„Það hjálpar ekki neitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. janúar 2025 22:17 Dagur Sigurðsson var tekinn tali af fjölmörgum fjölmiðlum eftir leik og mikið kraðak á viðtalssvæðinu. Vísir/Vilhelm Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. „Þetta var erfitt kvöld, einhvern veginn datt ekkert með okkur. Fráköstin duttu einhvern veginn öll til þeirra svo fengu þeir að stjórna hraðanum líka vel. Voru sterkir. Maður verður bara að viðurkenna það, þeir voru virkilega sterkir.“ Dagur sá þó ljósa punkta í varnarleiknum en sóknarleikurinn var bras eins og hann orðaði það. „Við spiluðum góða vörn. Markverðirnir okkar áttu ekki neitt sérstakan dag, ekki eins og maður er vanur. Sóknarleikurinn var bras, með eiginlega tvo nýja leikmenn á miðjunni og það kom aldrei neitt nægjanlegt flæði á það. Þannig að þetta var svona smá bras á okkur.“ Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Dagur staðfesti að þeir væru alveg frá. „Þeir eru báðir frá, ég geri ekki ráð fyrir þeim aftur. Það er svolítið högg fyrir okkur.“ Þarf að stilla liðið af upp á nýtt sóknarlega Verkefnið hjá Degi er núna að finna lausnir á þessu skorti á flæði í sókninni en hann virtist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því. „Það er vandamálið okkar og við finnum eitthvað út úr því. Við erum að fara inn á móti Íslandi og Slóveníu. Það verða bara hörku leikir. Ég er ágætlega bjartsýnn ef við náum að stilla okkur aðeins af, þá erum við sterkir. Við vorum oft í færum að komast inn í þennan leik og gera hann virkilega spennandi og einhvern veginn hentum því alltaf frá okkur. Það verður eiginlega að skrifast á lélega nýtingu í dauðafærum.“ Króatar lentu í hálfgerðum eltingaleik í kvöld og Dagur viðurkenndi að það hefði dregið orku úr hans mönnum. „Það gerir það. Tók svolítið úr mönnum en þeir börðust vel og ég var ánægður með varnarleikinn. Ef markvarslan kemur eins og hún er vön að vera þá er ég hvergi banginn.“ Dagur var að lokum spurður hvort hann væri til í að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Slóveníu á morgun en hann svaraði því á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Það er eiginlega ómögulegt sko. Ég sé nú Íslendinga kannski aðeins sterkari akkúrat núna en það hjálpar ekki neitt.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. HM karla í handbolta 2025 Handbolti Tengdar fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt. 19. janúar 2025 11:05 Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. 19. janúar 2025 15:11 „Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. 19. janúar 2025 19:54 Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19. 19. janúar 2025 07:02 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
„Þetta var erfitt kvöld, einhvern veginn datt ekkert með okkur. Fráköstin duttu einhvern veginn öll til þeirra svo fengu þeir að stjórna hraðanum líka vel. Voru sterkir. Maður verður bara að viðurkenna það, þeir voru virkilega sterkir.“ Dagur sá þó ljósa punkta í varnarleiknum en sóknarleikurinn var bras eins og hann orðaði það. „Við spiluðum góða vörn. Markverðirnir okkar áttu ekki neitt sérstakan dag, ekki eins og maður er vanur. Sóknarleikurinn var bras, með eiginlega tvo nýja leikmenn á miðjunni og það kom aldrei neitt nægjanlegt flæði á það. Þannig að þetta var svona smá bras á okkur.“ Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Dagur staðfesti að þeir væru alveg frá. „Þeir eru báðir frá, ég geri ekki ráð fyrir þeim aftur. Það er svolítið högg fyrir okkur.“ Þarf að stilla liðið af upp á nýtt sóknarlega Verkefnið hjá Degi er núna að finna lausnir á þessu skorti á flæði í sókninni en hann virtist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því. „Það er vandamálið okkar og við finnum eitthvað út úr því. Við erum að fara inn á móti Íslandi og Slóveníu. Það verða bara hörku leikir. Ég er ágætlega bjartsýnn ef við náum að stilla okkur aðeins af, þá erum við sterkir. Við vorum oft í færum að komast inn í þennan leik og gera hann virkilega spennandi og einhvern veginn hentum því alltaf frá okkur. Það verður eiginlega að skrifast á lélega nýtingu í dauðafærum.“ Króatar lentu í hálfgerðum eltingaleik í kvöld og Dagur viðurkenndi að það hefði dregið orku úr hans mönnum. „Það gerir það. Tók svolítið úr mönnum en þeir börðust vel og ég var ánægður með varnarleikinn. Ef markvarslan kemur eins og hún er vön að vera þá er ég hvergi banginn.“ Dagur var að lokum spurður hvort hann væri til í að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Slóveníu á morgun en hann svaraði því á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Það er eiginlega ómögulegt sko. Ég sé nú Íslendinga kannski aðeins sterkari akkúrat núna en það hjálpar ekki neitt.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Tengdar fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt. 19. janúar 2025 11:05 Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. 19. janúar 2025 15:11 „Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. 19. janúar 2025 19:54 Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19. 19. janúar 2025 07:02 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt. 19. janúar 2025 11:05
Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. 19. janúar 2025 15:11
„Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. 19. janúar 2025 19:54
Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19. 19. janúar 2025 07:02