Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2025 19:21 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sendi Donald Trump forseta Bandaríkjanna árnaðaróskir eftir að hann sór embættiseið í gær. Grafík/Hjalti Forsætisráðherra væntir þess að Ísland eigi áfram náið samband við Bandaríkin og hefur óskaði nýkjörnum forseta Bandaríkjanna góðs gengis í embætti. Hún hafi einnig fundað stuttlega með leiðtogum Norðurlandanna í gærkvöldi í tilefni vandaskiptanna í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru eitt mikilvægasta viðskiptaríki Íslands og þau hafa verið náin pólitískur bandamaður allt frá því þau viðurkenndu fyrst allra fullt sjálfstæði Íslands árið 1944. Í gildi er tvíhliða varnarsamningur á milli ríkjanna og samstarfið sömuleiðis náið í gegnum NATO. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra væntir þess að samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði áfram góð eftir valdaskiptin í Washington.Vísir „Ég sendi nýjum forseta Bandaríkjanna kveðju í gær eftir innsetningarathöfnina og óska honum og hans ríkisstjórn góðs gengis. Vænti þess að við eigum áfram náið samband við Bandaríkin. Þetta samband skiptir okkur auðvitað miklu máli,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Þá hafi hún einnig átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna og forseta Finnlands í gærkvöldi. „Þar sem við vorum að ræða valdaskiptin og hvers má vænta í Bandaríkjunum. Þetta er auðvitað þjóð sem Norðurlöndin horfa öll til og eiga mikil samskipti við. Vorum að ræða öryggis- og varnarmál lika og samstillingu Norðurlanda varðandi ýmis mál,“ segir forsætisráðherra. Þeirra á meðal eru málefni Grænlands og sameiginlegur stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu. Forsætisráðherra segir skipta miklu máli að öll lönd, þar með talin Bandaríkin, virði fullveldi annarra ríkja og landamæri. Skilaboð forsætisráðherra Norðurlandanna væru skýr í þeim efnum. Donald Trump steig dans með eiginkonu sinni Melania á dansleik að lokinni innsetningu hans í embætti forseta Bandaríkjanna í gær.AP//Evan Vucci „En við erum líka fyrst og fremst að horfa til ákveðinna tækifæra í samskiptum okkar við Bandaríkin. Við erum öll meðvituð um mikilvægi þess að halda góðum samskiptum þarna á milli. Eins að vera samstillt þegar kemur að stóru málunum. Bæði í viðskiptatengdum málum, velferðarmálum en líka í öryggis- og varnarmálum eins og staðan er í heiminum í dag,“ segir Kristrún. Það væri of snemmt að úttala sig um mögulegar tollahækkanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem Donald Trump hefur látið í veðri vaka. Vel væri fylgst með þróun þeirra mála og mögulegum áhrifum á samskptin við bæði Bandaríkin og innan EES samstarfsins. Töluverð óvissa ríkir einnig um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. „Norðurlöndin munu áfram vera samstíga í stuðningi við Úkraínu. Það er mikil meðvitund um mikilvægi þess að styðja áfram við Úkraínu og sjálfstæði þeirra.“ Leggur þú áherslu á að ná tali af Bandaríkjaforseta, þið hittist kannski á NATO-fundi eða eitthvað slíkt, varðandi til dæmis tvíhliða varnarsamning þjóðanna og svo framvegis? „Það hefur ekkert slíkt samtal verið ákveðið. En mér finnst ekki ólíklegt að við munum ræða saman á einhverjum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Bandaríkin eru eitt mikilvægasta viðskiptaríki Íslands og þau hafa verið náin pólitískur bandamaður allt frá því þau viðurkenndu fyrst allra fullt sjálfstæði Íslands árið 1944. Í gildi er tvíhliða varnarsamningur á milli ríkjanna og samstarfið sömuleiðis náið í gegnum NATO. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra væntir þess að samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði áfram góð eftir valdaskiptin í Washington.Vísir „Ég sendi nýjum forseta Bandaríkjanna kveðju í gær eftir innsetningarathöfnina og óska honum og hans ríkisstjórn góðs gengis. Vænti þess að við eigum áfram náið samband við Bandaríkin. Þetta samband skiptir okkur auðvitað miklu máli,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Þá hafi hún einnig átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna og forseta Finnlands í gærkvöldi. „Þar sem við vorum að ræða valdaskiptin og hvers má vænta í Bandaríkjunum. Þetta er auðvitað þjóð sem Norðurlöndin horfa öll til og eiga mikil samskipti við. Vorum að ræða öryggis- og varnarmál lika og samstillingu Norðurlanda varðandi ýmis mál,“ segir forsætisráðherra. Þeirra á meðal eru málefni Grænlands og sameiginlegur stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu. Forsætisráðherra segir skipta miklu máli að öll lönd, þar með talin Bandaríkin, virði fullveldi annarra ríkja og landamæri. Skilaboð forsætisráðherra Norðurlandanna væru skýr í þeim efnum. Donald Trump steig dans með eiginkonu sinni Melania á dansleik að lokinni innsetningu hans í embætti forseta Bandaríkjanna í gær.AP//Evan Vucci „En við erum líka fyrst og fremst að horfa til ákveðinna tækifæra í samskiptum okkar við Bandaríkin. Við erum öll meðvituð um mikilvægi þess að halda góðum samskiptum þarna á milli. Eins að vera samstillt þegar kemur að stóru málunum. Bæði í viðskiptatengdum málum, velferðarmálum en líka í öryggis- og varnarmálum eins og staðan er í heiminum í dag,“ segir Kristrún. Það væri of snemmt að úttala sig um mögulegar tollahækkanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem Donald Trump hefur látið í veðri vaka. Vel væri fylgst með þróun þeirra mála og mögulegum áhrifum á samskptin við bæði Bandaríkin og innan EES samstarfsins. Töluverð óvissa ríkir einnig um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. „Norðurlöndin munu áfram vera samstíga í stuðningi við Úkraínu. Það er mikil meðvitund um mikilvægi þess að styðja áfram við Úkraínu og sjálfstæði þeirra.“ Leggur þú áherslu á að ná tali af Bandaríkjaforseta, þið hittist kannski á NATO-fundi eða eitthvað slíkt, varðandi til dæmis tvíhliða varnarsamning þjóðanna og svo framvegis? „Það hefur ekkert slíkt samtal verið ákveðið. En mér finnst ekki ólíklegt að við munum ræða saman á einhverjum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira