Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 22:30 Sjókvíaeldi í Berufirði. Tillaga til rekstrarleyfis til sjókvíaeldis í Seyðisfirði var kynnt á dögunum. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna VÁ! – félags um vernd fjarðar og eigenda jarðarinnar Dvergasteins á hendur Matvælastofnun vegna synjunar um frest til að skila inn athugasemdum við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf. til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna rann út í gær. Í úrskurðinum, sem kveðinn var upp í dag, segir að í upphafi árs hafi VÁ og eigendur jarðarinnar Dvergasteins á Seyðisfirði óskað eftir því við Matvælastofnun að frestur til athugasemda við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði yrði framlengdur. Kærendur hafi vísað til þess að nýju áhættumati frá Hafrannsóknarstofnun hefði verið frestað og fyrir vikið lægju ekki fyrir ný viðmið frá því að umfangsmiklar slysasleppingar og umhverfisslys hefðu orðið í atvinnugreininni. Matvælastofnun hafi gefið þau svör að stofnunin teldi ekki þörf á að framlengja umræddan frest. Kærendur hafi þá ítrekað beiðni sína en stofnunin vísað til fyrra svars og hafnað beiðninni. Í kjölfarið hafi synjunin verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að samkvæmt stjórnsýslulögum verði stjórnvaldsákvörðun, sem ekki bindi enda á mál, ekki kærð fyrr en málið hafi verið til lykta leidd. Hin kærða ákvörðun varði málsmeðferð Matvælastofnunar við útgáfu rekstrarleyfis en ekki sé að ræða um ákvörðun sem bindi enda á mál. Þá eigi undantekningar frá því ákvæði ekki við í málinu. Með vísan til þess yrði kærumálinu vísað frá úrskurðarnefndinni. Rætt var við Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur formann félagsins og Katrínu Oddsdóttur lögmann um áformin í Kvöldfréttum á dögunum. Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitinguna. Sjókvíaeldi Múlaþing Stjórnsýsla Fiskeldi Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf. til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna rann út í gær. Í úrskurðinum, sem kveðinn var upp í dag, segir að í upphafi árs hafi VÁ og eigendur jarðarinnar Dvergasteins á Seyðisfirði óskað eftir því við Matvælastofnun að frestur til athugasemda við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði yrði framlengdur. Kærendur hafi vísað til þess að nýju áhættumati frá Hafrannsóknarstofnun hefði verið frestað og fyrir vikið lægju ekki fyrir ný viðmið frá því að umfangsmiklar slysasleppingar og umhverfisslys hefðu orðið í atvinnugreininni. Matvælastofnun hafi gefið þau svör að stofnunin teldi ekki þörf á að framlengja umræddan frest. Kærendur hafi þá ítrekað beiðni sína en stofnunin vísað til fyrra svars og hafnað beiðninni. Í kjölfarið hafi synjunin verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að samkvæmt stjórnsýslulögum verði stjórnvaldsákvörðun, sem ekki bindi enda á mál, ekki kærð fyrr en málið hafi verið til lykta leidd. Hin kærða ákvörðun varði málsmeðferð Matvælastofnunar við útgáfu rekstrarleyfis en ekki sé að ræða um ákvörðun sem bindi enda á mál. Þá eigi undantekningar frá því ákvæði ekki við í málinu. Með vísan til þess yrði kærumálinu vísað frá úrskurðarnefndinni. Rætt var við Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur formann félagsins og Katrínu Oddsdóttur lögmann um áformin í Kvöldfréttum á dögunum. Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitinguna.
Sjókvíaeldi Múlaþing Stjórnsýsla Fiskeldi Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent