Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 21:37 Viktor Gísli Hallgrímsson ver hér eitt af átján skotum sínum í leiknum í kvöld. Mörk þeirra komu úr dauðafærum. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran fimm marka sigur á Slóvenum, 23-18, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Íslenska liðið hélt slóvenska liðinu í átján mörkum með frábærri vörn og stórbrotinni markvörslu Viktors Gísla Hallgrímssonar. Viktor Gísli varð átján skot og fimmtíu prósent skotanna sem komu á hann. Þetta var þó ekki fullkominn leikur því sóknarleikurinn gekk ekki allt of vel. Mörg dauðafæri fóru forgörðum og sigurinn hefði því getað verið stærri. Það skipti ekki máli því vörnin hélt svo vel og í markinu spilaði Viktor Gísli einn besta leik íslensks markvarðar á stórmóti. Viktor varði ekki aðeins helming þeirra skota sem hann reyndi við heldur komu mörg þeirra úr algjörum dauðafærum. Hann tók tennurnar endanlega úr Slóvenunum þegar þeir loksins sluppu í gegnum öfluga vörn. Tóninn var gefin í fyrri hálfleiknum. Varnarleikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik var alveg frábær. Liðið stal sjö boltum af Slóvenunum á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og flestir skiluðu liðinu marki úr hraðaupphlaupum. Íslenska liðið vann sjö mínútna kafla 6-0 og komst í 11-4. Á bak við frábæra vörn var Viktor Gísli Hallgrímsson í ham en hann varð tíu af átján skotum Slóvena í fyrri hálfleiknum eða 56 prósent skotanna. Aron Pálmarsson byrjaði ekki en átti frábæra innkomu um miðja hálfleikinn og var með fjögur mörk, þrjár stoðsendingar og tvo stolna bolta á fimmtán mínútum. Íslenska vörnin hélt velli í seinni hálfleik og íslenska liðið var 19-10 yfir þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Slóvenar löguðu stöðuna í lokin en þá voru bæði Elvar Örn Jónsson og Elliði Snær Viðarsson komnir með rautt spjald. Viggó Kristjánsson var mikilvægur í sóknarleik íslenska liðsins í seinni hálfleik og tók þá af skarið þegar sóknin var ekki að ganga of vel. Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum fyrsta leik Íslands á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni. - Íslensku landsliðsmennirnir á móti Slóveníu á HM 2025- Hver skoraði mest: 1. Viggó Kristjánsson 7/4 2. Aron Pálmarsson 5 3. Janus Daði Smárason 3 3.Orri Freyr Þorkelsson 3 5. Elliði Snær Viðarsson 2 6. Óðinn Þór Ríkharðsson 1 6. Elvar Örn Jónsson 1 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 - Markahæstir í fyrri hálfleik: 1. Aron Pálmarsson 4 2. Viggó Kristjánsson 3/2 3. Janus Daði Smárason 2 3. Orri Freyr Þorkelsson 2 - Markahæstir í seinni hálfeik: 1. Viggó Kristjánsson 4/2 2. Janus Daði Smárason 1 2. Aron Pálmarsson 1 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 2. Elliði Snær Viðarsson 1 2. Orri Freyr Þorkelsson 1 - Hver varði flest skot: 1. Viktor Gísli Hallgrímsson 18/1 (50%) - Hver spilaði mest í leiknum: 1. Viggó Kristjánsson 57:28 2. Óðinn Þór Ríkharðsson 53:00 3. Viktor Gísli Hallgrímsson 52:33 4. Orri Freyr Þorkelsson 52:13 5. Elliði Snær Viðarsson 40:44 - Hver skaut oftast á markið: 1. Viggó Kristjánsson 14 2. Aron Pálmarsson 10 3. Óðinn Þór Ríkharðsson 4 3. Janus Daði Smárason 4 3. Orri Freyr Þorkelsson 4 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 - Hver gaf flestar stoðsendingar: 1. Viggó Kristjánsson 4 2. Aron Pálmarsson 3 3. Janus Daði Smárason 2 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2 - Hver átti þátt í flestum mörkum: 1. Viggó Kristjánsson 11 2. Aron Pálmarsson 8 3. Janus Daði Smárason 5 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 4. Orri Freyr Þorkelsson 3 6. Elliði Snær Viðarsson 2 - Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz): 1. Ýmir Örn Gíslason 7 2. Elvar Örn