Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2025 19:21 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sendi Donald Trump forseta Bandaríkjanna árnaðaróskir eftir að hann sór embættiseið í gær. Grafík/Hjalti Forsætisráðherra væntir þess að Ísland eigi áfram náið samband við Bandaríkin og hefur óskaði nýkjörnum forseta Bandaríkjanna góðs gengis í embætti. Hún hafi einnig fundað stuttlega með leiðtogum Norðurlandanna í gærkvöldi í tilefni vandaskiptanna í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru eitt mikilvægasta viðskiptaríki Íslands og þau hafa verið náin pólitískur bandamaður allt frá því þau viðurkenndu fyrst allra fullt sjálfstæði Íslands árið 1944. Í gildi er tvíhliða varnarsamningur á milli ríkjanna og samstarfið sömuleiðis náið í gegnum NATO. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra væntir þess að samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði áfram góð eftir valdaskiptin í Washington.Vísir „Ég sendi nýjum forseta Bandaríkjanna kveðju í gær eftir innsetningarathöfnina og óska honum og hans ríkisstjórn góðs gengis. Vænti þess að við eigum áfram náið samband við Bandaríkin. Þetta samband skiptir okkur auðvitað miklu máli,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Þá hafi hún einnig átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna og forseta Finnlands í gærkvöldi. „Þar sem við vorum að ræða valdaskiptin og hvers má vænta í Bandaríkjunum. Þetta er auðvitað þjóð sem Norðurlöndin horfa öll til og eiga mikil samskipti við. Vorum að ræða öryggis- og varnarmál lika og samstillingu Norðurlanda varðandi ýmis mál,“ segir forsætisráðherra. Þeirra á meðal eru málefni Grænlands og sameiginlegur stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu. Forsætisráðherra segir skipta miklu máli að öll lönd, þar með talin Bandaríkin, virði fullveldi annarra ríkja og landamæri. Skilaboð forsætisráðherra Norðurlandanna væru skýr í þeim efnum. Donald Trump steig dans með eiginkonu sinni Melania á dansleik að lokinni innsetningu hans í embætti forseta Bandaríkjanna í gær.AP//Evan Vucci „En við erum líka fyrst og fremst að horfa til ákveðinna tækifæra í samskiptum okkar við Bandaríkin. Við erum öll meðvituð um mikilvægi þess að halda góðum samskiptum þarna á milli. Eins að vera samstillt þegar kemur að stóru málunum. Bæði í viðskiptatengdum málum, velferðarmálum en líka í öryggis- og varnarmálum eins og staðan er í heiminum í dag,“ segir Kristrún. Það væri of snemmt að úttala sig um mögulegar tollahækkanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem Donald Trump hefur látið í veðri vaka. Vel væri fylgst með þróun þeirra mála og mögulegum áhrifum á samskptin við bæði Bandaríkin og innan EES samstarfsins. Töluverð óvissa ríkir einnig um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. „Norðurlöndin munu áfram vera samstíga í stuðningi við Úkraínu. Það er mikil meðvitund um mikilvægi þess að styðja áfram við Úkraínu og sjálfstæði þeirra.“ Leggur þú áherslu á að ná tali af Bandaríkjaforseta, þið hittist kannski á NATO-fundi eða eitthvað slíkt, varðandi til dæmis tvíhliða varnarsamning þjóðanna og svo framvegis? „Það hefur ekkert slíkt samtal verið ákveðið. En mér finnst ekki ólíklegt að við munum ræða saman á einhverjum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Bandaríkin eru eitt mikilvægasta viðskiptaríki Íslands og þau hafa verið náin pólitískur bandamaður allt frá því þau viðurkenndu fyrst allra fullt sjálfstæði Íslands árið 1944. Í gildi er tvíhliða varnarsamningur á milli ríkjanna og samstarfið sömuleiðis náið í gegnum NATO. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra væntir þess að samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði áfram góð eftir valdaskiptin í Washington.Vísir „Ég sendi nýjum forseta Bandaríkjanna kveðju í gær eftir innsetningarathöfnina og óska honum og hans ríkisstjórn góðs gengis. Vænti þess að við eigum áfram náið samband við Bandaríkin. Þetta samband skiptir okkur auðvitað miklu máli,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Þá hafi hún einnig átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna og forseta Finnlands í gærkvöldi. „Þar sem við vorum að ræða valdaskiptin og hvers má vænta í Bandaríkjunum. Þetta er auðvitað þjóð sem Norðurlöndin horfa öll til og eiga mikil samskipti við. Vorum að ræða öryggis- og varnarmál lika og samstillingu Norðurlanda varðandi ýmis mál,“ segir forsætisráðherra. Þeirra á meðal eru málefni Grænlands og sameiginlegur stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu. Forsætisráðherra segir skipta miklu máli að öll lönd, þar með talin Bandaríkin, virði fullveldi annarra ríkja og landamæri. Skilaboð forsætisráðherra Norðurlandanna væru skýr í þeim efnum. Donald Trump steig dans með eiginkonu sinni Melania á dansleik að lokinni innsetningu hans í embætti forseta Bandaríkjanna í gær.AP//Evan Vucci „En við erum líka fyrst og fremst að horfa til ákveðinna tækifæra í samskiptum okkar við Bandaríkin. Við erum öll meðvituð um mikilvægi þess að halda góðum samskiptum þarna á milli. Eins að vera samstillt þegar kemur að stóru málunum. Bæði í viðskiptatengdum málum, velferðarmálum en líka í öryggis- og varnarmálum eins og staðan er í heiminum í dag,“ segir Kristrún. Það væri of snemmt að úttala sig um mögulegar tollahækkanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem Donald Trump hefur látið í veðri vaka. Vel væri fylgst með þróun þeirra mála og mögulegum áhrifum á samskptin við bæði Bandaríkin og innan EES samstarfsins. Töluverð óvissa ríkir einnig um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. „Norðurlöndin munu áfram vera samstíga í stuðningi við Úkraínu. Það er mikil meðvitund um mikilvægi þess að styðja áfram við Úkraínu og sjálfstæði þeirra.“ Leggur þú áherslu á að ná tali af Bandaríkjaforseta, þið hittist kannski á NATO-fundi eða eitthvað slíkt, varðandi til dæmis tvíhliða varnarsamning þjóðanna og svo framvegis? „Það hefur ekkert slíkt samtal verið ákveðið. En mér finnst ekki ólíklegt að við munum ræða saman á einhverjum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira