daga,“ sagði sprækur Aron Pálmarsson.

Eftir því er tekið að Aron er að spila af miklum krafti og jafnvel meiri en oft áður. Hann viðurkennir að hann sé hungraður í árangur á mótinu.

Klippa: Aron er hungraður á HM

„Það er mikið hungur. Þú sérð það. Ég er mjög mótiveraður og hungraður. Svo er einhver ára yfir liðinu núna. Ég er á 110 hverja einustu mínútu,“ segir fyrirliðinn en hann finnur að eitthvað liggur í loftinu.

„Það er góður fílingur og mér finnst menn vera örlítið „cocky“ líka og það er eitthvað sem við þurfum.“

Fram undan er afar erfitt verkefni í kvöld er strákarnir mæta Egyptum sem eru líka með fullt hús á mótinu.

„Við getum komið okkur í kjörstöðu með sigri þannig að vonandi er gott að fá þá strax.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×