Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. janúar 2025 20:56 Bob Dylan er án nokkurs vafa einn fremsti laga- og textahöfundur sögunnar. Getty/Juliens Auctions Upprunalegt handrit af textanum í einu frægasta lagi Bob Dylan, Mr. Tambourine man, seldist fyrir 508.000 bandaríkjadali, eða rúmlega 70 milljónir króna á uppboði í Nashville á laugardaginn. Um er að ræða þrjár vélritaðar blaðsíður með handskrifuðum glósum á tveimur A4 blöðum. Handritið eða drögin að laginu voru í eigu bandaríska tónlistarblaðamannsins Al Aronowitz, sem seldi um 50 dýrgripi í sinni eigu á uppboðinu um helgina. The Guardian segir söguna af því hvernig blöðin komust í eigu hans. Í mars 1964 vaknaði Aronowitz og sá Dylan, sem var í heimsókn hjá honum, sofandi í sófanum og rak augun í samankrumpuð blöð í ruslatunnunni nálægt. Dylan, sem þá var 22 ára, hafði eytt nóttinni í að skrifa textann nokkrum sinnum í mismunandi útgáfum og svo hent eldri útgáfunum. Aronowitz hirti blöðin. Bakhlið annars blaðsins.Juliens Auctions Bob Dylan byrjaði að semja Mr. Tambourine man í febrúar 1964, og markar lagið að vissu leyti vatnaskil í hans ferli, þar sem hann segir skilið við pólitíska ádeilu og baráttusöngva upp að vissu marki og fer að semja óræðari, súrrealískari og innhverfari texta. Lagið er eitt hans frægasta verk og hafa ótal tónlistarmenn tekið upp og gefið út ábreiður af því. Á uppboðinu seldist einnig málverk eftir Dylan frá árinu 1968 á 36 milljónir, og telecaster árgerð 1983 sem hafði verið í hans eigu seldist á 31 milljón. Vefsíða uppboðsins býður upp á frekari upplýsingar. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Um er að ræða þrjár vélritaðar blaðsíður með handskrifuðum glósum á tveimur A4 blöðum. Handritið eða drögin að laginu voru í eigu bandaríska tónlistarblaðamannsins Al Aronowitz, sem seldi um 50 dýrgripi í sinni eigu á uppboðinu um helgina. The Guardian segir söguna af því hvernig blöðin komust í eigu hans. Í mars 1964 vaknaði Aronowitz og sá Dylan, sem var í heimsókn hjá honum, sofandi í sófanum og rak augun í samankrumpuð blöð í ruslatunnunni nálægt. Dylan, sem þá var 22 ára, hafði eytt nóttinni í að skrifa textann nokkrum sinnum í mismunandi útgáfum og svo hent eldri útgáfunum. Aronowitz hirti blöðin. Bakhlið annars blaðsins.Juliens Auctions Bob Dylan byrjaði að semja Mr. Tambourine man í febrúar 1964, og markar lagið að vissu leyti vatnaskil í hans ferli, þar sem hann segir skilið við pólitíska ádeilu og baráttusöngva upp að vissu marki og fer að semja óræðari, súrrealískari og innhverfari texta. Lagið er eitt hans frægasta verk og hafa ótal tónlistarmenn tekið upp og gefið út ábreiður af því. Á uppboðinu seldist einnig málverk eftir Dylan frá árinu 1968 á 36 milljónir, og telecaster árgerð 1983 sem hafði verið í hans eigu seldist á 31 milljón. Vefsíða uppboðsins býður upp á frekari upplýsingar.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira