Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar 20. janúar 2025 13:33 Á Íslandi teljum við það sjálfsagðan hlut að það renni hreint vatn úr krönum og að þar sé rafmagn fyrir tæki og tól. Það er árangur fjárfestingar sem þjóðin gerði í byrjun síðustu aldar. Kennarasamband Íslands hefur á undanförunum mánuðum beðið þjóðina að fjárfesta í kennurum enda teljum við slíka fjárfestingu jafn nauðsynlega og hreina vatnið og rafmagnið. Ísland hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum (Sþ) síðan árið 1946, og þar með einnig að heimsmarkmiðunum 17 sem samþykkt voru árið 2015. Fjórða heimsmarkmiðið er „menntun fyrir öll“ (e. quality education). Í september 2022 stóðu Sþ fyrir leiðtogafundi um fjórða heimsmarkmiðið og voru niðurstöður fundarins teknar saman í skýrslu sem samanstendur af 59 lykilþáttum sem kalla eftir afgerandi aðgerðum á ýmsum sviðum til að fjárfesta í menntun og kennarastéttinni í heild. Þannig á skýrslan að þjóna aðildarríkjunum sem vegvísir til raunverulegra umbóta til að hægt væri að ná markmiðunum sem felast í fjórða heimsmarkmiðinu. Það kemur nefnilega í ljós að Sameinuðu þjóðirnar deila áhyggjum Kennarasambandsins af stöðu kennarastéttarinnar. Skortur á kennurum er alþjóðlegt vandamál. Sameinuðu þjóðirnar telja þennan vanda mikla ógn, enda séu kennarar mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að menntun í heimi sem stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á borð við loftslagsbreytingar, öra tækniþróun og félagslegan ójöfnuð. Þjóðir heims hafa margar farið þá leið að leysa kennaraskort með því að draga úr kröfum til þeirra sem ráðast til kennslu. Þessari leið mótmæla SÞ, telja hana ekki sjálfbæra. Hún leysi hugsanlega tímabundinn vanda en skapi um leið stærri vanda til framtíðar. Það er áhugavert að sjá að Sþ telja lág laun og vinnuaðstæður aðalástæðu kennaraskorts. Stofnunin hvetur þjóðir til að taka málið alvarlega og huga að fjárfestingunni sem felst í menntun. Þetta leiðir okkur að spurningunni, hvernig þjóð viljum við vera? Viljum við vera þjóð á meðal þjóða og mennta þegna okkar? Teljum við menntun vera jafn sjálfsagða og hreina vatnið. Ef svarið er já þá verðum við að girða okkur í brók og bregðast við þeim vanda sem kennaraskortur hefur í för með sér. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum hvert meginmarkmið Kennarasambands Íslands er í núverandi kjaradeilu, að samkomulag frá 2016 verði virt og laun jöfnuð milli markaða. Í 36. lykilþættinum í skýrslu Sþ segir: Kennarar ættu að njóta sambærilegra launakjara og aðrar stéttir á atvinnumarkaði með sambærilega menntun. Tryggja þarf launajafnrétti milli kynja og um leið að launakjör séu sambærileg milli skólastiga og skólagerða (eigin þýðing). Það er ekki að ástæðulausu að kennarar rísa nú upp með hnefana á lofti. Kennarar eru ekki einir um að hafa áhyggjur af því að fólk yfirgefi stéttina og fari til annarra starfa þar sem launin eru hærri. Væru laun og vinnuaðstæður sambærilegar milli atvinnugeira myndi flóttinn úr starfi kennara minnka. Í þessu framhaldi er fyrsti lykilþátturinn í skýrslunni sérlega athyglisverður en þar segir að margir telji kennslu vera „síðasta úrræðið“ þegar kemur að starfsvali. Við hér heima sjáum þetta endurspeglast í þeirri nöturlegu staðreynd að í öllum aldurshópum undir 60 ára aldri fækkar kennurum og einna mest undir fertugu. Nýliðun í framhaldsskólunum er nánast stopp. Við vitum að laun eru ekki allt, starfið þarf líka að bjóða upp á aðra þætti sem einnig eru mikið ræddir í lykilþáttum Sameinuðu þjóðanna. En eins og margsinnis er bent á í skýrslunni er gríðarlega mikilvægt að launaumhverfið sé samkeppnishæft. Morgunljóst er að sú er ekki staðan hér á landi. Kennarasambandið hefur ítrekað bent á þetta atriði og styðst þar við gögn frá Hagstofu Íslands og Kjaratölfræðinefnd. Þarna verðum við að byrja umbæturnar. Þá er hægt að fara að tala um þær breytingar sem Sþ mæla með. Kennarastéttin hefur sýnt það ítrekað að hún er tilbúin að takast á við breytingar og taka þátt í faglegri umræðu um þau mikilvægu störf sem unnin eru í skólum landsins. Hvers vegna í veröldinni þurfa kennarar að fara í verkföll til þess að ná fram sjálfsögðum kröfum? Viljum við ekki örugglega vera þjóð sem setur menntamál í forgang? Viljum við ekki örugglega tryggja börnum okkar fagmennsku og stöðugleika? Ætlum við ekki örugglega að fjárfesta í framtíðinni? Höfundur er kennari við framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi teljum við það sjálfsagðan hlut að það renni hreint vatn úr krönum og að þar sé rafmagn fyrir tæki og tól. Það er árangur fjárfestingar sem þjóðin gerði í byrjun síðustu aldar. Kennarasamband Íslands hefur á undanförunum mánuðum beðið þjóðina að fjárfesta í kennurum enda teljum við slíka fjárfestingu jafn nauðsynlega og hreina vatnið og rafmagnið. Ísland hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum (Sþ) síðan árið 1946, og þar með einnig að heimsmarkmiðunum 17 sem samþykkt voru árið 2015. Fjórða heimsmarkmiðið er „menntun fyrir öll“ (e. quality education). Í september 2022 stóðu Sþ fyrir leiðtogafundi um fjórða heimsmarkmiðið og voru niðurstöður fundarins teknar saman í skýrslu sem samanstendur af 59 lykilþáttum sem kalla eftir afgerandi aðgerðum á ýmsum sviðum til að fjárfesta í menntun og kennarastéttinni í heild. Þannig á skýrslan að þjóna aðildarríkjunum sem vegvísir til raunverulegra umbóta til að hægt væri að ná markmiðunum sem felast í fjórða heimsmarkmiðinu. Það kemur nefnilega í ljós að Sameinuðu þjóðirnar deila áhyggjum Kennarasambandsins af stöðu kennarastéttarinnar. Skortur á kennurum er alþjóðlegt vandamál. Sameinuðu þjóðirnar telja þennan vanda mikla ógn, enda séu kennarar mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að menntun í heimi sem stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á borð við loftslagsbreytingar, öra tækniþróun og félagslegan ójöfnuð. Þjóðir heims hafa margar farið þá leið að leysa kennaraskort með því að draga úr kröfum til þeirra sem ráðast til kennslu. Þessari leið mótmæla SÞ, telja hana ekki sjálfbæra. Hún leysi hugsanlega tímabundinn vanda en skapi um leið stærri vanda til framtíðar. Það er áhugavert að sjá að Sþ telja lág laun og vinnuaðstæður aðalástæðu kennaraskorts. Stofnunin hvetur þjóðir til að taka málið alvarlega og huga að fjárfestingunni sem felst í menntun. Þetta leiðir okkur að spurningunni, hvernig þjóð viljum við vera? Viljum við vera þjóð á meðal þjóða og mennta þegna okkar? Teljum við menntun vera jafn sjálfsagða og hreina vatnið. Ef svarið er já þá verðum við að girða okkur í brók og bregðast við þeim vanda sem kennaraskortur hefur í för með sér. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum hvert meginmarkmið Kennarasambands Íslands er í núverandi kjaradeilu, að samkomulag frá 2016 verði virt og laun jöfnuð milli markaða. Í 36. lykilþættinum í skýrslu Sþ segir: Kennarar ættu að njóta sambærilegra launakjara og aðrar stéttir á atvinnumarkaði með sambærilega menntun. Tryggja þarf launajafnrétti milli kynja og um leið að launakjör séu sambærileg milli skólastiga og skólagerða (eigin þýðing). Það er ekki að ástæðulausu að kennarar rísa nú upp með hnefana á lofti. Kennarar eru ekki einir um að hafa áhyggjur af því að fólk yfirgefi stéttina og fari til annarra starfa þar sem launin eru hærri. Væru laun og vinnuaðstæður sambærilegar milli atvinnugeira myndi flóttinn úr starfi kennara minnka. Í þessu framhaldi er fyrsti lykilþátturinn í skýrslunni sérlega athyglisverður en þar segir að margir telji kennslu vera „síðasta úrræðið“ þegar kemur að starfsvali. Við hér heima sjáum þetta endurspeglast í þeirri nöturlegu staðreynd að í öllum aldurshópum undir 60 ára aldri fækkar kennurum og einna mest undir fertugu. Nýliðun í framhaldsskólunum er nánast stopp. Við vitum að laun eru ekki allt, starfið þarf líka að bjóða upp á aðra þætti sem einnig eru mikið ræddir í lykilþáttum Sameinuðu þjóðanna. En eins og margsinnis er bent á í skýrslunni er gríðarlega mikilvægt að launaumhverfið sé samkeppnishæft. Morgunljóst er að sú er ekki staðan hér á landi. Kennarasambandið hefur ítrekað bent á þetta atriði og styðst þar við gögn frá Hagstofu Íslands og Kjaratölfræðinefnd. Þarna verðum við að byrja umbæturnar. Þá er hægt að fara að tala um þær breytingar sem Sþ mæla með. Kennarastéttin hefur sýnt það ítrekað að hún er tilbúin að takast á við breytingar og taka þátt í faglegri umræðu um þau mikilvægu störf sem unnin eru í skólum landsins. Hvers vegna í veröldinni þurfa kennarar að fara í verkföll til þess að ná fram sjálfsögðum kröfum? Viljum við ekki örugglega vera þjóð sem setur menntamál í forgang? Viljum við ekki örugglega tryggja börnum okkar fagmennsku og stöðugleika? Ætlum við ekki örugglega að fjárfesta í framtíðinni? Höfundur er kennari við framhaldsskóla.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar