Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 13:34 Domen Makuc á ferðinni gegn Kúbverjum í Zagreb á laugardaginn. getty/Luka Stanzl Það er komið að fyrsta alvöru prófinu fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta á HM. Í liði Slóvena er fullt af frábærum leikmönnum og þar á meðal tveir úr Evrópumeistaraliði Barcelona. Það er ekki að ástæðulausu sem veðbankar telja Slóvena ívið sigurstranglegri fyrir leikinn við Ísland í kvöld, í lokaumferð G-riðils. Þeir hafa vissulega misst gamla lykilmenn á borð við Jure Dolenec og Dean Bombac, sem hættu í landsliðinu eftir Ólympíuleikana í París, en þetta er lið sem til að mynda komst þar í undanúrslit og endaði í 6. sæti á EM fyrir ári síðan. Aleks Vlah, skytta úr Álaborg, hefur verið markahæstur Slóvena í fyrstu leikjunum á HM, líkt og á EM í Þýskalandi þar sem hann skoraði 44 mörk í átta leikjum, en var reyndar aðeins 59% skotnýtingu. Strákarnir okkar þurfa að halda honum í skefjum í kvöld. En í liði Slóvena eru einnig Barcelona-félagarnir Blaz Janc og Domen Makuc. Janc ætti að vera fólki vel kunnugur, frábær hornamaður sem hefur lengi verið í fararbroddi í slóvenska liðinu og er markahæsti maður hópsins í dag. Makuc er svo mættur til að láta til sín taka eftir að hafa misst af EM fyrir ári vegna meiðsla. Þessum 24 ára leikstjórnanda hefur verið líkt við sjálfan Ivano Balic, þjóðhetju Króata, sem er til marks um þær gríðarlegu væntingar sem hann hefur mátt búa við frá því að hann spilaði 17 ára sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu, fyrstur þeirra sem fæddir eru á 21. öldinni. Makuc er úr mikilli handboltafjölskyldu og á pabba, Simon, sem spilaði fyrir landslið Slóveníu, og litla bróðurinn Andraz sem í fyrra lék með U20-landsliði Slóvena á EM. Hann fór frá Celje til Barcelona árið 2020 og hugðist þar halda áfram að klæðast treyju númer 34, eins og átrúnaðargoðið hans Balic gerði, en hjá Börsungum var fyrir Aron Pálmarsson, í treyju 34. Makuc varð því að gera sér að góðu að fá treyju númer 35 og hefur notað það númer síðan. Það verður svo að koma í ljós hvort að Aron stendur aftur í vegi fyrir Makuc í kvöld en risaleikur Slóveníu og Íslands hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. 20. janúar 2025 13:01 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02 „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20. janúar 2025 10:02 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu sem veðbankar telja Slóvena ívið sigurstranglegri fyrir leikinn við Ísland í kvöld, í lokaumferð G-riðils. Þeir hafa vissulega misst gamla lykilmenn á borð við Jure Dolenec og Dean Bombac, sem hættu í landsliðinu eftir Ólympíuleikana í París, en þetta er lið sem til að mynda komst þar í undanúrslit og endaði í 6. sæti á EM fyrir ári síðan. Aleks Vlah, skytta úr Álaborg, hefur verið markahæstur Slóvena í fyrstu leikjunum á HM, líkt og á EM í Þýskalandi þar sem hann skoraði 44 mörk í átta leikjum, en var reyndar aðeins 59% skotnýtingu. Strákarnir okkar þurfa að halda honum í skefjum í kvöld. En í liði Slóvena eru einnig Barcelona-félagarnir Blaz Janc og Domen Makuc. Janc ætti að vera fólki vel kunnugur, frábær hornamaður sem hefur lengi verið í fararbroddi í slóvenska liðinu og er markahæsti maður hópsins í dag. Makuc er svo mættur til að láta til sín taka eftir að hafa misst af EM fyrir ári vegna meiðsla. Þessum 24 ára leikstjórnanda hefur verið líkt við sjálfan Ivano Balic, þjóðhetju Króata, sem er til marks um þær gríðarlegu væntingar sem hann hefur mátt búa við frá því að hann spilaði 17 ára sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu, fyrstur þeirra sem fæddir eru á 21. öldinni. Makuc er úr mikilli handboltafjölskyldu og á pabba, Simon, sem spilaði fyrir landslið Slóveníu, og litla bróðurinn Andraz sem í fyrra lék með U20-landsliði Slóvena á EM. Hann fór frá Celje til Barcelona árið 2020 og hugðist þar halda áfram að klæðast treyju númer 34, eins og átrúnaðargoðið hans Balic gerði, en hjá Börsungum var fyrir Aron Pálmarsson, í treyju 34. Makuc varð því að gera sér að góðu að fá treyju númer 35 og hefur notað það númer síðan. Það verður svo að koma í ljós hvort að Aron stendur aftur í vegi fyrir Makuc í kvöld en risaleikur Slóveníu og Íslands hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. 20. janúar 2025 13:01 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02 „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20. janúar 2025 10:02 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. 20. janúar 2025 13:01
HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02
„Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20. janúar 2025 10:02