KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 17:32 Sverrir Ingi Ingason er lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins. Hver veit nema að arftaki hans sé á meðal þeirra stráka, fæddir 2008 og 2009, sem boðaðir hafa verið á æfingar í varnarleik síðar í þessum mánuði? vísir/Anton Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað unga varnarmenn á sérstakar æfingar í lok þessa mánaðar, í von um að eignast enn betri varnarmenn þegar fram líða stundir. Á árum áður voru Íslendingar vanir því að eiga varnarmenn í einni sterkustu landsdeild Evrópu, ensku úrvalsdeildinni, en í dag spilar enginn íslenskur varnarmaður í einhverri af sterkustu deildum álfunnar. Reyndar var það einnig svo þegar Ísland náði sínum besta árangri í sögunni og fór í 8-liða úrslit á EM og inn á HM, að varnarlínan var ekki skipuð varnarmönnum sem spiluðu í sterkustu deildunum. Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, sagði líka á blaðamannafundi á föstudaginn að hann væri ósammála umræðunni um að íslenska landsliðið væri ekki nógu sterkt í vörn. Varnarmenn Íslands hefðu sannarlega sína styrkleika. Engur að síður hefur KSÍ nú brugðist við og boðað unga leikmenn á séræfingar í vörn, og það undir handleiðslu manna með gríðarlega reynslu af því að verjast, í efstu deildum Englands. „Tilraunaverkefni“ sem vonandi skilar sér Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari mun hafa umsjón með æfingunum ásamt landsliðsþjálfurum yngri landsliða, en fyrrum landsliðs- og atvinnumennirnir Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson munu einnig þjálfa á æfingunum. „Það hefur verið kallað eftir því að okkur vanti fleiri varnarmenn. Að það þurfi að laga varnarleikinn okkar. Við erum að fara af stað í lok janúar með smá tilraunaverkefni með yngri leikmenn,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina. „Við ætlum að vera með æfingar þar sem við köllum saman eingöngu varnarmenn yngri landsliða. Inni á þeim æfingum verða kempur eins og Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson, og mögulega fleiri, sem aðstoða landsliðsþjálfara okkar í að kenna undirstöðuatriði í varnarleik, staðsetningar og fleira. Vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu. Við erum alltaf að reyna að finna einhverjar leiðir til að laga hlutina, og í samvinnu við félögin þá vonandi skilar þetta sér,“ sagði Jörundur Áki. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í leikstöðuæfingum KSÍ dagana 28. – 29. janúar 2025: Leikmenn fæddir 2008 Ásbjörn Líndal Arnarsson – Þór Ak. Birkir Hrafn Samúelsson – ÍA Egill Ingi Benediktsson – Leiknir R. Gísli Snær Waywadt Gíslason – Stjarnan Gunnar Baltasar Guðmundsson – HK Ísak Logi Eysteinsson – Keflavík Ketill Orri Ketilsson – FH Kristinn Tjörvi Björnsson – Víkingur R. Stefán Logi Sigurjónsson – Fylkir Styrmir Jóhann Ellertsson – ÍA Sverrir Páll Ingason – Þór Ak. Sölvi Svær Ásgeirsson – Grindavík Leikmenn fæddir 2009 Björn Darri Oddgeirsson – Þróttur R. Brynjar Óðinn Atlason – ÍA Egill Valur Karlsson – Breiðablik Halldór Sveinn Elíasson – Njarðvík Jakob Sævar Johansson – Afturelding Kristófer Kató Friðriksson – Þór Markús Andri Daníelsson Martin – Hamar Nökkvi Arnarsson – HK Oliver Napiórkowski – Fylkir Rúnar Logi Ragnarsson – Breiðablik Sigmundur Logi Þórðarson – KA Skarphéðinn Gauti Ingimarsson – KR Landslið karla í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Á árum áður voru Íslendingar vanir því að eiga varnarmenn í einni sterkustu landsdeild Evrópu, ensku úrvalsdeildinni, en í dag spilar enginn íslenskur varnarmaður í einhverri af sterkustu deildum álfunnar. Reyndar var það einnig svo þegar Ísland náði sínum besta árangri í sögunni og fór í 8-liða úrslit á EM og inn á HM, að varnarlínan var ekki skipuð varnarmönnum sem spiluðu í sterkustu deildunum. Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, sagði líka á blaðamannafundi á föstudaginn að hann væri ósammála umræðunni um að íslenska landsliðið væri ekki nógu sterkt í vörn. Varnarmenn Íslands hefðu sannarlega sína styrkleika. Engur að síður hefur KSÍ nú brugðist við og boðað unga leikmenn á séræfingar í vörn, og það undir handleiðslu manna með gríðarlega reynslu af því að verjast, í efstu deildum Englands. „Tilraunaverkefni“ sem vonandi skilar sér Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari mun hafa umsjón með æfingunum ásamt landsliðsþjálfurum yngri landsliða, en fyrrum landsliðs- og atvinnumennirnir Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson munu einnig þjálfa á æfingunum. „Það hefur verið kallað eftir því að okkur vanti fleiri varnarmenn. Að það þurfi að laga varnarleikinn okkar. Við erum að fara af stað í lok janúar með smá tilraunaverkefni með yngri leikmenn,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina. „Við ætlum að vera með æfingar þar sem við köllum saman eingöngu varnarmenn yngri landsliða. Inni á þeim æfingum verða kempur eins og Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson, og mögulega fleiri, sem aðstoða landsliðsþjálfara okkar í að kenna undirstöðuatriði í varnarleik, staðsetningar og fleira. Vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu. Við erum alltaf að reyna að finna einhverjar leiðir til að laga hlutina, og í samvinnu við félögin þá vonandi skilar þetta sér,“ sagði Jörundur Áki. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í leikstöðuæfingum KSÍ dagana 28. – 29. janúar 2025: Leikmenn fæddir 2008 Ásbjörn Líndal Arnarsson – Þór Ak. Birkir Hrafn Samúelsson – ÍA Egill Ingi Benediktsson – Leiknir R. Gísli Snær Waywadt Gíslason – Stjarnan Gunnar Baltasar Guðmundsson – HK Ísak Logi Eysteinsson – Keflavík Ketill Orri Ketilsson – FH Kristinn Tjörvi Björnsson – Víkingur R. Stefán Logi Sigurjónsson – Fylkir Styrmir Jóhann Ellertsson – ÍA Sverrir Páll Ingason – Þór Ak. Sölvi Svær Ásgeirsson – Grindavík Leikmenn fæddir 2009 Björn Darri Oddgeirsson – Þróttur R. Brynjar Óðinn Atlason – ÍA Egill Valur Karlsson – Breiðablik Halldór Sveinn Elíasson – Njarðvík Jakob Sævar Johansson – Afturelding Kristófer Kató Friðriksson – Þór Markús Andri Daníelsson Martin – Hamar Nökkvi Arnarsson – HK Oliver Napiórkowski – Fylkir Rúnar Logi Ragnarsson – Breiðablik Sigmundur Logi Þórðarson – KA Skarphéðinn Gauti Ingimarsson – KR
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti