Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar 21. janúar 2025 14:03 Þann 15. janúar 2025 birtist frétt á Vísi þess efnis að Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns sem Héraðsdómur Norðurlands sakfelldi fyrir samræði við barn undir 15 ára aldri. Landsréttur þyngdi þann dóm og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða nauðgun. Umræddur kynferðisafbrotamaður og lögmaður hans sendu beiðni um áfrýjun niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar með þeim rökum ,,að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum.” Sú beiðni var samþykkt. Samkvæmt lögum getur barn undir 15 ára aldri ekki veitt fullorðnum samþykki sitt. Af hverju er þörf á að taka það fyrir hjá dómstólum? Af hverju erum við með lög ef þetta er túlkunaratriði eftir allt saman? Þann 16. september 2022 lagði Gísli Rafn Ólafsson fram frumvarp sem átti að auka réttarvernd barna í kynferðisbrotamálum. Hann endurtók þá tillögu aftur þann 18. september 2023. Í bæði skiptin fékk frumvarpið því miður dræmar undirtektir og lagðist Héraðssaksóknari meðal annars gegn því. Þeir sem brjóta gegn börnum hafa nú þegar rými til þess og í ljósi þess að ekki var vilji til þess að þrengja þann ramma er mikilvægt að við gefum þeim ekki enn meira eftir. Umræðan um réttarkerfið okkar og skort á fjármagni hefur verið viðvarandi í langan tíma og ákæruvaldið þarf, vegna fjárskorts, að velja hvaða mál fara fyrir dóm. Í kynferðisbrotamálum eru 50-60% mála felld niður samkvæmt tölfræði Ríkissaksóknara frá árunum 2016-2021. Brotaþolar njóta ekki þeirra réttinda að hafa ákvörðunarvald í sínum eigin málum, á meðan kynferðisafbrotamenn geta óskað eftir áfrýjun ef þeim hugnast ekki niðurstaðan. Þannig geta þeir sóað fjármagni í fjársveltu kerfi og heimtað áheyrn dómstóla, jafnvel þó að það fari gegn lögum landsins. Það hefði verið fordæmi ef Hæstiréttur hefði hafnað þessari fáránlegu beiðni og sent þannig skýr skilaboð þess efnis að það er ekki í lagi að fullorðið fólk hafi samræði við eða nauðgi börnum. Höfundur situr í stjórn Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/153/35/?ltg=153&mnr=35 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/131/?ltg=154&mnr=131 https://heimildin.is/grein/17027/ https://www.visir.is/g/20252675300d/haesti-rettur-sker-ur-um-hvort-sam-raedi-vid-barn-se-naudgun https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6feQMjf4LK5mijYLbMfsgh/5694cb145d709a22b8d64dae321707a0/Skyrsla-starfshops-RS-um-malmedferdartima-kynferdisbrota-25.-agust-2022.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 15. janúar 2025 birtist frétt á Vísi þess efnis að Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns sem Héraðsdómur Norðurlands sakfelldi fyrir samræði við barn undir 15 ára aldri. Landsréttur þyngdi þann dóm og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða nauðgun. Umræddur kynferðisafbrotamaður og lögmaður hans sendu beiðni um áfrýjun niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar með þeim rökum ,,að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum.” Sú beiðni var samþykkt. Samkvæmt lögum getur barn undir 15 ára aldri ekki veitt fullorðnum samþykki sitt. Af hverju er þörf á að taka það fyrir hjá dómstólum? Af hverju erum við með lög ef þetta er túlkunaratriði eftir allt saman? Þann 16. september 2022 lagði Gísli Rafn Ólafsson fram frumvarp sem átti að auka réttarvernd barna í kynferðisbrotamálum. Hann endurtók þá tillögu aftur þann 18. september 2023. Í bæði skiptin fékk frumvarpið því miður dræmar undirtektir og lagðist Héraðssaksóknari meðal annars gegn því. Þeir sem brjóta gegn börnum hafa nú þegar rými til þess og í ljósi þess að ekki var vilji til þess að þrengja þann ramma er mikilvægt að við gefum þeim ekki enn meira eftir. Umræðan um réttarkerfið okkar og skort á fjármagni hefur verið viðvarandi í langan tíma og ákæruvaldið þarf, vegna fjárskorts, að velja hvaða mál fara fyrir dóm. Í kynferðisbrotamálum eru 50-60% mála felld niður samkvæmt tölfræði Ríkissaksóknara frá árunum 2016-2021. Brotaþolar njóta ekki þeirra réttinda að hafa ákvörðunarvald í sínum eigin málum, á meðan kynferðisafbrotamenn geta óskað eftir áfrýjun ef þeim hugnast ekki niðurstaðan. Þannig geta þeir sóað fjármagni í fjársveltu kerfi og heimtað áheyrn dómstóla, jafnvel þó að það fari gegn lögum landsins. Það hefði verið fordæmi ef Hæstiréttur hefði hafnað þessari fáránlegu beiðni og sent þannig skýr skilaboð þess efnis að það er ekki í lagi að fullorðið fólk hafi samræði við eða nauðgi börnum. Höfundur situr í stjórn Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/153/35/?ltg=153&mnr=35 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/131/?ltg=154&mnr=131 https://heimildin.is/grein/17027/ https://www.visir.is/g/20252675300d/haesti-rettur-sker-ur-um-hvort-sam-raedi-vid-barn-se-naudgun https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6feQMjf4LK5mijYLbMfsgh/5694cb145d709a22b8d64dae321707a0/Skyrsla-starfshops-RS-um-malmedferdartima-kynferdisbrota-25.-agust-2022.pdf
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun