„Það hjálpar ekki neitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. janúar 2025 22:17 Dagur Sigurðsson var tekinn tali af fjölmörgum fjölmiðlum eftir leik og mikið kraðak á viðtalssvæðinu. Vísir/Vilhelm Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. „Þetta var erfitt kvöld, einhvern veginn datt ekkert með okkur. Fráköstin duttu einhvern veginn öll til þeirra svo fengu þeir að stjórna hraðanum líka vel. Voru sterkir. Maður verður bara að viðurkenna það, þeir voru virkilega sterkir.“ Dagur sá þó ljósa punkta í varnarleiknum en sóknarleikurinn var bras eins og hann orðaði það. „Við spiluðum góða vörn. Markverðirnir okkar áttu ekki neitt sérstakan dag, ekki eins og maður er vanur. Sóknarleikurinn var bras, með eiginlega tvo nýja leikmenn á miðjunni og það kom aldrei neitt nægjanlegt flæði á það. Þannig að þetta var svona smá bras á okkur.“ Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Dagur staðfesti að þeir væru alveg frá. „Þeir eru báðir frá, ég geri ekki ráð fyrir þeim aftur. Það er svolítið högg fyrir okkur.“ Þarf að stilla liðið af upp á nýtt sóknarlega Verkefnið hjá Degi er núna að finna lausnir á þessu skorti á flæði í sókninni en hann virtist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því. „Það er vandamálið okkar og við finnum eitthvað út úr því. Við erum að fara inn á móti Íslandi og Slóveníu. Það verða bara hörku leikir. Ég er ágætlega bjartsýnn ef við náum að stilla okkur aðeins af, þá erum við sterkir. Við vorum oft í færum að komast inn í þennan leik og gera hann virkilega spennandi og einhvern veginn hentum því alltaf frá okkur. Það verður eiginlega að skrifast á lélega nýtingu í dauðafærum.“ Króatar lentu í hálfgerðum eltingaleik í kvöld og Dagur viðurkenndi að það hefði dregið orku úr hans mönnum. „Það gerir það. Tók svolítið úr mönnum en þeir börðust vel og ég var ánægður með varnarleikinn. Ef markvarslan kemur eins og hún er vön að vera þá er ég hvergi banginn.“ Dagur var að lokum spurður hvort hann væri til í að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Slóveníu á morgun en hann svaraði því á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Það er eiginlega ómögulegt sko. Ég sé nú Íslendinga kannski aðeins sterkari akkúrat núna en það hjálpar ekki neitt.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. HM karla í handbolta 2025 Handbolti Tengdar fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt. 19. janúar 2025 11:05 Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. 19. janúar 2025 15:11 „Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. 19. janúar 2025 19:54 Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19. 19. janúar 2025 07:02 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
„Þetta var erfitt kvöld, einhvern veginn datt ekkert með okkur. Fráköstin duttu einhvern veginn öll til þeirra svo fengu þeir að stjórna hraðanum líka vel. Voru sterkir. Maður verður bara að viðurkenna það, þeir voru virkilega sterkir.“ Dagur sá þó ljósa punkta í varnarleiknum en sóknarleikurinn var bras eins og hann orðaði það. „Við spiluðum góða vörn. Markverðirnir okkar áttu ekki neitt sérstakan dag, ekki eins og maður er vanur. Sóknarleikurinn var bras, með eiginlega tvo nýja leikmenn á miðjunni og það kom aldrei neitt nægjanlegt flæði á það. Þannig að þetta var svona smá bras á okkur.“ Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Dagur staðfesti að þeir væru alveg frá. „Þeir eru báðir frá, ég geri ekki ráð fyrir þeim aftur. Það er svolítið högg fyrir okkur.“ Þarf að stilla liðið af upp á nýtt sóknarlega Verkefnið hjá Degi er núna að finna lausnir á þessu skorti á flæði í sókninni en hann virtist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því. „Það er vandamálið okkar og við finnum eitthvað út úr því. Við erum að fara inn á móti Íslandi og Slóveníu. Það verða bara hörku leikir. Ég er ágætlega bjartsýnn ef við náum að stilla okkur aðeins af, þá erum við sterkir. Við vorum oft í færum að komast inn í þennan leik og gera hann virkilega spennandi og einhvern veginn hentum því alltaf frá okkur. Það verður eiginlega að skrifast á lélega nýtingu í dauðafærum.“ Króatar lentu í hálfgerðum eltingaleik í kvöld og Dagur viðurkenndi að það hefði dregið orku úr hans mönnum. „Það gerir það. Tók svolítið úr mönnum en þeir börðust vel og ég var ánægður með varnarleikinn. Ef markvarslan kemur eins og hún er vön að vera þá er ég hvergi banginn.“ Dagur var að lokum spurður hvort hann væri til í að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Slóveníu á morgun en hann svaraði því á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Það er eiginlega ómögulegt sko. Ég sé nú Íslendinga kannski aðeins sterkari akkúrat núna en það hjálpar ekki neitt.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Tengdar fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt. 19. janúar 2025 11:05 Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. 19. janúar 2025 15:11 „Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. 19. janúar 2025 19:54 Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19. 19. janúar 2025 07:02 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt. 19. janúar 2025 11:05
Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. 19. janúar 2025 15:11
„Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. 19. janúar 2025 19:54
Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19. 19. janúar 2025 07:02