Jónsson 4 2. Viggó Kristjánsson 4 4. Elliði Snær Viðarsson 3 5. Janus Daði Smárason 2 5. Aron Pálmarsson 2 - Mörk skoruð í tómt mark 1. Viggó Kristjánsson 1 - Hver tapaði boltanum oftast: 1. Janus Daði Smárason 3 2. Viggó Kristjánsson 2 - Flest varin skot í vörn: Ekkert - Hver fiskaði flest víti: 1. Janus Daði Smárason 2 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 2. Ýmir Örn Gíslason 1 - Hver fiskaði flesta brottrekstra: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 - Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz): 1. Viggó Kristjánsson 7,98 2. Aron Pálmarsson 7,70 3. Janus Daði Smárason 7,68 4. Orri Freyr Þorkelsson 6,60 5. Gísli Þorgeir Kristjánsson 6,29 - Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz): 1. Aron Pálmarsson 8,60 2. Ýmir Örn Gíslason 7,54 3. Viggó Kristjánsson 7,38 4. Orri Freyr Þorkelsson 6,39 5. Gísli Þorgeir Kristjánsson 5,90 - - Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum - 4 með langskotum 4 úr vítum 3 úr vinstra horni 3 með gegnumbrotum 1 af línu 0 úr hægra horni 10 úr hraðaupphlaupum (2 með seinni bylgju) - Skotnýting íslenska liðsins í leiknum 40% úr langskotum 25% úr gegnumbrotum 100% af línu 43% úr hornum 100% úr vítum - - Plús & mínus kladdinn í leiknum - Mörk með langskotum: Slóvenía +1 Mörk af línu: Slóvenía +1 Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +8 Tapaðir boltar: Ísland -8 Fiskuð víti: Ísland +2 Varin skot markvarða: Ísland +5 Varin víti markvarða: Ísland +1 Misheppnuð skot: Ísland +3 Löglegar stöðvanir: Ísland +6 Refsimínútur: Ísland +10 mín. - - Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum - Fyrri hálfleikurinn: 1. til 10. mínúta: Ísland +2 (4-2) 11. til 20. mínúta: Ísland +4 (6-2) 21. til 30. mínúta: Jafnt (4-4) Seinni hálfleikurinn: 31. til 40. mínúta: Jafnt (2-2) 41. til 50. mínúta: Íslamd +1 (4-3) 51. til 60. mínúta: Slóvenía +2 (5-3) - Byrjun hálfleikja: Ísland +2 (6-4) Lok hálfleikja: Slóvenía +2 (9-7) Fyrri hálfleikur: Ísland +6 (14-8) Seinni hálfleikur: Slóvenía +1 (10-9) HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira
Íslenska liðið hélt slóvenska liðinu í átján mörkum með frábærri vörn og stórbrotinni markvörslu Viktors Gísla Hallgrímssonar. Viktor Gísli varð átján skot og fimmtíu prósent skotanna sem komu á hann. Þetta var þó ekki fullkominn leikur því sóknarleikurinn gekk ekki allt of vel. Mörg dauðafæri fóru forgörðum og sigurinn hefði því getað verið stærri. Það skipti ekki máli því vörnin hélt svo vel og í markinu spilaði Viktor Gísli einn besta leik íslensks markvarðar á stórmóti. Viktor varði ekki aðeins helming þeirra skota sem hann reyndi við heldur komu mörg þeirra úr algjörum dauðafærum. Hann tók tennurnar endanlega úr Slóvenunum þegar þeir loksins sluppu í gegnum öfluga vörn. Tóninn var gefin í fyrri hálfleiknum. Varnarleikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik var alveg frábær. Liðið stal sjö boltum af Slóvenunum á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og flestir skiluðu liðinu marki úr hraðaupphlaupum. Íslenska liðið vann sjö mínútna kafla 6-0 og komst í 11-4. Á bak við frábæra vörn var Viktor Gísli Hallgrímsson í ham en hann varð tíu af átján skotum Slóvena í fyrri hálfleiknum eða 56 prósent skotanna. Aron Pálmarsson byrjaði ekki en átti frábæra innkomu um miðja hálfleikinn og var með fjögur mörk, þrjár stoðsendingar og tvo stolna bolta á fimmtán mínútum. Íslenska vörnin hélt velli í seinni hálfleik og íslenska liðið var 19-10 yfir þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Slóvenar löguðu stöðuna í lokin en þá voru bæði Elvar Örn Jónsson og Elliði Snær Viðarsson komnir með rautt spjald. Viggó Kristjánsson var mikilvægur í sóknarleik íslenska liðsins í seinni hálfleik og tók þá af skarið þegar sóknin var ekki að ganga of vel. Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum fyrsta leik Íslands á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni. - Íslensku landsliðsmennirnir á móti Slóveníu á HM 2025- Hver skoraði mest: 1. Viggó Kristjánsson 7/4 2. Aron Pálmarsson 5 3. Janus Daði Smárason 3 3.Orri Freyr Þorkelsson 3 5. Elliði Snær Viðarsson 2 6. Óðinn Þór Ríkharðsson 1 6. Elvar Örn Jónsson 1 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 - Markahæstir í fyrri hálfleik: 1. Aron Pálmarsson 4 2. Viggó Kristjánsson 3/2 3. Janus Daði Smárason 2 3. Orri Freyr Þorkelsson 2 - Markahæstir í seinni hálfeik: 1. Viggó Kristjánsson 4/2 2. Janus Daði Smárason 1 2. Aron Pálmarsson 1 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 2. Elliði Snær Viðarsson 1 2. Orri Freyr Þorkelsson 1 - Hver varði flest skot: 1. Viktor Gísli Hallgrímsson 18/1 (50%) - Hver spilaði mest í leiknum: 1. Viggó Kristjánsson 57:28 2. Óðinn Þór Ríkharðsson 53:00 3. Viktor Gísli Hallgrímsson 52:33 4. Orri Freyr Þorkelsson 52:13 5. Elliði Snær Viðarsson 40:44 - Hver skaut oftast á markið: 1. Viggó Kristjánsson 14 2. Aron Pálmarsson 10 3. Óðinn Þór Ríkharðsson 4 3. Janus Daði Smárason 4 3. Orri Freyr Þorkelsson 4 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 - Hver gaf flestar stoðsendingar: 1. Viggó Kristjánsson 4 2. Aron Pálmarsson 3 3. Janus Daði Smárason 2 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2 - Hver átti þátt í flestum mörkum: 1. Viggó Kristjánsson 11 2. Aron Pálmarsson 8 3. Janus Daði Smárason 5 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 4. Orri Freyr Þorkelsson 3 6. Elliði Snær Viðarsson 2 - Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz): 1. Ýmir Örn Gíslason 7 2. Elvar Örn Jónsson 4 2. Viggó Kristjánsson 4 4. Elliði Snær Viðarsson 3 5. Janus Daði Smárason 2 5. Aron Pálmarsson 2 - Mörk skoruð í tómt mark 1. Viggó Kristjánsson 1 - Hver tapaði boltanum oftast: 1. Janus Daði Smárason 3 2. Viggó Kristjánsson 2 - Flest varin skot í vörn: Ekkert - Hver fiskaði flest víti: 1. Janus Daði Smárason 2 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 2. Ýmir Örn Gíslason 1 - Hver fiskaði flesta brottrekstra: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 - Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz): 1. Viggó Kristjánsson 7,98 2. Aron Pálmarsson 7,70 3. Janus Daði Smárason 7,68 4. Orri Freyr Þorkelsson 6,60 5. Gísli Þorgeir Kristjánsson 6,29 - Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz): 1. Aron Pálmarsson 8,60 2. Ýmir Örn Gíslason 7,54 3. Viggó Kristjánsson 7,38 4. Orri Freyr Þorkelsson 6,39 5. Gísli Þorgeir Kristjánsson 5,90 - - Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum - 4 með langskotum 4 úr vítum 3 úr vinstra horni 3 með gegnumbrotum 1 af línu 0 úr hægra horni 10 úr hraðaupphlaupum (2 með seinni bylgju) - Skotnýting íslenska liðsins í leiknum 40% úr langskotum 25% úr gegnumbrotum 100% af línu 43% úr hornum 100% úr vítum - - Plús & mínus kladdinn í leiknum - Mörk með langskotum: Slóvenía +1 Mörk af línu: Slóvenía +1 Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +8 Tapaðir boltar: Ísland -8 Fiskuð víti: Ísland +2 Varin skot markvarða: Ísland +5 Varin víti markvarða: Ísland +1 Misheppnuð skot: Ísland +3 Löglegar stöðvanir: Ísland +6 Refsimínútur: Ísland +10 mín. - - Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum - Fyrri hálfleikurinn: 1. til 10. mínúta: Ísland +2 (4-2) 11. til 20. mínúta: Ísland +4 (6-2) 21. til 30. mínúta: Jafnt (4-4) Seinni hálfleikurinn: 31. til 40. mínúta: Jafnt (2-2) 41. til 50. mínúta: Íslamd +1 (4-3) 51. til 60. mínúta: Slóvenía +2 (5-3) - Byrjun hálfleikja: Ísland +2 (6-4) Lok hálfleikja: Slóvenía +2 (9-7) Fyrri hálfleikur: Ísland +6 (14-8) Seinni hálfleikur: Slóvenía +1 (10-9)
- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Slóveníu á HM 2025- Hver skoraði mest: 1. Viggó Kristjánsson 7/4 2. Aron Pálmarsson 5 3. Janus Daði Smárason 3 3.Orri Freyr Þorkelsson 3 5. Elliði Snær Viðarsson 2 6. Óðinn Þór Ríkharðsson 1 6. Elvar Örn Jónsson 1 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 - Markahæstir í fyrri hálfleik: 1. Aron Pálmarsson 4 2. Viggó Kristjánsson 3/2 3. Janus Daði Smárason 2 3. Orri Freyr Þorkelsson 2 - Markahæstir í seinni hálfeik: 1. Viggó Kristjánsson 4/2 2. Janus Daði Smárason 1 2. Aron Pálmarsson 1 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 2. Elliði Snær Viðarsson 1 2. Orri Freyr Þorkelsson 1 - Hver varði flest skot: 1. Viktor Gísli Hallgrímsson 18/1 (50%) - Hver spilaði mest í leiknum: 1. Viggó Kristjánsson 57:28 2. Óðinn Þór Ríkharðsson 53:00 3. Viktor Gísli Hallgrímsson 52:33 4. Orri Freyr Þorkelsson 52:13 5. Elliði Snær Viðarsson 40:44 - Hver skaut oftast á markið: 1. Viggó Kristjánsson 14 2. Aron Pálmarsson 10 3. Óðinn Þór Ríkharðsson 4 3. Janus Daði Smárason 4 3. Orri Freyr Þorkelsson 4 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 - Hver gaf flestar stoðsendingar: 1. Viggó Kristjánsson 4 2. Aron Pálmarsson 3 3. Janus Daði Smárason 2 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2 - Hver átti þátt í flestum mörkum: 1. Viggó Kristjánsson 11 2. Aron Pálmarsson 8 3. Janus Daði Smárason 5 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 4. Orri Freyr Þorkelsson 3 6. Elliði Snær Viðarsson 2 - Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz): 1. Ýmir Örn Gíslason 7 2. Elvar Örn Jónsson 4 2. Viggó Kristjánsson 4 4. Elliði Snær Viðarsson 3 5. Janus Daði Smárason 2 5. Aron Pálmarsson 2 - Mörk skoruð í tómt mark 1. Viggó Kristjánsson 1 - Hver tapaði boltanum oftast: 1. Janus Daði Smárason 3 2. Viggó Kristjánsson 2 - Flest varin skot í vörn: Ekkert - Hver fiskaði flest víti: 1. Janus Daði Smárason 2 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 2. Ýmir Örn Gíslason 1 - Hver fiskaði flesta brottrekstra: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 - Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz): 1. Viggó Kristjánsson 7,98 2. Aron Pálmarsson 7,70 3. Janus Daði Smárason 7,68 4. Orri Freyr Þorkelsson 6,60 5. Gísli Þorgeir Kristjánsson 6,29 - Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz): 1. Aron Pálmarsson 8,60 2. Ýmir Örn Gíslason 7,54 3. Viggó Kristjánsson 7,38 4. Orri Freyr Þorkelsson 6,39 5. Gísli Þorgeir Kristjánsson 5,90 - - Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum - 4 með langskotum 4 úr vítum 3 úr vinstra horni 3 með gegnumbrotum 1 af línu 0 úr hægra horni 10 úr hraðaupphlaupum (2 með seinni bylgju) - Skotnýting íslenska liðsins í leiknum 40% úr langskotum 25% úr gegnumbrotum 100% af línu 43% úr hornum 100% úr vítum - - Plús & mínus kladdinn í leiknum - Mörk með langskotum: Slóvenía +1 Mörk af línu: Slóvenía +1 Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +8 Tapaðir boltar: Ísland -8 Fiskuð víti: Ísland +2 Varin skot markvarða: Ísland +5 Varin víti markvarða: Ísland +1 Misheppnuð skot: Ísland +3 Löglegar stöðvanir: Ísland +6 Refsimínútur: Ísland +10 mín. - - Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum - Fyrri hálfleikurinn: 1. til 10. mínúta: Ísland +2 (4-2) 11. til 20. mínúta: Ísland +4 (6-2) 21. til 30. mínúta: Jafnt (4-4) Seinni hálfleikurinn: 31. til 40. mínúta: Jafnt (2-2) 41. til 50. mínúta: Íslamd +1 (4-3) 51. til 60. mínúta: Slóvenía +2 (5-3) - Byrjun hálfleikja: Ísland +2 (6-4) Lok hálfleikja: Slóvenía +2 (9-7) Fyrri hálfleikur: Ísland +6 (14-8) Seinni hálfleikur: Slóvenía +1 (10-9)
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira