Lífið

Fyrsta sam­félags­miðla­stjarna Ís­lands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gaui litli var reglulega á forsíðu Séð & Heyrts.
Gaui litli var reglulega á forsíðu Séð & Heyrts.

„Ég byrjaði að birtast í blaðinu árið 1996 en þá voru vangaveltur í sjónvarpinu að vera með svona þátt inni í Kastljósi um heilbrigði og hreysti og annað slíkt. Svanhildur Konráðs og Marteinn Þórsson pródúsent, hann kom á Kaffibarinn þar sem ég sat 170 kíló drekkandi koníak, kaffi og reykjandi vindil,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, sem var reglulegur gestur í tímaritinu Séð & Heyrt.

Á dögunum fór í loftið þáttur á Stöð 2 um sögu blaðsins frá 1996-2016. Þorsteinn J er umsjónarmaður þáttanna. Segja má að Gaui litli hafi verið fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands.

„Það þyrfti að finna einhvern of feitan sem væri í óreglu og segja hans sögu og láta hann taka á sínum málum. Ég og Marteinn ræddum þetta fram og til baka og okkur fannst þetta ógeðslega fyndið. Þangað til að hann sagði, langar þig kannski að vera sá aðili? Ég svolítið fúll. Bíddu hvað áttu við? Ert þú að segja að ég sé feitur?“

Gaui þótti ótrúlega kjarkaður að þora að grenna sig fyrir framan alþjóð. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.