Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Íþróttadeild Vísis skrifar 20. janúar 2025 21:59 Eðlilega vildu íslensku stuðningsmennirnir fá eiginhandaráritun frá hetju dagsins, Viktori Gísla Hallgrímssyni. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig. Með sigrinum er ljóst að Ísland vinnur G-riðil og tekur með sér fjögur stig í milliriðla sem hefjast á miðvikudaginn. Þar mæta Íslendingar Egyptum, Króötum og Argentínumönnum. Íslenska liðið mætti gríðarlega einbeitt til leiks í kvöld og fyrri hálfleikurinn var nær fullkominn, sérstaklega hvað vörn og markvörslu varðar. Þá skoraði Ísland sjö mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Íslendingar náðu heljartaki á leiknum með 6-0 kafla um miðbik fyrri hálfleiks og komst í 4-11. Sóknarleikurinn gekk misjafnlega eftir þetta, allt of mörg dauðafæri fóru í súginn og þá fékk Ísland níu brottvísanir. En varnarleikurinn var magnaður allan tímann og Viktor Gísli var ótrúlegur í markinu. Hann varði átján skot í leiknum. Mestur varð munurinn níu mörk, 10-19, og Íslendingar unnu á endanum glæsilegan fimm marka sigur á liði sem endaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Slóveníu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 6 (18/1 varin skot - 52:33 mín.) VÁ! VÁ! VÁ! Þvílík frammistaða hjá Viktori Gísla. Hann var magnaður allt frá fyrstu mínútu og varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var enn mikilvægara í ljósi allra brottvísanna sem Íslendingar fengu. Einn besti landsleikur Viktors Gísla sem hefur verið einn besti, ef ekki besti markvörður mótsins. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 4 (3 mörk - 52:13 mín.) Skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum og var góður í vörninni. Hefur stimplað sig inn í landsliðið með glæsibrag. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 5 (1 mörk - 30:46 mín.) Fékk þrjár brottvísanir og rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks. En var algjörlega mergjaður í vörninni meðan hans naut við. Er til betri varnarmaður í heiminum, pund fyrir pund? Þeir eru allavega ekki margir. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (3 mörk - 30:12 mín.) Gaf tóninn með því að skora tvö mörk í byrjun leiks og var frábær í vörninni allan tímann. Grjótharður maður gegn manni. Gerði nokkur mistök í sókninni en heilt yfir stórfín frammistaða hjá Janusi. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (7/4 mörk - 57:28 mín.) Það mæddi gríðarlega mikið á Viggó í leiknum en hann spilaði nánast allan tímann. Gríðarlega sterkur í vörninni og var öruggur á vítalínunni. Skoraði fjögur mörk þaðan og gaf einnig fjórar stoðsendingar. Skotnýtingin var ekkert sérstök en Viggó var íslenska liðinu ómetanlegur í leiknum. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 2 (1 mark - 53:00 mín.) Fínn í vörninni en klikkaði á þremur dauðafærum sem hefði getað reynst dýrt. Ýmir Örn Gíslason, línumaður 5 (0 mörk - 35:34 mín.) Var í vígahug og spilaði nánast óaðfinnanlega í vörninni. Ógnarsterkur, var úti um allt og stöðvaði ófáar sóknirnar. Mögnuð frammistaða hjá Ými. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (spilaði ekkert) Elliði Snær Viðarsson, línumaður 4 - (2 mörk - 40:44 mín.) Fékk þrjár brottvísanir eins og Elvar en var sterkur í vörninni meðan hann var inni á. Eyjamaðurinn skoraði líka tvö mörk og skilaði flottri frammistöðu. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi 4 - (1 mörk - 23:04 mín.) Var í miklum ham og sótti ítrekað á vörn Slóveníu. Fékk ef til vill ekki alltaf það sem hann átti skilið hjá dómurum leiksins en fiskaði nokkrar brottvísanir og eitt víti. Stýrði sóknarleiknum heilt yfir ágætlega. Aron Pálmarsson, vinstri skytta 5 - (5 mörk - 30:51 mín.) Kom inn á um miðjan fyrri hálfleik og þvílík innkoma! Skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og gaf þrjár stoðsendingar. Skoraði líka fyrsta mark Íslands í seinni hálfleik sem var mikilvægt og kom sóknarleiknum aftur í gang. Aron var líka öflugur í vörninni að vanda. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - (2:31 mín.) Kom inn á þegar Viggó fékk brottvísun í fyrri hálfleik. Spilaði annars ekkert. Sigvaldi Björn Guðjónsson, hægri hornamaður - (5:20 mín.) Kom inn á í lokin eftir að Óðinn brenndi af þriðja færinu sínu. Klikkaði á einu erfiðu færi. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - (5:44 mín.) Leysti Orra af þegar hann fékk brottvísun og meiddist svo lítillega í seinni hálfleik. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - (spilaði ekkert) Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta (spilaði ekkert) Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari 6 Íslenska liðið spilaði stórkostlega vörn í leiknum, einhverja þá bestu sem það hefur sýnt í áraraðir. Vörnin hefur heilt yfir verið góð síðan Snorri tók við en þetta var langbesta útgáfan af henni. Hraðaupphlaupin gengu frábærlega í fyrri hálfleik og alls skoruðu Íslendingar tíu hraðaupphlaupsmörk. Það reyndist mikilvægt vegna allra dauðafæranna sem fóru forgörðum. Íslenska leikmennirnir voru líka eldsnöggir að skila sér til baka í vörn og Slóvenía skoraði aðeins tvö mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Snorri var með svör við öllu sem Slóvenarnir buðu upp á og skákaði og mátaði Uros Zorman, kollega sinn. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld. 20. janúar 2025 21:34 „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ „Ég er sáttur með þetta, geggjaður leikur,“ sagði mennski múrinn Viktor Gísli Hallgrímsson en hann fór á kostum í marki Íslands þegar strákarnir lögðu Slóveníu á HM í handbolta. Um var að ræða síðasta leik í riðlinum en sigurliðið færi með fleiri stig með sér í milliriðil. 20. janúar 2025 21:47 „Kom maður í manns stað“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran fimm marka sigur á Slóvenum, 23-18, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. 20. janúar 2025 21:37 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Slóvenía og Ísland mættust í algjörum lykilleik á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Ísland vann fimm marka sigur og fer með fjögur stig í milliriðlakeppnina. 20. janúar 2025 21:07 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Með sigrinum er ljóst að Ísland vinnur G-riðil og tekur með sér fjögur stig í milliriðla sem hefjast á miðvikudaginn. Þar mæta Íslendingar Egyptum, Króötum og Argentínumönnum. Íslenska liðið mætti gríðarlega einbeitt til leiks í kvöld og fyrri hálfleikurinn var nær fullkominn, sérstaklega hvað vörn og markvörslu varðar. Þá skoraði Ísland sjö mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Íslendingar náðu heljartaki á leiknum með 6-0 kafla um miðbik fyrri hálfleiks og komst í 4-11. Sóknarleikurinn gekk misjafnlega eftir þetta, allt of mörg dauðafæri fóru í súginn og þá fékk Ísland níu brottvísanir. En varnarleikurinn var magnaður allan tímann og Viktor Gísli var ótrúlegur í markinu. Hann varði átján skot í leiknum. Mestur varð munurinn níu mörk, 10-19, og Íslendingar unnu á endanum glæsilegan fimm marka sigur á liði sem endaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Slóveníu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 6 (18/1 varin skot - 52:33 mín.) VÁ! VÁ! VÁ! Þvílík frammistaða hjá Viktori Gísla. Hann var magnaður allt frá fyrstu mínútu og varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var enn mikilvægara í ljósi allra brottvísanna sem Íslendingar fengu. Einn besti landsleikur Viktors Gísla sem hefur verið einn besti, ef ekki besti markvörður mótsins. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 4 (3 mörk - 52:13 mín.) Skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum og var góður í vörninni. Hefur stimplað sig inn í landsliðið með glæsibrag. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 5 (1 mörk - 30:46 mín.) Fékk þrjár brottvísanir og rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks. En var algjörlega mergjaður í vörninni meðan hans naut við. Er til betri varnarmaður í heiminum, pund fyrir pund? Þeir eru allavega ekki margir. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (3 mörk - 30:12 mín.) Gaf tóninn með því að skora tvö mörk í byrjun leiks og var frábær í vörninni allan tímann. Grjótharður maður gegn manni. Gerði nokkur mistök í sókninni en heilt yfir stórfín frammistaða hjá Janusi. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (7/4 mörk - 57:28 mín.) Það mæddi gríðarlega mikið á Viggó í leiknum en hann spilaði nánast allan tímann. Gríðarlega sterkur í vörninni og var öruggur á vítalínunni. Skoraði fjögur mörk þaðan og gaf einnig fjórar stoðsendingar. Skotnýtingin var ekkert sérstök en Viggó var íslenska liðinu ómetanlegur í leiknum. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 2 (1 mark - 53:00 mín.) Fínn í vörninni en klikkaði á þremur dauðafærum sem hefði getað reynst dýrt. Ýmir Örn Gíslason, línumaður 5 (0 mörk - 35:34 mín.) Var í vígahug og spilaði nánast óaðfinnanlega í vörninni. Ógnarsterkur, var úti um allt og stöðvaði ófáar sóknirnar. Mögnuð frammistaða hjá Ými. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (spilaði ekkert) Elliði Snær Viðarsson, línumaður 4 - (2 mörk - 40:44 mín.) Fékk þrjár brottvísanir eins og Elvar en var sterkur í vörninni meðan hann var inni á. Eyjamaðurinn skoraði líka tvö mörk og skilaði flottri frammistöðu. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi 4 - (1 mörk - 23:04 mín.) Var í miklum ham og sótti ítrekað á vörn Slóveníu. Fékk ef til vill ekki alltaf það sem hann átti skilið hjá dómurum leiksins en fiskaði nokkrar brottvísanir og eitt víti. Stýrði sóknarleiknum heilt yfir ágætlega. Aron Pálmarsson, vinstri skytta 5 - (5 mörk - 30:51 mín.) Kom inn á um miðjan fyrri hálfleik og þvílík innkoma! Skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og gaf þrjár stoðsendingar. Skoraði líka fyrsta mark Íslands í seinni hálfleik sem var mikilvægt og kom sóknarleiknum aftur í gang. Aron var líka öflugur í vörninni að vanda. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - (2:31 mín.) Kom inn á þegar Viggó fékk brottvísun í fyrri hálfleik. Spilaði annars ekkert. Sigvaldi Björn Guðjónsson, hægri hornamaður - (5:20 mín.) Kom inn á í lokin eftir að Óðinn brenndi af þriðja færinu sínu. Klikkaði á einu erfiðu færi. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - (5:44 mín.) Leysti Orra af þegar hann fékk brottvísun og meiddist svo lítillega í seinni hálfleik. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - (spilaði ekkert) Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta (spilaði ekkert) Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari 6 Íslenska liðið spilaði stórkostlega vörn í leiknum, einhverja þá bestu sem það hefur sýnt í áraraðir. Vörnin hefur heilt yfir verið góð síðan Snorri tók við en þetta var langbesta útgáfan af henni. Hraðaupphlaupin gengu frábærlega í fyrri hálfleik og alls skoruðu Íslendingar tíu hraðaupphlaupsmörk. Það reyndist mikilvægt vegna allra dauðafæranna sem fóru forgörðum. Íslenska leikmennirnir voru líka eldsnöggir að skila sér til baka í vörn og Slóvenía skoraði aðeins tvö mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Snorri var með svör við öllu sem Slóvenarnir buðu upp á og skákaði og mátaði Uros Zorman, kollega sinn. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld. 20. janúar 2025 21:34 „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ „Ég er sáttur með þetta, geggjaður leikur,“ sagði mennski múrinn Viktor Gísli Hallgrímsson en hann fór á kostum í marki Íslands þegar strákarnir lögðu Slóveníu á HM í handbolta. Um var að ræða síðasta leik í riðlinum en sigurliðið færi með fleiri stig með sér í milliriðil. 20. janúar 2025 21:47 „Kom maður í manns stað“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46 Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran fimm marka sigur á Slóvenum, 23-18, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. 20. janúar 2025 21:37 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Slóvenía og Ísland mættust í algjörum lykilleik á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Ísland vann fimm marka sigur og fer með fjögur stig í milliriðlakeppnina. 20. janúar 2025 21:07 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
„Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld. 20. janúar 2025 21:34
„Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ „Ég er sáttur með þetta, geggjaður leikur,“ sagði mennski múrinn Viktor Gísli Hallgrímsson en hann fór á kostum í marki Íslands þegar strákarnir lögðu Slóveníu á HM í handbolta. Um var að ræða síðasta leik í riðlinum en sigurliðið færi með fleiri stig með sér í milliriðil. 20. janúar 2025 21:47
„Kom maður í manns stað“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28
Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. 20. janúar 2025 21:46
Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran fimm marka sigur á Slóvenum, 23-18, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. 20. janúar 2025 21:37
„Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Slóvenía og Ísland mættust í algjörum lykilleik á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Ísland vann fimm marka sigur og fer með fjögur stig í milliriðlakeppnina. 20. janúar 2025 21:07